Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Side 28

Fréttatíminn - 28.03.2014, Side 28
Veitingar við öll tækifæri veisluþjónusta RESTAURANT- BAR Tapas barinn Tapas snittur, spjót og tapas í boxi. Girnilegir smá-borgarar og eftirréttir. Kíktu á tapas.is, sendu línu á tapa@tapas.is eða hringdu í síma 551 2344. Við hjálpum þér að gera þína veislu ógleymanlega. Hins vegar er líklegt að umræðan í Kanada hafi átt þátt í ákvörðun hins kanadíska fyrirtækis High Liner Foods í síðustu viku að binda enda á viðskipti við HB Granda meðan Kristján Loftsson tengist því fyrirtæki. Mótmæli á sjávarútvegssýningu í Boston Kannski hefur það líka haft sitt að segja að á sjáv- arútvegssýningunni sem haldin var í Boston fyrr í þessum mánuði voru hvalverndarsinnar með mótmælaaðgerðir við sýningarbás HB Granda og hvöttu fólk til að sniðganga viðskipti við fyrirtæk- ið vegna tengsla þess við Kristján Loftsson. Nýjasti kaflinn í hvalaútflutningi Kristjáns Loftssonar er svo enn í gangi eftir því sem best er vitað. Sú saga sýnir vel aðstöðu þeirra sem eru viðriðnir alþjóðleg viðskipti með afurðir dýra sem eru á alþjóðlegum listum yfir dýr í útrýmingar- hættu. Þann 20. mars kom til Hafnarfjarðar frá St. Pétursborg í Rússlandi flutningaskipið Alma, sem skráð er á Kýpur og komst í fréttir hér á landi árið 2011 þegar umfangsmiklar björgunaraðgerðir þurfti til þess að bjarga því stýrislausu til hafnar á Fáskrúðsfirði. Alma var hingað komin að þessu sinni til þess að fylla lestir sínar af frosnu hval- kjöti frá Hval hf. Því er haldið fram á vefsíðum hvalfriðunar- sinna að útgerð Alma sérhæfi sig í að umskipa farmi milli skipa úti á rúmsjó. Létu sig hverfa af radar 100 mílur suður af landinu Meðan Alma var í Hafnarfjarðar- höfn var unnið á vöktum við að flytja meira en 2.000 tonnum af kjöti úr frystigeymslum Hvals hf. um borð í skipið. Alma lét síðan úr höfn á föstu- dagskvöldið og sigldi út Faxaflóa. Fullyrt er að farmurinn hafi verið stærsti farmur af hvalkjöti sem farið hefur frá Íslandi áratugum saman og jafngildi magnið sölu nokkurra síðustu ára á öllum Jap- ansmarkaði. Fyrst um sinn var hægt að fylgjast með ferð skipsins á leið til suðurs á vefsíðunni MarineT- raffic.com. Um klukkan fimm á laugardagsmorguninn hætti Alma hins vegar að senda frá sér staðsetningarmerki. Skipið var þá komið um 100 mílur suður af Reykjanesi og sigldi á 14 hnúta hraða í suðurátt. Engin staðsetningarmerki hafa borist síðan þá. Ekki er þó talið að skipinu hafi hlekkst á eða áhöfnin sé í hættu. Líklegast er talið að áhöfnin á Alma vilji hreinlega ekki láta vita af ferðum sínum meðan þessi farmur er um borð. Þannig bera menn sig að í viðskiptum með bannvöru eins og kjötið af þeim langreyðum sem veiddar eru hér við land. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Þannig bera menn sig að í viðskiptum með bann- vöru eins og kjötið af þeim langreyðum sem veiddar eru hér við land. 28 fréttaskýring Helgin 28.-30. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.