Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Blaðsíða 8
„Með fullri virðingu fyrir tillögu
biskups, óttast ég að kirkjan muni
sitja á brautarpallinum á meðan
samfélagið þýtur framhjá, verði hún
samþykkt,“ segir Hildur Eir Bolla-
dóttir, prestur í Laugarneskirkju. Karl
Sigurbjörnsson biskup mun leggja
til á kirkjuþingi um næstu helgi að
þjóðkirkjan haldi sig við hefðbundna
skilgreiningu á hjónabandinu sem
sáttmála karls og konu, í stað þess
að leyfa prestum að vígja samkyn-
hneigð pör í hjónaband.
„Við megum ekki gleyma því að
kirkjan er fólkið en ekki bara prestar
og biskupar og því er sorglegt ef mál
eins og þetta myndar gjá á milli sam-
félagsins og kirkjunnar,“ segir Hildur.
Fulltrúar íhaldssamari viðhorfa í
prestastétt hafa síður viljað tjá sig um
málið, en hafa bent á að tillaga bisk-
ups gangi eins langt og hægt sé án
þess að sundrung verði innan þjóð-
kirkjunnar.
Má ekki dragast lengur
„Nú er kominn tími til þess að
kirkjan kveði upp úr með þetta. Það
er það sem hún á að gera og nú bíð-
um ég og þú og allir aðrir eftir þessari
ákvörðun. Það er ekki hægt að draga
þetta lengur,“ segir Hjálmar Jónsson
dómkirkjuprestur. Hann er formaður
svokallaðrar miðnefndar um málið.
Hjálmar segir að viðhorfum allra
presta á Íslandi ásamt forkólfa í safn-
aðarstarfi hafi verið safnað saman.
Þessi viðhorf liggi nú fyrir kenninga-
nefnd og kirkjuþingi.
Spurður að því hvort hætta sé
á flokkadráttum innan kirkjunnar
vegna samvista samkynhneigðra, tel-
ur Hjálmar svo ekki vera. „Kirkjuþing
mun aldrei kúga neinn til þess að
gera eitthvað sem er andstætt sann-
færingu viðkomandi. Þingið myndi
aldrei ganga þannig fram í viðkvæm-
um álitamálum,“ segir hann.
Kalla á íhaldið
„Við erum bara mannréttinda-
samtök og berjumst fyrir jöfnum
réttindum samkynhneigðra eins
og annarra. Það er einfalda línan í
þessu,“ segir Frosti Jónsson, formað-
ur Samtakanna 78.
Samtökin 78 standa fyrir mál-
þingi næsta föstudag um kirkjuna
og viðhorfin til hjónabands sam-
kynhneigðra. „Séra Bjarni Karlsson
í Laugarneskirkju og fjörutíumenn-
ingarnir standa að þessu málþingi
með okkur,“ segir Frosti.
Fjörutíumenningarnir svoköll-
uðu eru hópur presta sem lögðu til
á síðustu prestastefnu að prestum
yrði heimilað að gefa saman sam-
kynhneigð pör. Sú tillaga var felld.
„Á málþinginu viljum við ná af stað
samræðu milli þeirra hópa sem ekki
eru sammála um þessi mál. Þess
vegna köllum við til þeirra sem sitja
kirkjuþingið að setjast með okkur og
ræða málin,“ segir Hildur Eir.
Svartstakkar þöglir sem gröfin
Eftir að hafa rætt meðal annarra
við þá Guðmund Karl Brynjarsson,
Björn Svein Björnsson og fleiri innan
þjóðkirkjunnar, má ráða að prestar
sem eru andvígir því að kirkjan leggi
blessun sína yfir samband samkyn-
hneigðra hyggist sem minnst tjá sig
opinberlega um samvistir samkyn-
hneigðra fram að kirkjuþingi.
Ástæðan virðist fyrst og fremst
vera sú að prestum þykir óvarlegt að
koma með yfirlýsingar um málefn-
ið áður en umræða um það hefst á
kirkjuþingi. Málið sé yfirgripsmik-
ið, afar viðkvæmt og snerti inntak og
eðli kirkjunnar.
Þau viðhorf komu einnig fram að
ekki væri líklegt að friður muni ríkja
innan kirkjunnar ef lagabreyting á
sér stað og prestum verður í sjálfs-
vald sett hvort þeir gefa saman sam-
kynhneigða eður ei.
„Þeir vilja einfaldlega ekki trufla
kirkjuþingið í ákvarðanatökunni,“
segir séra Hjálmar Jónsson.
Karl Sigurbjörnsson slær ein-
mitt þann varnagla í tillögu sinni að
verði lögum breytt styðji kirkjuþing
að þeim prestum sem svo kjósa verði
heimilað að gefa saman konu og
konu eða karl og karl. Lagt er til að
samviskufrelsi presta verði virt, eins
og það er orðað. Íhaldssamari hreyf-
ing presta hefur löngum verið nefnd
svartstakkar.
Hlynntir í skoðanakönnun
Meirihluti presta virðist vera
hlynntur því að gefa saman samkyn-
hneigð pör í kirkjunni, jafnvel þótt
þeir hafni tillögum þess efnis. Prest-
ar samþykktu sjálfir á prestastefnu
í vor að Biskupsstofa fengi fagaðila
til þess að kanna viðhorf presta til
hjónabands samkynhneigðra.
Á daginn kom að 65 prósent allra
starfandi presta innan þjóðkirkjunn-
ar eru hlynnt því að prestar fái að
gefa saman samkynhneigð pör. Átta-
tíu prósent kvenpresta voru hlynnt
því að kirkjan gæfi saman fólk af
sama kyni og 59 prósent karlpresta.
Þeir sem þjónað hafa sem prestar í
fimmtán ár eða skemur eru jákvæðari
í garð hjónabands samkynhneigðra
en þeir sem lengur hafa starfað.
Könnunin náði til allra presta innan
þjóðkirkjunnar, en ekki til starfandi
presta í fríkirkjunum í Reykjavík og
Hafnarfirði, en þeir hafa barist mjög
fyrir breytingum.
„Jafnvel þótt sumum þyki ís-
lenska þjóðkirkjan vera aftarlega á
merinni þegar kemur að málefnum
samkynhneigðra, erum við engu að
síður meðal þeirra frjálslyndustu í
veröldinni. Kirkjan er hins vegar í
eðli sínu íhaldssöm stofnun og það
á sérstaklega við um stórar og fjöl-
mennar kirkjur,“ segir Hjálmar dóm-
kirkjuprestur.
ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 20078 Fréttir DV
Kirkjan dregst aftur úr samfélagi mannanna ef hún leggst gegn hjónabandi samkynhneigðra. Þetta er mat
Hildar Eir Bolldóttur, prests í Laugarneskirkju. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir kirkjunni ekki
stætt á að draga það að taka afstöðu í málinu. Íhaldssamari prestar eru þöglir sem gröfin en óttast afleiðing-
arnar verði prestum leyft að ákveða hvort þeir blessi samband samkynhneigðra para.
Sundrung vofir yfir
Sigtryggur Ari JóHAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
„Það er ekki hægt að
draga þetta lengur.“
Biskup Íslands leggur fram til-
lögu til þingsályktunar þar sem lagt
er til að Kirkjuþing lýsi stuðningi
við meginatriði ályktunar kenn-
inganefndar um þjóðkirkjuna og
staðfesta samvist. Enn fremur að
þjóðkirkjan standi við hefðbundinn
skilning á hjónabandinu sem sátt-
mála karls og konu.
Þá er enn fremur lagt til að ef
lögum um staðfesta samvist verður
breytt í þá veru að prestar fái heim-
ild til að staðfesta samvist styðji
Kirkjuþing það að prestum sem það
kjósa verði það heimilt.
Kirkjuþing leggi áherslu á að
þess verði gætt að um heimildar-
ákvæði verði að ræða og að sam-
viskufrelsi presta í þessum efnum
verði virt. Mál þetta var til umfjöll-
unar á Leikmannastefnu og Presta-
stefnu fyrr á þessu ári. Leikmanna-
stefna samþykkti ályktun sem fylgir
skýrslu þessari. Prestastefna sam-
þykkti einnig meginatriði fram-
angreindrar ályktunar kenninga-
nefndar.
Hinsegin dagar Frosti Jónsson, formaður Samtak-
anna 78, segir samtökin fyrst og fremst vera mannrétt-
indasamtök sem berjist fyrir því að samkynhneigðir
hafi sama rétt og aðrir í samfélaginu..
Tillaga biskups um þjóðkirkjuna og staðfesta samvist:
Sáttmáli karlS og konu
Biskup Íslands Karl Sigurbjörns-
son vill að hjónabandið verði
aðeins milli karls og konu.
Sundrung í þjóðkirkju
Prestar þjóðkirkjunnar skiptast í tvo flokka eftir afstöðu sinni til
samkynhneigðra. Frjálslyndari hópurinn kallar sig fjörutíumenning-
ana, íhaldssamari hópurinn hefur verið nefndur svartstakkar.