Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Page 22
H
venær skyldi maður fyrst hafa kynnst
Gosa? Ég man það ekki, en snemma
var það; Gosi er einfaldlega ein
þeirra persóna úr bókmenntunum
sem manni finnst maður alltaf hafa
þekkt, rétt eins og Lísu í Undralandi,
Stikkilsberja-Finn, Oliver Twist eða
Línu langsokk. Á svipaðan hátt og
þessar persónur er Gosi í rauninni fremur goðsagna-
vera en venjuleg sögupersóna, af því að hann stend-
ur fyrir eitthvað sammannlegt, einhverja reynslu
sem við deilum öll.
En þó ég muni ekki hvenær kynni okkar Gosa
hófust, veit ég hvenær þau urðu mér minnisstæð,
og það var ekki af lestri bókarinnar eða hinni frægu
teiknimynd Disneys, heldur í íslenska Ríkisútvarp-
inu. Ég er nefnilega af síðustu kynslóðinni sem ólst
upp við sögur og leikrit í Útvarpinu, áður en sjón-
varpið kom til sögunnar, og ég get enn heyrt fyrir
mér raddir sumra leikaranna úr þessum leikritum
sem töfruðu barnið inn á undralendur skáldskap-
arins. Útvarpið var á þessum árum, í kringum 1960,
býsna duglegt við að flytja góðar – og spennandi –
sögur í leikbúningi, og þar á meðal var Gosi. Pabbi
tók barnaleikritin gjarnan upp á segulband sem
við systkinin hlustuðum á langtímum saman og
ég hugsa að Gosi hafi verið eitt þeirra sem oftast
var hlustað á. Að minnsta kosti heyri ég enn fyrir
hugsskotseyrum mér hása rödd Haraldar Björns-
sonar, eins magnaðasta skapgerðarleikara sem við
höfum átt, í hlutverki engisprettunnar, samvisku
Gosa, og ég get enn kallað fram angistarfulla rödd
Gests Pálssonar sem lék Láka – hét hann það ekki?
– pabba Gosa, á flekanum í kviði hvalsins. Hver lék
Gosa, það man ég hins vegar ekki, kannski Helgi
Skúlason?
En auðvitað skiptir það ekki máli nú, aðalatrið-
ið var að ég heillaðist gjörsamlega af því stórbrotna
drama sem sagan hefur að geyma. Því að sagan
um Gosa er langt frá því að vera eitthvert sykursætt
ævintýri eða einföld siðapredikun. Hún er í ein-
faldleika sínum margslunginn skáldskapur: í senn
ævintýri og siðferðisleg dæmisaga, ásamt því að
búa yfir hinum myrka hrolli harmleiksins. Spýtu-
strákurinn Gosi, sem verður að lokum manneskja
af því að hann sigrast á sjálfselskunni og lærir að
meta gildi fórnfýsinnar og kærleikans, er eins kon-
ar nútímalegur „everyman“, Sérhver, eins og full-
trúi mannssálarinnar nefndist í siðaleikjum mið-
aldanna, leikhús og bókmenntahefð sem leið undir
lok í ölduróti endurreisnarinnar en hefur engu að
síður lifað áfram hálfgerðu dularlífi í skáldskap síð-
ari alda. Gosi er í raunverulegri hættu; því verðum
við að trúa, það verðum við að skynja, hvort sem við
lesum söguna á bók, sjáum hana í bíó eða á sviði.
Freistararnir, sem á vegi hans verða, eru hreint eng-
ir skemmtibófar, þeir eru dulbúnir útsendarar djöf-
ulsins, sem eiga sér aðeins eitt markmið: að tortíma
manneskjunni. Í upphaflegri gerð sögunnar fór víst
illa fyrir söguhetjunni að lokum, þó að höfundur-
inn, Carlo Collodi, breytti því síðar. Gosi er, eins
og við sjálf, veikur á svellinu, lætur fyrst blekkjast
af glamúrnum í leikhúsinu, svo ánetjast hann sæl-
gætisfíkninni, svo litlu munar að hann endi í Alls-
nægtalandi þar sem allir breytast að endingu í asna.
Í þeim atriðum fær sagan sterka skírskotun til okk-
ar sem stöndum frammi fyrir vá dópsins, ekki síst
gagnvart börnunum okkar, og öllum þeim tálsýn-
um sem lífsþæginda- og nautnadýrkun samtím-
ans heldur að okkur. Þessu er vel og smekklega fylgt
eftir í sýningu Leikfélags Reykjavíkur, þar sem Gosi
ummyndast beinlínis í gotterísfíkil um leið og hann
rekur tunguna í sleikjóið.
Það er mikið „show“ sem L.R. reiðir fram á stóra
sviði Borgarleikhússins, mikið borið í tónlist, leik-
mynd, búninga og allra ytri umgerð. Og það er ým-
islegt gott um þessa leikfærslu hinnar klassísku
sögu að segja (ég vil ekki kalla Gosa barnasögu af
því að hún er fyrir börn á öllum aldri), en svo er
annað sem virkar ekki nógu vel og má setja spurn-
ingamerki við. Leikmynd Vytautasar er flott og vís-
ar jafnvel í mynd Disneys sem ‚68-kynslóðinni
með sinn spartanska leikhússmekk hefði sjálfsagt
þótt ganga guðlasti næst, en nú eru sem sagt aðrir
tímar. Hins vegar er stundum eins og realisminn í
leikmyndinni drekki ævintýrinu og það sem hefði
átt að verða hápunktur leiksins, skipsferðin til Alls-
nægtalands og dramað í hvalnum, var einfaldlega
ekki nógu vel af hendi leyst. Þar varð sýningin allt of
stirðbusaleg, stundum beinlínis klúðursleg, hvort
sem fremur um var að kenna leikgerð eða leik-
stjórn; ég hallast þó mun fremur að því síðarnefnda.
Selma Björnsdóttir er ekki reyndur leikstjóri og það
er nánast óskiljanlegt að leikhússtjórnin skyldi ekki
kalla til einhvern rútíneraðan og hugmyndaríkan
leikstjóra, því að hér er mikið lagt undir, einnig fjár-
hagslega. Framan af var þó sýningin ágæt, atriðin
í leikhúsinu sérlega góð, enda Pétur Einarsson ill-
mennskan uppmáluð í gervi leikhússtjórans – þetta
er í annað skipti á stuttum tíma sem Pétur brillér-
ar sem vondur leikhússtjóri, hvort sem maður á að
leggja í það dýpri merkingu eða ekki! En það er fyrst
í lokaatriðunum sem verulega reynir á færni leik-
stjórans og þar kemur reynsluleysi hennar sem sé
berlega í ljós.
Frammistaða leikenda var annars yfirleitt góð:
Víðir Guðmundsson var mjög fínn Gosi, Sveppi
hreint út sagt frábær sem engisprettan, hæfilega
prakkaralegur en undir niðri besta skinn (snjall
búningur spillti ekki heldur), og það geislaði af Að-
albjörgu Árnadóttur í hlutverki kvenskúrksins Lóru.
Gaman þegar nýliðarnir standa sig svona vel. En Jó-
hann Sigurðarson var varla nógu öldurmannlegur í
hlutverk pabba Gosa og Kristjana Skúladóttir sem
Dísin góða minnti meira á einhvers konar glamúr-
dís úr sjónvarpinu en himneskan fulltrúa hins góða.
Um danshópinn unga og aðra leikendur er ekkert
nema gott að segja. Samtöl leiksins eru ágætlega
skrifuð af Karli Ágústi og tónlist Þorvaldar Bjarna
hljómaði ljúflega, ef nokkuð er fullljúflega.
Ein ábending innan sviga – og hún í fullri al-
vöru: Hvað eru stjórnendur L.R. að hugsa – ef þeir
eru þá nokkuð að hugsa – með því að auglýsa gos-
drykk framan á leikskránni? Ég hef aldrei séð svona
nokkuð áður og ég vona ég eigi aldrei eftir að gera
það aftur. Er ekki verið að tala um að vaxandi syk-
urneysla barna sé áhyggjuefni? Og hvernig var það:
var það ekki gotterísátið sem breytti börnunum
í Gosa í asna? Tekur leikhúsið sjálft kannski ekki
mark á því sem það er að boða af sviðinu?
Verður þessi Gosi jafnminnisstæður einhverj-
um þeirra, sem nú hitta hann í fyrsta skipti, og hann
varð mér í útvarpsviðtækinu fyrir hátt í fimmtíu
árum? Því get ég auðvitað ekki svarað, en af und-
irtektum áhorfenda gæti ég þó best trúað að sú
verði raunin. Það mátti glöggt heyra svolítið snökt
hér og þar í salnum, þegar Gosi lá á ströndinni og
við héldum að hann væri dáinn. Og við urðum öll
voða glöð þegar hann lifnaði við sem manneskja af
holdi og blóði og kom til okkar í framkallinu sem
var skemmtilega sviðsett.
ÞRIÐJudaguR 16. OKTÓBER 200722 Fókus DV
á þ r i ð j u d e g i í kvöld
Fyrstu hádegistónleikarnir
guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran flytur íslensk og spænsk þjóðlög með
spænska gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui á fyrstu hádegistónleikum
vetrarins hjá Íslensku óperunni í dag kl. 12.15. aðgangseyrir er 1.000 krónur. Fyrir
og eftir tónleika má kaupa léttar veitingar í anddyri Íslensku óperunnar.
ný stjarna
fædd
Ég horfði á þáttinn 07/08 bíó leik-
hús, eins óþjált og það nú hljóm-
ar, síðasta fimmtudag á RÚV. Áður
en þátturinn hófst hafði ég hringt
nokkrum sinnum í vinkonu mína
í þeirri von að fá hana út að leika.
Um leið og þátturinn hófst fann
ég fljótt að þetta var akkúrat það
sem ég þurfti; sneisafullan þátt af
því sem er að gerast í hinum sjón-
ræna menningarheimi landsins.
Þátturinn er passlega hraður og
virkilega skemmtilega klipptur.
Vinkonan hringdi loksins til baka
en þá svaraði ég ekki enda horfin
á vit Gosa, heimildarmyndar um
Breiðavík, maraþonstuttmynda-
keppni og uppáhaldskvikmyndar
Ágústu Evu. Spyrlar þáttarins eru
allir til fyrirmyndar. Stjarna þátt-
arins er hins vegar tvímælalaust
Elsa María Jakobsdóttir. Mér sýn-
ist á öllu að hér sé ný sjónvarps-
stjarna fædd.
BERGLIND
HESLER
horfði á 07/08
bíó leikhús
stríð og frið-
ur spaug-
stofunnar
Fyrir hálfum mánuði lýsti ég yfir
mikilli óánægju með Spaugstofu-
þátt helgarinnar á undan. Miðað
við þann þátt var það sem Spaug-
stofumenn buðu upp á síðasta
laugardag algjör hátíð. Þáttur-
inn var, skiljanlega, undirlagður
af stríðinu í borginni og friðarat-
höfninni í Viðey og fannst mér
þeir fjórmenningar gera þessum
atburðum góð skil í háðsádeilu-
forminu. Það er líka rétt að hafa í
huga að tilkynnt var um nýja borg-
arstjórn seinnipartinn á fimmtu-
dag og því þurfti væntanlega að
vinna stóran hluta efnisins á tölu-
verðu tempói. Prik í kladdann fyrir
það. Á móti kemur að hráefnið
sem Spaugstofan hafði í höndun-
um var afar gott og erfitt að klúðra
því. Siggi Sigurjóns virðist ekki fara
varhluta af brotthvarfi Randvers
því kvenhlutverkin voru hans og
náði hann Valgerði Sverris afskap-
lega vel. En hvernig er það, er ég sá
eini sem fannst gríman sem Pálmi
bar í atriðinu í dómssalnum vera
alveg eins og Randver? Mér finnst
sketsaformið mjög skemmtilegt
þegar vel er gert og er því yfirleitt
ekki hrifinn af því þegar svona
þáttur er undirlagður af einum,
tveimur viðburðum, eða að það
sé eins konar söguþráður, en at-
burðarás vikunnar kallaði á það.
Vonandi nær Spaugstofan sér jafn-
vel á strik í sketsunum í vetur og í
þessari sviðsetningu sinni á farsa
síðustu viku.
SPAUGSTOFAN
KRIStjáN HRafN
GuðmuNDSSoN
horfði á
Spaugstofuna
um helgina
HHHH
HHHH
Selt fyrir á fimmta tug milljóna
Gallerí Fold stóð fyrir uppboði
í Súlnasal Hótel Sögu í gær þar
sem megnið af því sem boð-
ið var upp var málverk. Nokk-
ur handofin austurlensk teppi
fengu þó að fljóta með eins og
þessar myndir bera með sér.
Næstum allir 150 listmunirnir
seldust en hæsta verðið fékkst
fyrir verkið Kiðjaberg eftir Þór-
arin B. Þorláksson sem fór á
fjórar milljónir króna. Söluverð
munanna var samtals á bilinu
40 til 50 milljónir króna.
tryggvi Páll friðriksson
Stýrði seinni hluta
uppboðsins styrkri hendi.
Súlnasalur Þétt setinn af
íslenskum listunnendum.
Glaðbeittur Þessi ungi maður hafði
það verk með höndum að sýna
væntanlegum kaupendum verkin.
falboðið Þetta teppi var á
meðal þess sem var falboðið
á uppboðinu.
myND BjöRN SNoRRI
LeikféLag reykjavíkur:
gosi eftir karl ágúst Úlfsson við
tónlist þorvaldar Bjarna
þorvaldssonar byggt á sögu
Carlo Collodi Leikstjóri: Selma
Björnsdóttir Leikmynd: Vytautas
Narbutas Ljós: Halldór Örn
Óskarsson Leikgervi: Sigríður Rósa
Bjarnadóttir Dans: guðfinna
Björnsdóttir/Birna Björnsdóttir
Búningar: María Ólafsdóttir Hljóð:
guðmundur H. Viðarsson HHHHH
leikdómUr
jón Viðar jónsson
leiklistargagnrýnandi
Gosi á leið
í dópiðfögnuður Leikarar sýningarinnar hylltir að lokinni frumsýning-unni á laugardaginn.