Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Qupperneq 14
þriðjudagur 16. október 200714 Iceland Airwaves DV Hvar spilar þú? „Á miðvikudaginn klukkan 22.45 á Gauknum.“ Hvernig tónlist spilar þú? „Prógressíft hip-hop.“ Er einhver hugmynda- fræði á bak við hljóm- sveitina? „Nei, það er engin meðvit- uð hugmyndafræði. Ég segi bara frá því sem mér liggur á hjarta þann daginn, hvernig ég upplifi raunveruleikann.“ Kemur þú einn fram á Airwaves? „Nei, ég fæ til mín gesta- söngvara; Einar Ágúst, Rósu Birgittu úr hljómsveitinni Sometime og Guðbjörgu Elísu. Mér finnst ótrúlega gaman að gera tónlist með flestum þeim sem vinna að því að gera góða tónlist. Það er mjög gaman að vinna með þekktum ein- staklingum en ekki síður þeim óþekktari sem eru gríðarleg talent. Ég er búinn að læra helling á samstarfinu með þessu fólki.“ Hvaða væntingar berið þið til Iceland Airwaves? „Ég held að þetta verði ótrúlega gaman. Ég hef aldrei áður farið á Airwaves. Það stóð til að ég kæmi fram árið 2004 en ég var þá í meðferð.“ Hvenær byrjaðir þú að gera tónlist undir nafninu Poetrix? „Nafnið hefur fylgt mér frá því ég var sextán ára en þetta er í fysta skipti sem ég kem op- inberlega fram. Fram að þessu hefur fullkomnunaráráttan verið að drepa mig.“ Ferð þú í sérstakan hátíðarbúning á Airwaves? „Nei, ég er alltaf í hátíðar- búningi þegar kemur að tón- list.“ Hvað ætlar þú að sjá á hátíðinni? „Ég mæti fyrstur á Buck 65. Ég hef annars ekki kynnt mér dagskrána nægilega en ég hef heyrt góða hluti um Chromeo svo ég kíki kannski á þá.“ Poetrix kemur fram á gauknum á miðvikudaginn ásamt gestasöngvurunum einari Ágústi, rósu birgittu og guðbjörgu elísu. AlltAf í hátíðArbúningi Tónlistarmaðurinn Poetrix Hvar ætlið þið að spila? „Við verðum á Grand Rokk á mið- vikudeginum klukkan 21.45.“ Hvernig tónlist spilið þið? „Við spilum gleðitónlist sem veitir fólki lífslöngun. Við erum mjög hed- ónískt band.“ Er einhver hugmyndafræði á bak við hljómsveitina? „Já, við höfum alltaf haft það að takmarki að bjarga heiminum í gegn- um tónlist. Við lítum svo á að við séum að bjarga þeim sem mæta á tónleika hjá okkur. Fólk er svo stress- að og því fylgja neikvæðir straumar. Við reynum að vinna gegn þessu með því að vera glöð og hress. Við gerum þetta af fullri alvöru.“ Hvernig er stemningin í bandinu? „Ævinlega frábær. Við erum svo mörg og það kennir ýmissa grasa. Þetta er hópur sem hefði aldrei komið saman ef ekki væri fyrir þessa hljóm- sveit og það er svolítið skemmtilegt.“ Hvaða væntingar berið þið til Iceland Airwaves? „Fyrst og fremst að það verði skemmtilegt og að sem flestir mæti til þess að sjá okkur.“ Hvenær var hljómsveitin stofnuð? „Tilurð hljómsveitarinnar er tveggja daga ferli sem hófst 28. febrú- ar síðastliðinn. Hljómsveitin mín gat ekki tekið þátt í Músíktilraunum og því hringdi ég í gaur sem er svo hress og til í allt. Þá vatt þetta upp á sig. Málið var að hafa sem flesta í band- inu því þá mundi hver og einn koma með vini og vandamenn á tónleikana og við mundum vinna keppnina á at- kvæðum úr salnum. Þetta heppnaðist næstum því, við urðum í öðru sæti.“ Farið þið í sérstakan hátíðarbúning? „Já, við ætlum gjörsamlega að taka þetta í gegn. Við gáfum okkur frí í eina og hálfa viku til þess að ein- beita okkur að þessum tónleikum. Við erum búin að leggja mikla vinnu í þessa tónleika, svo já, það má segja að við verðum í hátíðarbúningi.“ Hvert er markmið hljómsveitarinnar? „Að halda áfram að spila. Hverj- ir tónleikar sem við komum fram á eru mikið afrek fyrir okkur því það er mjög erfitt að starfrækja ellefu manna hljómsveit. Svo langar okkur að gefa út plötu einn daginn. Það er bara svo gaman að spila fyrir fólk.“ Hvaða bönd langar þig að sjá? „Radio LXMBRG, !!!, Grizzley Bear, Deerhoof og Smoosh.“ „Ætlum gjörsAmlegA Að tAkA þettA í gegn“ Halldór Kristján Þorsteinsson, söng- og píanóleikari í <3Svanhvít! <3Svanhvít! Hljómsveitin er skipuð pottaleikaranum aldísi, bassaleikaranum Árna, töfragítarleikaranum arnari, fiðluleikaranum Ástu, gítarleikaranum brynjólfi, gítarleikaranum daða, saxófón- leikaranum gunnari, söng- og píanóleikar- anum Halldóri, trommuleikaranum jóa, ryksuguleikaranum Sindra og bongó- trommuleikaranum Steinari. allir syngja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.