Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Síða 11
DV Fréttir miðvikudagur 11. júlí 2007 9
Svíar standa sig best allra aðildar-
ríkja Evrópusambandsins í að taka á
móti erlendum launþegum og búa þá
undir líf og starf í nýju landi. Á botni
listans er hins vegar Lettland sem þyk-
ir hafa gert minnst til að búa í haginn
fyrir þátttöku erlendra launþega í at-
vinnulífi landsins.
Í nýrri rannsókn var kannað hvernig
aðildarríki Evrópusambandsins hefðu
tekið á móti launþegum og hvaða lög
og reglugerðir þau hefðu sett til að
bregðast við komu fólksins. Þannig var
skoðað hver réttindi erlendra laun-
þega á vinnumarkaði væru, hverjir
væru möguleikar þeirra til að setjast
að til frambúðar, hverjir væru mögu-
leikar fjölskyldna launþega á að flytja á
eftir þeim og hvaða lög hafa verið sett
til að bregðast við kynþátta- og útlend-
ingahatri. Niðurstaðan var sú að að-
ildarríkin gera aðeins um helminginn
af því sem þau gætu gert til að bæta
líf erlendra launþega. Mjög misjafnt
var þó frá einu landi til annars hvaða
þætti ríkin uppfylltu og hverja þau
uppfylltu ekki. Svíar þykja standa sig
best en á eftir þeim koma Portúgalar,
Belgar, Hollendingar og Finnar. Lettar
standa sig verst, næst koma stjórnvöld
á Kýpur og síðan Austurríki, Grikkland
og Slóvakía.
Fjölskyldudjásn Bandaríkjamanna
Aðstæður erlends launafólks í Evrópu:
svíar standa sig
best aðildarríkja
Colt Fjöldaframleiðsla hófst
þegar borgarastyrjöldin
geisaði í Bandaríkjunum.
Mannskæðustu skotárás-
irnar í Bandaríkjunum
Apríl, 2007 – Seung-Hui Cho skaut til bana
þrjátíu og tvo nemendur og starfsfólk við
tækniháskólann í virginíu
Október, 2006 – Charles roberts hóf skothríð í
amish-bænum Paradise í Pennsylvaníu og varð
fimm börnum að bana áður en hann framdi
sjálfsmorð.
Apríl, 1999 – Tveir nemendur Columbine-
skólans í Colorado, dylan klebold og Eric Harris,
skutu til bana tólf nemendur og einn kennara við
skólann og frömdu svo sjálfsvíg.
Október, 1991 – george Hennard ók bifreið
sinni inn í luby‘s Cafe í killeen í Texas og skaut til
bana tuttugu og þrjár manneskjur, særði tuttugu
að auki og beindi síðan byssunni að sjálfum sér.
Ágúst, 1986 – Patrick Sherill, pósthússtarfsmað-
ur í Oklahóma, skaut til bana fjórtán samverka-
menn og svipti sig svo lífi.
Janúar, 1984 – james Huberty banaði tuttugu
og einum manni með uzi-vélbyssu og öðrum
skotvopnum á mcdonald‘s-veitingastað í San
Ysidro í kaliforníu. Hann var skotinn til bana af
skyttu sérsveitar lögreglunnar.
Ágúst, 1966 – Charles Whitman myrti eiginkonu
sína og móður og fór síðan upp í útsýnisturn
háskólans í austin í Texas og skaut til bana
fjórtán manns áður en lögreglan banaði honum.
Mótmæli í Lundúnum Fyrr á þessu ári
var aðbúnaði erlendra launþega í
Bretlandi mótmælt. Mynd/Getty
Campbell segir af sér
Menzies Campbell sagði af sér sem
leiðtogi frjálslyndra demókrata, í gær.
Þetta gerði Campbell tæpum mánuði
eftir að hann hét því að leiða flokk
sinn í næstu þingkosningum. Síðan þá
hefur margt breyst. Flokkurinn nýtur
lítils fylgis í skoðanakönnunum og auk
þess hefur Gordon Brown, forsætis-
ráðherra Bretlands, ákveðið að boða
ekki til þingkosninga fyrr en á næsta
ári í fyrsta lagi. Simon Hughes, for-
maður frjálslyndra demókrata, lofsöng
Campbell í tilkynningu í gær. Margir
eru þó vísast sáttir því traust flokks-
manna á Campbell hefur minnkað að
undanförnu.