Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 28.03.2014, Blaðsíða 28
Veitingar við öll tækifæri veisluþjónusta RESTAURANT- BAR Tapas barinn Tapas snittur, spjót og tapas í boxi. Girnilegir smá-borgarar og eftirréttir. Kíktu á tapas.is, sendu línu á tapa@tapas.is eða hringdu í síma 551 2344. Við hjálpum þér að gera þína veislu ógleymanlega. Hins vegar er líklegt að umræðan í Kanada hafi átt þátt í ákvörðun hins kanadíska fyrirtækis High Liner Foods í síðustu viku að binda enda á viðskipti við HB Granda meðan Kristján Loftsson tengist því fyrirtæki. Mótmæli á sjávarútvegssýningu í Boston Kannski hefur það líka haft sitt að segja að á sjáv- arútvegssýningunni sem haldin var í Boston fyrr í þessum mánuði voru hvalverndarsinnar með mótmælaaðgerðir við sýningarbás HB Granda og hvöttu fólk til að sniðganga viðskipti við fyrirtæk- ið vegna tengsla þess við Kristján Loftsson. Nýjasti kaflinn í hvalaútflutningi Kristjáns Loftssonar er svo enn í gangi eftir því sem best er vitað. Sú saga sýnir vel aðstöðu þeirra sem eru viðriðnir alþjóðleg viðskipti með afurðir dýra sem eru á alþjóðlegum listum yfir dýr í útrýmingar- hættu. Þann 20. mars kom til Hafnarfjarðar frá St. Pétursborg í Rússlandi flutningaskipið Alma, sem skráð er á Kýpur og komst í fréttir hér á landi árið 2011 þegar umfangsmiklar björgunaraðgerðir þurfti til þess að bjarga því stýrislausu til hafnar á Fáskrúðsfirði. Alma var hingað komin að þessu sinni til þess að fylla lestir sínar af frosnu hval- kjöti frá Hval hf. Því er haldið fram á vefsíðum hvalfriðunar- sinna að útgerð Alma sérhæfi sig í að umskipa farmi milli skipa úti á rúmsjó. Létu sig hverfa af radar 100 mílur suður af landinu Meðan Alma var í Hafnarfjarðar- höfn var unnið á vöktum við að flytja meira en 2.000 tonnum af kjöti úr frystigeymslum Hvals hf. um borð í skipið. Alma lét síðan úr höfn á föstu- dagskvöldið og sigldi út Faxaflóa. Fullyrt er að farmurinn hafi verið stærsti farmur af hvalkjöti sem farið hefur frá Íslandi áratugum saman og jafngildi magnið sölu nokkurra síðustu ára á öllum Jap- ansmarkaði. Fyrst um sinn var hægt að fylgjast með ferð skipsins á leið til suðurs á vefsíðunni MarineT- raffic.com. Um klukkan fimm á laugardagsmorguninn hætti Alma hins vegar að senda frá sér staðsetningarmerki. Skipið var þá komið um 100 mílur suður af Reykjanesi og sigldi á 14 hnúta hraða í suðurátt. Engin staðsetningarmerki hafa borist síðan þá. Ekki er þó talið að skipinu hafi hlekkst á eða áhöfnin sé í hættu. Líklegast er talið að áhöfnin á Alma vilji hreinlega ekki láta vita af ferðum sínum meðan þessi farmur er um borð. Þannig bera menn sig að í viðskiptum með bannvöru eins og kjötið af þeim langreyðum sem veiddar eru hér við land. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Þannig bera menn sig að í viðskiptum með bann- vöru eins og kjötið af þeim langreyðum sem veiddar eru hér við land. 28 fréttaskýring Helgin 28.-30. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.