Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 37
H ótel Glymur er eitt af bestu hótelum á Ís-landi samkvæmt einum
virtasta ferðavef í heimi, Trip
Advisor.com. Þá valdi Lonely
Planet heitu pottana við Hótel
Glym meðal þeirra tíu bestu í
heimi. Hótelið er steinsnar frá
Reykjavík en aðeins tekur um
45 mínútur að aka frá miðbæn-
um sé keyrt um Hvalfjarðar-
göng. Að sögn Rögnu Ívars-
dóttur hótelstjóra er þó alltaf
yndislegt að keyra Hvalfjörðinn
á fallegum degi.
Skemmtilegar gönguleiðir
Hótel Glymur stendur í Saur-
bæjarhlíð og allt í kring eru
skemmtilegar gönguleiðir.
„Afar vinsælt er að ganga út að
Bæjargilinu. Sagan segir að hót-
elið standi á krossgötum álfa
og huldufólks og ef huldukonan
sýnir sig, er það þar,“ segir
Ragna. Fyrir botni Hvalfjarðar
er fossinn Glymur, hæsti foss
landsins, um 198 metra hár. Um
tíu mínútna keyrsla er þangað
frá hótelinu. Gangan að foss-
inum frá bílastæðinu tekur um
eina og hálfa klukkustund.
Eftir gönguna er
yndislegt að slaka
á í heitu pottunum.
Rómantík í
Hvalfirði
Gjafabréf á Hótel Glym með gistingu, þriggja rétta kvöld-
verði og morgunverði er tilvalin brúðkaupsgjöf. Við hótelið
eru notalegir heitir pottar þaðan sem dásamlegt útsýni er
yfir Hvalfjörðinn. Lonely Planet valdi pottana meðal þeirra
tíu bestu í heimi.
Í næsta nágrenni hótelsins er
ýmis afþreying í boði svo allir ættu
að finna eitthvað við sitt hæfi. „Hér
í bakgarðinum eru yndisleg veiði-
vötn, fjörur, mikið um sel, her-
námssetur, golfvöllur, sundlaug að
Hlöðum, fjórhjólaleiga, sjóstöng
og bátaleiga,“ segir Ragna.
Notalegt hótel
Notaleg stemning ríkir á hótel
Glym. Þar eru veitingastaður og
kaffihús með fjölbreyttu úrvali
veitinga. Á hótelinu eru 22 her-
bergi og þrjár lúxussvítur og er
ekkert herbergjanna eins inn-
réttað. Sunnan við hótelið eru sex
glæsileg heilsárshús, hönnuð á
afar vandaðan hátt með áherslu á
samræmi í umhverfi, litum og að-
búnaði. Stórfenglegt útsýni er yfir
Hvalfjörðinn úr stórum gluggum
sem snúa í suður.
Boðið er upp á margrómað
morgunverðarhlaðborð með fjöl-
breyttu úrvali. Alltaf er boðið upp
á heimabakað brauð, grafinn og
reyktan lax, margar tegundir af
kjötáleggi, osta og fleira.
Kaffihúsið er opið alla daga frá
klukkan 12 til 17 og veitingastað-
urinn frá 18.30 til 21.
Heimsins bestu heitu pottar
Tveir heitir pottar eru við hótelið og
þaðan er fallegt útsýni yfir Hval-
fjörðinn. „Eftir gönguna er yndislegt
að slaka á í heitu pottunum. Margt
göngufólk kemur við hjá okkur eftir
göngu á Glym og lætur þreytuna líða
úr sér,“ segir Ragna.
Ferðatímaritið Lonely Planet valdi
pottana á Hótel Glym meðal þeirra
tíu bestu í heimi og segir það allt sem
segja þarf um pottana og útsýnið.
Tilboð á gjafabréfum
Gjafabréf á hótel Glym er tilvalin gjöf
til brúðhjóna. Nú er tilboð á gistingu
í eina nótt á fallegu herbergi, glæsi-
legur þriggja rétta kvöldverður og
morgunverðarhlaðborð daginn eftir
á aðeins 19.900 krónur. Gjafabréfin
gilda alla daga í eitt ár. Opið er á
Hótel Glym alla daga ársins.
Nánari upplýsingar má nálgast
á vefnum www.hotelglymur.is og á
Facebook-síðunni Hótel Glymur.
Stórkostlegt útsýni er frá hótel Glym yfir Hvalfjörðinn. Þaðan liggur fjöldi skemmtilegra gönguleiða.
KYNNING
Helgin 30. maí-1. júní 2014 ferðlög 37