Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2007, Qupperneq 32
„Ég tel að kólna muni í helvíti
áður en þeir, sem trúa á nauðsyn
þess að verja lífsstíl okkar með því að
berjast gegn hryðjuverkum, velji að
ferðast með Icelandair,“ segir Jam-
es J. Reilley, fyrrverandi liðsforingi í
Bandaríkjaher, í bréfi til Icelandair.
Reilley ferðaðist með Icelandair
frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar 6.
ágúst síðastliðinn. Um borð las hann
tímarit Icelandair, Atlantica. „Flug-
félagið ykkar segir stríð Bandaríkj-
anna gegn hryðjuverkum í Írak vera
gæluverkefni Bush forseta sem þró-
ast hafi út í raunverulega martröð,“
segir Reilly í bréfi sínu. Reilley full-
yrðir að með þessu hafi Icelandair
náð að móðga stóran hluta Banda-
ríkjamanna sem séu stoltir af þeim
fórnum sem færðar hafa verið í Írak.
Hann hyggst nýta sér útvarpsstöðvar
og dagblöð, til þess að kynna banda-
rísku þjóðinni þessi viðhorf Ice-
landair og hefur birt bréfið í heild
sinni á fréttavefnum Seacoast-On-
line.
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingastjóri Icelandair, telur að ekki sé
ástæða til þess að óttast herferð liðs-
foringjans. „Þetta ágæta blað hef-
ur mjög breiðan lesendahóp og það
getur verið erfitt að komast hjá því að
eitthvað rati í blaðið sem sumir eru
ekki sammála. Til dæmis fengum við
mjög hörð viðbrögð, á sínum tíma,
við auglýsingu frá veitingastaðnum
Þremur frökkum, þar sem boðið var
upp á hvalkjöt,“ segir Guðjón.
Reilley segist sérstaklega vera
undrandi á því að sjá viðlíka ummæli
í útgáfu flugfélags. Öðru máli gegni
um leiðaraskrif í dagblöðum og orð
stjórnmálamanna. „Ef þeir sem bera
ábyrgð á þessum óforskömmuðu
ummælum í blaði Icelandair þurfa
að leita sér að vinnu á næstunni,
geta þeir væntanlega leitað til al-Ka-
ída-samtakanna eða til áróðursráðu-
neytis talíbana,“ segir Reilley að lok-
um í bréfinu. sigtryggur@dv.is
„Þetta er alveg dæmigert fyrir það
sem við erum að reyna að sporna
við,“ segir Gísli Tryggvason, talsmað-
ur neytenda, um þá staðreynd að
gosdrykkur frá Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar er auglýstur í leikskrá
barnaleikritsins Gosa sem nú er sýnt
á fjölum Borgarleikhússins.
Eins og að hætta að
selja nammi
Guðjón Pedersen, leikhússtjóri
Leikfélags Reykjavíkur, segir það
hafa verið mistök að auglýsingin fór
á forsíðu og að í seinni prentunum
sé auglýsingin aftar. Honum finnst
þó ekki tiltökumál að þarna sé aug-
lýstur gosdrykkur.
„Ég er ekki svona hreintrúaður,“
segir hann. Guðjón bendir á að Eg-
ils hafi verið með samning við Borg-
arleikhúsið til fjölda ára og að í veit-
ingasölunni séu seldar vörur frá
fyrirtækinu. Honum finnst það álíka
fjarstæða að leggja auglýsingarnar
af eins og að hætta að selja nammi á
barnasýningum.
Engar reglur brotnar
„Við erum þeirrar skoðunar að
það eigi að fara mjög gætilega þeg-
ar auglýsingum er beint að börn-
um. Það á ekki síst við um vörur sem
deila má um hollustugildi á,“ seg-
ir Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna. Hann seg-
ir liggja beinast við að leikskráin sé
ætluð börnum. „Það er hins vegar
ljóst að í þessu tilviki er ekki verið að
brjóta neinar reglur.“
Talsmaður neytenda og um-
boðsmaður barna hafa tekið hönd-
um saman um að meta hvort og þá
hvernig og með hvaða hætti sé eðli-
legt og unnt að setja frekari mörk við
markaðssókn sem beinist að börn-
um og ungmennum.
Óheppilegar auglýsingar
„Það er óheppilegt að beina gos-
drykkjum að börnum með auglýs-
ingum,“ segir Jóhanna Laufey Ólafs-
dóttir, verkefnastjóri tannverndar
hjá Lýðheilsustöð. Hún bend-
ir á að tíðni glerungseyðing-
ar hafi aukist verulega hjá
unglingum og daglegar
neysluvenjur eigi örugg-
lega þátt í því.
Samkvæmt nýleg-
um rannsóknum dr.
Ingu B. Árnadóttur,
forseta tannlækna-
deildar Háskóla
Íslands, greind-
ist glerungs-
eyðing hjá 30
prósentum
15 ára unglinga og
mælist glerungseyðing
nær tvöfalt meiri hjá piltum en
stúlkum. Þetta er hærra hlutfall en
áður hefur komið fram í rannsókn-
um á íslenskum unglingum og tíðni
glerungseyðingar hefur aukist um 10
prósent á undanförnum tíu árum hjá
þessum aldurshópi. Algengt er að 15
ára unglingar drekki um lítra af gosi
á dag.
Sporna við offitu
barna
„Við hvetjum
framleiðendur og
seljendur til góðra
verka,“ segir Jó-
hannes Gunnarsson,
formaður Neytenda-
samtakanna og von-
ast til þess að söluaðilar
óhollra vara beini aug-
lýsingum sínum ekki að
börnum og unglingum.
þriðjudagur 16. október 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910
FréttaSkot
5 1 2 7 0 7 0
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur.
Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Loftárásir Icelandair?
GOSI AUGLÝSIR GOS
Deilt á Borgarleikhúsið fyrir að auglýsa gosdrykki á leiksýningu fyrir börn:
Skrifað undir í rokinu Forkólfar Fimleikafélags Hafnarfjarðar brostu breitt þegar þeir undirrituðu samning um byggingu
íþróttaaðstöðu í Kaplakrika. Þeir máttu þó hafa sig alla við til að halda í samningana í rokinu og hætta þurfti við fyrstu steypu-
framkvæmdir vegna þess hversu mikill vindurinn var. DV-mynd Stefán
Fyrrverandi liðsforingi er æfur yfir skrifum um Íraksstríðið:
Bandarísk herferð gegn Icelandair
Spíttskútumenn
fyrir dómara
Mennirnir fimm sem setið hafa í
varðhaldi vegna spíttskútumálsins á
Fáskrúðsfirði voru í gær færðir fyrir
héraðsdómara til að staðfesta skýrsl-
ur sem af þeim hafa verið teknar.
Gæsluvarðhald mannanna fimm
rennur út á fimmtudag.
Íslensku rannsóknarlögreglu-
mennirnir sem að undanförnu hafa
verið að störfum í Danmörku og
Færeyjum vegna rannsóknar á stóra
spíttskútumálinu eru komnir aftur
heim. Friðrik Smári Björgvinsson
yfirlögregluþjónn segist ekki vita
nákvæmlega hvenær ákærur verða
gefnar út. „Við reynum að flýta því
eins og kostur er,“ segir hann.
Sármóðgaður Reilley liðsforingi segir
að pennarnir hjá Icelandair ættu að geta
fengið vinnu hjá al-Kaída.
Bústaðaeigendur
stela heitu vatni
Lögreglan á Selfossi rannsakar nú
vatnsstuld sumarbústaðaeigenda í
umdæmi sínu. Nokkrar kærur þess
efnis hafa borist lögreglu.
Þjófnaðurinn er í því fólginn að
eigendur sumarhúsa virðast hafa
tekið inn í hús sín meira magn
af vatni en þeir hafa borgað fyrir.
Húseigendur geta keypt ákveðinn
skammt af heitu vatni sem þá fer í
gegnum hemil sem er stilltur á það
vatnsmagn sem samið er um kaup
á. Þeir sem kærðir hafa verið hafa þá
annaðhvort tengt framhjá hemlin-
um eða rofið innsigli á honum og
þar með fengið meira vatn en þeir
borguðu fyrir. Málin eru í rannsókn
hjá lögreglu.
Argasta afturhald
„Hann er eitthvert argasta aft-
urhald sem til er í þessu þjóðfé-
lagi,“ sagði Sigurður Kári Kristjáns-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks,
um Ögmund Jónasson, þingmann
vinstri grænna,
á Alþingi í gær
þegar umræður
stóðu sem hæst
um frumvarp
sem gerir ráð
fyirir að léttvín
og bjór verði selt
í matvöruversl-
unum.
Sigurður Kári var einn flutnings-
manna frumvarpsins en Ögmundur
lýsti áhyggjum af þeirri forvarnar-
stefnu sem haldið yrði að ungmenn-
um ef af tillögunum yrði.
Nefbraut
kærustuna
Edward Apeadu Koranteng var í
gær sakfelldur í Héraðsdómi Reykja-
víkur fyrir að hafa slegið fyrrver-
andi sambýliskonu sína með þeim
afleiðingum að hún nefbrotnaði.
Hann hlaut enga refsingu fyrir þar
sem hann hafði áður verið dæmdur
í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga
14 ára stúlku. Það rökstuddi dóm-
ari með því að hefði Edward verið
dæmdur fyrir bæði brot í einu hefði
hann ekki fengið þyngri dóm. Árásin
átti sér stað í mars á síðasta ári en þá
sló hann stúlkuna er hann var í áflog-
um við félaga sinn. Koranteng sagðist
fyrir dómi hafa gert þetta óvart.
Erla HlynSdÓttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Seinni útgáfa leikskrárinnar
Egils appelsín er auglýst í leikskrá
fyrir barnasýninguna um Gosa. Í
upphaflegu útgáfunni var auglýsing-
in á forsíðu en er komin á fyrstu opnu
bæklingsins í annarri prentun.
Kastaðist af
hjóli og lést
Karlmaður um þrítugt lést eft-
ir að hafa misst stjórn á vélhjóli
sínu á Krísuvíkurvegi um miðjan
dag í gær. Svo virðist sem mað-
urinn hafi misst stjórn á hjólinu
í beygju inn á Bláfjallaafleggjara
með þeim afleiðingum að hann
kastaðist langt út í hraun. Hann
var fluttur á slysadeild Landspít-
ala þar sem hann var úrskurðað-
ur látinn skömmu eftir komuna á
sjúkrahús.
Að sögn varðstjóra hjá lögregl-
unni í Reykjavík var tilkynnt um
slysið klukkan 15.30 í gær. Rann-
sóknarnefnd umferðarslysa var
kvödd á vettvang og liggja tildrög
slyssins ekki fyrir.