Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 28
Sergio Ramos, Spáni Aldur: 28 ára. Félag: Real Madrid (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 51/7 Landsleikir/mörk: 115/9 Spánverjar eiga titil að verja og skiptar skoðanir eru um hvort þeir séu sigurstranglegir nú. Verði Sergio Ramos í því formi sem hann var í síðustu vikur tímabilsins eiga þeir þó góðan séns því auk þess að fara á kostum í vörninni raðaði hann inn mörkum fyrir Real Madrid. Bruno Martins Indi, Hollandi Aldur: 22 ára. Félag: Feyenoord (Hollandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 31/2 Landsleikir/mörk: 13/2 Mikið er um unga og efnilega leikmenn í hollenska liðinu að þessu sinni og þessi ungi piltur verður í öftustu línu. Hann átti flott tímabil með Feyenoord og þykir óvenju traustur miðað við ungan aldur. Því er hvíslað að Louis van Gaal taki hann með sér til Manchester United að móti loknu en fleiri verða sjálfsagt um hituna. Giorgio Chiellini, Ítalíu Aldur: 29 ára. Félag: Juventus (Ítalíu) Leikir á þessu tímabili/mörk: 31/3 Landsleikir/mörk: 67/4 Juventus rúllaði upp ítölsku deildinni og það var ekki síst traustri vörn að þakka. Harðjaxlinn Chiellini hefur staðið fyrir sínu og er lykilmaður í ítalska landsliðinu. Varnartröllin á HM Tvær vikur eru nú í að HM í knattspyrnu hefst í Brasilíu. Fréttatíminn heldur áfram að hita upp og nú skoðum við þá tíu varnarmenn sem gætu skarað framúr á mótinu. Þeir eru hetjurnar sem fá ekki alltaf þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty Pepe, Portúgal Aldur: 31 árs. Félag: Real Madrid (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 49/5 Landsleikir/mörk: 57/3 Þessi er svo sannarlega ekki allra enda beitir hann öllum brögðum til að stöðva andstæðinginn. Enginn þarf þó að efast um að Pepe er frábær miðvörður og virðist verða betri með hverju árinu. Frammistaða hans með Real Madrid í leikjunum við Bayern München talar sínu máli. Philipp Lahm, Þýskalandi Aldur: 30 ára. Félag: Bayern München (Þýskalandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 50/1 Landsleikir/ mörk: 105/5 Einn af bestu bakvörðum heims síðasta áratuginn. Guardiola breytti honum reyndar í miðju- mann í vetur en Lahm verður í réttri stöðu í Brasilíu. Nú er hann ekki lengur ungur og efnilegur og í ljós kemur hvort hann og þjálfarinn Löw eru réttu mennirnir til að fara með liðið alla leið. Vincent Kompany, Belgíu Aldur: 28 ára. Félag: Manchester City (Eng- landi) Leikir á þessu tímabili/ mörk: 19/3 Landsleikir/mörk: 56/4 Kompany er eld- klár og ljónharður og ef hið spenn- andi lið Belga á að gera eitthvað í þessu móti verður hann að binda vörnina saman. Það gæti orðið vandasamt verk enda hafa allir varnarmennirnir fjórir (Vertonghen, Vermaelen og Alderweireld auk hans) verið meira og minna meiddir eða á bekknum hjá liðum sínum í vetur. Diego Godín, Úrúgvæ Aldur: 28 ára. Félag: Atletico Madrid (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 51/8 Landsleikir/mörk: 76/3 Frammistaða Godíns með Atletico Madrid í vetur hefur tryggt honum fjölda aðdáenda. Hann er útsjónarsamur varnarmaður og les leikinn vel en um leið sterkur. Hann er öflugur skallamaður eins og sannast á mörkum hans með Atletico. Pablo Zabaleta, Argentínu Aldur: 29 ára. Félag: Manchester City (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 44/1 Landsleikir/mörk: 35/0 Átti frábært tímabil á Englandi og var sem fyrr sterkur í vörninni en ekki síðri þegar hann brunaði eins og eimreið upp kantinn og tók þátt í sókninni. Zabaleta er hinn fullkomni bakvörður. Atsuto Uchida, Japan Aldur: 26 ára. Félag: Schalke (Þýskalandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 28/1 Landsleikir/mörk: 67/2 Nettur bakvörður sem vakið hefur athygli í þýsku deildinni. Hefur verið orðaður við Arsenal. Gæti verið lykilmaður ef lið Japans dettur í gang í keppninni. Thiago Silva, Brasilíu Aldur: 29 ára. Félag: Paris Saint-Germain (Frakklandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 42/3 Landsleikir/mörk: 45/2 Af mörgum álitinn besti varnarmaður heims um þessar mundir; eldfljótur, sterkur í loftinu, les leik- inn einstaklega vel og getur byrjað sóknir liðsins. Hann hefur einfaldlega allt og er holdgervingur nútíma varnarmannsins. 28 fótbolti Helgin 30. maí-1. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.