Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Síða 12
Svarthöfði, sem lætur sig mál-efni REI og borgarinnar miklu varða, verður að lýsa aðdáun sinni á Birni Inga Hrafnssyni sem er réttnefndur fuglinn Fönix. Bingi hvarf inn í bálið í seinustu viku og enginn átt von á öðru en ösku- hrúgu. En viti menn. Borgarfull- trúinn sem flestir höfðu afskrifað birtist eins og fuglinn Fönix forð- um og tók flugið. Í goggnum var hann með borgina en eftir sátu dvergarnir sex sem sviku borgarstjór- ann sinn. En það eru margar hliðar á hverju máli. Á meðan Svarthöfði sér Binga sem fuglinn Fönix eru aðrir sem sjá hann sem Glanna glæp sem hafi stolið borginni með rýting að vopni. Það breytir ekki því að hann kemur alfiðraður út úr eldinum sem logaði eftir að sjálfstæðismenn skvettu bensíni á innviði Ráðhússins og báru eld að. Einhverjir hafa lýst því að Alfreð Þorsteins- son, fyrrverandi leiðtogi Framsóknarflokksins, væri gjörspilltur. Hobbiti sagði talsmaður Morg- unblaðsins um hann. Um tíma hafði Bingi verið sam- mála því mati á Don Alfredo sem horfið hefur inn í margt eld- hafið án þess að skaðast. Þau undur og stórmerki gerð-ust í öllu fárinu eftir að upp úr samstarfi Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks slitn- aði að Bingi og Don Alfredo féllust í faðma. Þetta var á félagsfundi í Framsóknarflokknum þar sem Bingi fór yfir ástæður þess að upp úr slitnaði. Þar lýsti hann væntumþyku sinni til Vilhjálms Vilhjálms- sonar borgarstjóra og þeim sársauka sem skiln- aðinum fylgdi. Þegar þar kom sögu beygði Bingi af og það hrutu tár af hvarmi hans. Annað eins hafði ekki gerst síðan Linda Pé tárfelldi í þætti hjá sjónvarpsdrottningunni Sirrý. Við geðshræringu Binga mátti sjá að víða um salinn blikuðu tár á hvörmum framsóknarmanna. Ljóst mátti vera af viðbrögðum flokksins að Messías var fundinn. Meira að segja Doninn var votur um hvarma. Sjálfstæðismenn gátu aftur á móti ekki unnt Binga þess að lifa af hreinsunareld- inn. Í flokknum er til leynifélag sem kallast Skrímsladeildin hvert hefur það hlutverk að sá fræjum um allt samfélagið þegar einhver kemst upp á kant við flokkinn. Deildin, sem er á snærum eins af ráðherr- um ríkisstjórnarinnar, fór á stúfana og með hraða eldingarinnar bárust myndir af Binga sem ummyndaðist í Glanna glæp og aðrar sem sýndu hann sem Júdas með silfurpening- ana þar sem hann kallaði Vilhjálm Þ. meistara. Kjaftasögum var sáð um spillingu Binga. Vandinn var aðeins sá að Svarthöfði og aðr- ir samnefnarar almennings sáu í gegnum skrímslin. Bingi kann að hafa aðhafst eitt og annað sem er á mörkum siðsemi en það skiptir ekki lengur máli. Samúðin er með hon- um og skrímslin sitja eftir, uppvís að árásum á tárvotan, tilfinninga- ríkan borgarfulltrúa sem vill um- fram allt verja hag almennings. ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 200712 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aÐaLnúmER 512 7000, RITsTJÓRn 512 7010, ÁsKRIfTaRsímI 512 7080, augLýsIngaR 512 70 40. SkrímSlin og Bingi Svarthöfði Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttastjóri skrifar. Tryggingafélag okrar Leiðari Sennilega lýsir eitt orð hálfrar milljón króna iðgjöldum öðr-um orðum betur. Það orð er okur. Samt gerir svívirða harða atlögu að fyrsta sætinu. DV sagði í gær frá því hvernig Krist- inn Eyjólfsson fékk rukkun fyrir trygg- ingaiðgjöldum upp á rúma hálfa millj- ón á ársvísu fyrir mótorhjólið sem hann hafði nýlega keypt. Iðgjöldin ein og sér voru um það bil helmingi hærri en verðið á hjólinu sem Kristinn hafði keypt sér. Það er auðvitað svívirðilegt okur að fólk sé rukkað um hálfa millj- ón í tryggingaiðgjöld fyrir eitt mótor- hjól. Vinnubrögð Tryggingamiðstöðvarinnar eru síður en svo til fyr- irmyndar. Maður kaupir hjól og er rukkaður um hálfa milljón króna í iðgjöld. Hefði hann haft samband við tryggingafélagið áður en hann keypti hjólið hefði hann getað samið um mun lægri upphæð. Sú varð reyndar raunin hjá Kristni. Honum tókst eftir nokkurt þóf að semja iðgjöldin niður í hundrað þúsund krónur á ári. Sú staðreynd að Tryggingamiðstöðin var tilfáanleg að lækka iðgjöldin sem þessu nemur, um fjóra fimmtu, sýnir hversu gal- in þau eru upphaflegu iðgjöld- in sem Kristinn Eyjólfsson var rukkaður um. Fyrst er ákveð- in hæsta mögulega rukkun og send út. Síðan verður við- skiptavinurinn að semja sig frá þessum ósköpum, mér liggur við að segja þjófnaði. Kannski finnst stjórnendum Trygginga- miðstöðvarinnar þetta snið- ugt. Kannski finnst þeim þetta eðlilegir viðskiptahættir. Mér finnst þetta fyrst og fremst sví- virða. Þetta er virðingarleysi við viðskiptavinina, gott ef ekki skilaboð um að Tryggingamiðstöð- in vilji ekki vera í viðskiptum við þá. Ég er allavega sáttur við að vera ekki í viðskiptum við Tryggingamiðstöðina. Öllu verra er að mig grunar að mitt tryggingafélag sé ekki endilega betra. Enda skrýtin þessi fyrirtæki sem keppast við að selja manni þjónustu en reyna stundum að koma sér undan því að veita hana þegar hennar er þörf. DómStóLL götunnar HVERNIG FER LEIKUR ÍSLENDINGA OG LIECHTENSTEIN? „Ég held að við tökum þetta og leikurinn fari 1–4 fyrir íslendinga. Við höfum harma að hefna og ég held að við hristum þá af okkur.“ Gísli Eyland, 25 ára, sölumaður. „Ég ætla að vona að það verði jafntefli. Ég er ekki bjarsýnni fyrir okkar hönd vegna útreiðarinnar í síðasta leik. Jafntefli er viðreisn eftir það.“ Hörður Magnússon, 49 ára, sjómaður „Hann fer 1–2 fyrir íslandi. Við erum miklu betri. Ég fylgist ekki mikið með fótboltanum en reyni að missa ekki af landsleikjum.“ Ásdís Jóhannsdóttir, 54 ára, skrifstofudama „Hann fer 2–3 fyrir ísland. íslenska liðið er auðvitað best. síðan er þjálfarinn frá Króknum og læknirinn þeirra vel ættaður.“ Kristján Kristjánsson, 34 ára, ráðgjafi SanDkorn n Timburmenn meirihluta- skiptanna í Reykjavík eru nú í hámarki og hver málpípan af annarri stígur fram. Hermt er að skrímsla- deild. Sjálf- stæðis- flokksins sé komin á kreik. Með- al þeirra sem reyna að fela klofning Sjálfstæðisflokkisins er Agn- es Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sem í Silfri Egils hélt því fram af man- ískri ákefð að ekkert væri að. Sigríður Dögg Auðundsdótt- ir á dv.is snupraði Agnesi og benti á óyggjandi sannanir þess að sjálfstæðismenn hefðu brugðist borgarstjóranum. Agnes reyndi þá að kenna Sig- ríði undirstöðuatriði í blaða- mennsku en var kafskotin með það sama. n Það vakti athygli hve illgirn- isleg Agnes Bragadóttir var í garð Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs og fyrrver- andi blaða- manns Morgun- blaðsins. Agnes sá ekkert gott við fram- göngu Björns Inga og taldi að hann hefði svikið flokkinn. Þarna kveður við nýjan tón því sú var tíð að þau Björn Ingi og Agnes unnu saman og þótti þá fara vel á með þeim. n Í Geirsarmi Sjálfstæðis- flokksins er útbreiddur orð- rómur um að borgarfulltrúarn- ir Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson hafi í byrjun vikunnar sem meirihlutinn sprakk hitt Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á leynifundi þar sem lagt hafi verið á ráðin um samstarf við VG án Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar borgarstjóra. Björn þver- tók fyrir að hafa haldið með þeim fund þegar DV spurði hann í tölvupósti. n Þáttur Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Mannamál, lofar góðu þótt útsending hans hafi verið rugluð í miðjum klíðum. Víst er að Silfur Egils Helgasonar fær grjót- harða sam- keppni frá Sigmundi sem fær til sína þungavigtarfólk og spyr óvæginna, beinskeyttra spurninga. Við upptökur á fyrsta þætti Sigmundar varð mikið uppnám þegar varafor- maður vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, féll í yfirlið undir hita sviðsljósanna. Kallaður var til sjúkrabíll en Katrín, sem er komin sjö mánuði á leið, komst fljótt til meðvitundar og virðist sem betur fer ekki hafa orðið meint af. Maður kaupir hjól og er rukkaður um hálfa milljón króna í iðgjöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.