Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Síða 17
DV Sport ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 2007 17 Spánverjar skoruðu ótrúlegt mark gegn Dönum á laugardag. Þeir héldu boltanum sín á milli í 27 sendingar, eða í meira en mínútu. Raúl Tamudo tók léttan þríhyrning við Sergio Ramos sem skoraði og batt þar með enda- hnútinn á glæsilega sókn. „Þetta var hið fullkomna mark,“ sagði Xavi sem lék vel á miðju Spán- ar. Hann sagði einnig að hreyfanleiki liðsins án bolta í fyrri hálfleik hafi verið magnaður. „Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik og liðið gerði vel að nýta sér stöðuyfirburðina sem við vorum með í leiknum. Við erum augljóslega í skýjunum yfir úrslitunum og hvernig við lékum í fyrri hálfleik. Auvitað vill maður spila svona fót- bolta. Að halda boltanum innan liðsins er mun erfiðara tæknilega séð, maður lendir ekki jafnoft í návígjum. Við vor- um góðir í því að halda boltanum innan liðsins og notuðum vængina vel. Þetta er svipaður fótbolti og við spilum hjá Barcelona þannig að þetta var ekkert nýtt fyrir mér.“ Með sigrinum eru Spán- verjar komnir í góð mál í F-riðlinum þar sem við Íslendingar leikum. Þeir gerðu á sama tíma út um vonir Dana sem vilja landsliðsþjálfarann burt. Næsti leikur Spánverja er æfingarleik- ur gegn Finnum en búist er við köldu veðri sem Xavi lýst ekki vel á. „Þetta er leikur sem hefur enga þýðingu. Við för- um úr því að spila þýðingarmikinn leik í undankeppni EM í einhvern svona leik. Leikjaniðurröðunin er erfið þetta tímabilið og svo bætist einhver æfing- arleikur við í svona aðstæðum. Ég veit voða lítið um þetta finnska lið. Það er að gera ágæta hluti í undankeppninni og er með sterka vörn. Þar með er það upptalið,“ sagði Xavi ókátur. benni@dv.is Xavi telur að Ramos hafi bundið endahnútinn á hið fullkomna mark gegn Dönum: Skoruðum hið fullkomna mark 27 sendingar og svo mark Spánverjar skoruðu ótrúlegt mark gegn dönum. Lehmann býst við byrjunarliðssæti Jens Lehmann, markvörður arsenal, segist búast við að vera í byrjunarliði arsenal gegn Bolton. Lehmann gerði sig sekan um mistök á milli stanganna í upphafi leiktíðar og missti sæti sitt í liðinu til Manuels almunia. Síðan þá hefur arsenal unnið tíu leiki í röð. „Ég er í góðu standi og býst við að spila gegn Bolton. Wenger hefur ekki gefið það í skyn en ég er hér og ég býst við að hann láti mig spila,“ segir Lehmann. almunia hefur hins vegar haldið hreinu í þeim tíu leikjum sem hann hefur staðið í markinu. Fabregas hafði á réttu að standa Thierry Henry, leikmaður Barcelona, viðurkennir að nærvera hans í liði arsenal undir lok síðustu leiktíðar hafi oft á tíðum haft slæm áhrif á frammi- stöðu annarra leikmanna. Cesc Fabregas, leikmaður arsenal, lét hafa þetta eftir sér nýverið og Henry tekur undir þau orð. „Ég er algjörlega sammála. Vegna aldurs míns, staðreyndarinnar að ég var fyrirliði og vana míns að biðja alltaf um boltann, gáfu þeir oft á mig þrátt fyrir að ég væri ekki í betra færi. Frá því sjónarmiði var gott fyrir liðið að ég hafi farið,“ segir Henry, sem jafnaði markamet Michels Platini í landsleikjum fyrir Frakklands hönd. Leiður á að vera varamaður Rolando Bianchi, leikmaður Manchest- er City, hefur gefið í skyn að hann kunni að fara frá liðinu í janúar. Bianchi var keyptur í sumar frá Reggina og hefur mátt sætta sig við að sitja á vara- mannabekknum að undanförnu. „Ég hef sett mér markmið fram í desember og ef hlutirnir breytast ekki mun ég þurfa að íhuga mína möguleika, því mér er illa við að spila aðeins fimm eða tíu mínútur í leik. Ég er ekki vanur að sitja á bekknum og við verðum að sjá hvað gerist. Ég er þrjóskur og vinnusamur. Ég verð að sannfæra stjórann,“ segir Bianchi. Bruce fundar með Yeung Væntanlegur eigandi Birmingham City, Carson Yeung, er tilbúinn til viðræðna við Steve Bruce, stjóra liðsins. Bruce hefur áhyggjur af því að nýi eigandinn vilji skipta honum út þegar hann tekur til starfa. Yeung keypti 29,9 prósenta hlut í liðinu í sumar og búist er við að hann kaupi afganginn á næstu tveimur mánuðum. „Ef Steve Bruce vill funda með herra Yeung þegar hann kemur til Englands, þá af hverju ekki. En á þessari stundu munum við ekkert gefa upp um það sem sagt hefur verið að undanförnu,“ segir Sammy Yu, talsmaður Carsons Yeung. Littbarski vill taka við Norwich Pierre Littbarski, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, hefur sóst eftir fram- kvæmdastjóra- stöðu hjá Norwich City. Félagið rak Peter grant eftir arfaslaka byrjun liðsins á tímabilinu. Littbarski er aðalþjálfari japanska liðsins avispa Fukuoka og aðstoðarmaður hans þar er Ian Crook, fyrrverandi leikmaður Norwich, og hann er mjög vinsæll meðal stuðnings- manna félagsins. „Þetta starf vekur áhuga minn,“ segir Littbarski. eNski BoLtiNN Ég veit ekki hvað við höfum mik- inn tíma til þess að leyfa Eyjólfi að þróast í starfi. Eins og staðan er núna virðist flest benda til þess að grunnt hafi verið á þessari stemningu sem myndaðist í hópnum í leikjunum fyr- ir Lettaleikinn. Eins fannst mér við vera heppn- ir gegn Norður-Írum en liðsheildin kom okkur í gegnum þann leik. En eitthvað þarf að breytast, það er ljóst. Hvort Eyjólfur geri það eða einhver annar skiptir ekki öllu,“ segir Kristj- án. Atli Eðvaldsson: Of miklar væntingar „Það fer allt eftir því hvernig hlut- irnir eru framsettir hvort Eyjólfur sé kominn á endastöð. Ef hann nær að selja sínar hugmyndir við stjórnina má hann alveg vera áfram. Ég veit ekki alveg við hverju við eigum að búast með liðið okkar. Við höfum þrisvar náð upp góðu lands- liði. Í kringum 1971–1973, í kringum 1985 og aftur 1995-–1999. Í öll þessi skipti náðist fram hópur þar sem góð samsetning manna kom sam- an sem var í stakk búin til þess að ná árangri. Í dag held ég að við höfum ekki þennan hóp. Við eigum kannski marga ágæta leikmenn en við erum ekki með nógu sterkt lið. Við höfum alla tíð þurft að hafa líkamlega sterka leikmenn en við höfum þá ekki lengur fram yfir önnur lið. Flestar þjóðir hafa jafnað okkur í þessu og eru jafnvel komnar lengra. Það eru þrír hlutir sem þarf til þess að vinna leik, líkamlegt atgervi, tækni og skipulag. Þú þarft að hafa tvo af þessum hlutum til að vinna leiki. En í dag hafa þessi lið yfirleitt tvo af þessum þáttum fram yfir okkur, tækni og líkamlega burði. Taktík hef- ur ekkert að segja þegar hinir standa okkur framar á öðrum sviðum. En það má alltaf betur gera. Við spiluðum vel á móti Spánverjum og við munum alla tíð detta inn á góða leiki en við eigum ekki að vinna neitt. Við getum ekki vanmetið neina and- stæðinga. Ég held að vinnuumhverfið sé ágætt. Það var neikvæðara áður heldur en það er í dag. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum þessi litla þjóð og hætta að rembast. Ef við gerum eitthvað gott verðum við að vera ánægð. En ef illa gengur verðum við sem þjóðfélag að segja, kemur næst. Ef Eyjólfur verður ekki áfram eig- um við að leita að þjálfara frá útlönd- um. Innlendir þjálfarar fá alltaf á sig gagnrýni fyrir það að velja vini sína í liðið. Erlendur þjálfari myndi hafa aðra sýn á hlutina og gera þá á annan hátt en innlendur þjálfari,“ segir Atli. Eyjólfur Sverrisson Íslenska knattspyrnulands- liðið er harðlega gagnrýnt þessa dagana.EYJÓLFUR KOMINN Á ENDASTÖÐ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.