Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.03.2014, Qupperneq 33

Fréttatíminn - 28.03.2014, Qupperneq 33
www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Forlagsverð: 2.990 kr. Passi, gjald eða skattur? umhverfisstofnun Nýja Sjálands og borga fyrir afnot. „Þetta kerfi á við alla notkun í viðskiptalegum tilgangi m.a. beit- arafnot, námavinnslu, skógarhögg, kvikmyndatökur yfir í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt,“ skrifar Einar og ennfremur: „Þar sem ferðaþjón- ustan er stærsti notandi þjóðgarða borgar hún fyrir öll afnot af slíkum svæðum. Verðskráin er byggð upp fyrir mismunandi notkun og tíma- lengd og samningar geta verið fyrir einn atburð eða til fleiri ára. Ferða- skrifstofurnar fella síðan gjöldin inn í verð til ferðamanna. Hins vegar greiða skattborgarar Nýja-Sjálands og ferðamenn á eigin vegum ekki að- gangseyri að þeim svæðum sem Um- hverfisstofnun Nýja-Sjálands stýrir.“ Hann segir síðan: „Þessa nýsjá- lensku aðferð tel ég vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda aug- ljóslega mestu álagi á svæðin. Aðr- ir greiða ekki. Á þennan hátt verða ferðamenn heldur ekki varir við gjaldtökuna þannig að upplifunin af því að heimsækja fallegar nátt- úruperlur verður ekki rofin af því að greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða skemmtigarða.“ Bandaríkin, Kanada, Ástralía Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkj- anna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferða- þjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld ef þau vilja bjóða starfsemi innan þjóðgarða, segir Einar Sæmundsen. Þau þurfa að uppfylla kröfur og inn- heimt eru hjá þeim gjöld fyrir afnot ferðaþjónustunnar af svæðum í opin- berri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um að nýta takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Nú er leitað leiða til gjaldtöku af ferðamönnum vegna ágangs á ferðamannastaði. Margt er þar til umræðu en ferðamálaráðherra hefur mestan áhuga á að koma upp sérstökum ferðamannapassa sem veiti aðgang að sem flestum svæðum. Helgin 28.-30. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.