Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 78
6 veiði Helgin 30. maí-1. júní 2014 É g er svo heppinn að þekkja marga góða menn sem eru létt brjálaðir í veiðidellu sinni. Veiðiferðunum hefur því smám saman fjölgað enda er til- hneigingin sú að ef maður fer í veiðiferð á nýjar slóðir, þá er hún endurtekin að ári,“ segir Baldur Sigurðsson, dósent við Kenn- aradeild á menntavísindasviði Há- skóla Íslands. Baldur er forfallinn silungsveiði- maður en hefur að mestu látið lax- veiði vera. „Ég veiði eiginlega ekki lax nema í nauðvörn. Eða einhver bjóði mér í laxveiði,“ segir hann léttur í bragði. Má ekki bóka of mikið fyrirfram Þrír stórir veiðitúrar bíða Baldurs í sumar. „Ég fer á silungasvæðið í Vatnsdalsá um mánaðamótin júní-júlí með Brjáni Ingasyni, fágætisleikara og útgerðarbónda. Í kjölfarið fer ég í Laxá í Þingeyjar- sýslu með úrvalsholli undir stjórn Ásgeirs Steingrímssonar trompet- leikara. Það hefur verið fastur liður í lífi mínu síðan Díana dó. Í fyrsta skipti sem við bræður fórum í Laxá var komið fram í lok ágúst. Síðasta morguninn sat maður í stofunni sem komið hafði akandi frá Akureyri og færði okkur þau tíðindi að Díana væri látin. Ég get sumsé tímasett þessa veiðiferð en svo þarf ég reyndar alltaf að fletta því upp hvenær Díana lést. Sum- arið eftir var fyrsta hollið okkar með Ásgeiri. Þriðja stóra ferðin er í Veiðivötn. Ég var svo heppinn að vera varamaður í holli Eiríks Indriða Bjarnasonar húsasmiðs þar í fyrra og fæ að fara aftur í ár. Þar fyrir utan þarf að brúa nokkra daga frá túrnum í Vatnsdalsá og fram að Laxá. Ef ég þekki Brján rétt verður vandalaust að finna ódýr veiðileyfi á Norðurlandi í júlí og þá förum við ekkert úr vöðl- unum í tíu daga.“ Baldur segir að það sé jafn- vel mögulegt að hann fari bæði í Skjálfandafljót og aftur í Vatns- dalinn þó ekkert sé ákveðið í þeim efnum. „Maður má ekki bóka of mikið fyrirfram, það verða að vera lausir dagar sem ekki hefur verið ráðstafað. Bæði þarf að sinna öðrum áhugamálum, gönguferð- um og útivist, og barnabörnunum, og svo vantar stundum varamenn í góð holl hjá vinum og kunningj- um, og þá er leiðinlegt að verða að afþakka.“ Veiði eiginlega ekki lax nema í nauðvörn Baldur Sigurðsson, dósent við HÍ, er forfallinn silungsveiðimaður. Hann tekur þær fram yfir laxveiðina vegna verðlags á veiðileyfum en í silungsveiðinni kveðst hann geta bæði farið í fleiri ferðir og verið lengur í hvert sinn. 92 sentímetra skepna í Mýrdal Eins og allir alvöru veiðimenn lumar Baldur á fjölmörgum sögum af eftirminnilegum viðureignum á bakkanum. „Það var einn geysi- lega eftirminnilegur 92 sentí- metra sem ég fékk í Heiðarvatni í Mýrdal. Hann tók strikið út á þetta stóra vatn og ég hélt að hann myndi fara með alla línuna. Ég er yfirleitt með stöng númer fjögur sem hefur ekki mikið að segja í svona stórar skepnur en eftir langa mæðu náði ég honum. Ég var með fallega flugu frá Sigga málara sem hann tók en svo hafði „dropperinn“ krækst í sporðinn á honum þannig að það var auðvelt fyrir mig að mæla hann í fjörunni, þó ég væri ekki með málband, því taumurinn var strekktur frá kjaftinum að sporði. Þetta er ævintýri sem eng- inn hefur trúað því auðvitað fékk þessi höfðingi að fara.“ Baldur segir líka sögu af því þeg- ar hann setti í urriða í Þingvalla- vatni. „Hann var svo stór að ég vissi ekki að svona fiskar væru til nema í sögum. Ég var á bleikjuveiðum með sjö punda taum og átti ekki von á neinu svona. Ég stóð með stöngina í keng í næstum klukku- tíma. Að lokum kom hann svo nálægt landi að hann horfðist eitt augnablik í augu við Sigbjörn Kjart- ansson arkitekt, sem stóð á bakk- anum með silungsháfinn tilbúinn, og ég veit ekki hvor varð hræddari. Sigbjörn hljóp upp á land, henti frá sér háfnum og sagðist ekki koma nálægt þessu en urriðinn tók strikið út á vatn og sleit.“ Silungsveiðar hálft árið Baldur segir að verðlagið á veiðileyfum í laxveiði eigi sinn þátt í því að hann taki silungs- veiðina fram yfir. „Ef maður eyðir minna í veiðileyfi getur maður bæði farið oftar og verið lengur. Sumir laxveiðimenn fara bara í einn túr á ári en í silungs- veiðinni getur maður verið að frá apríl og fram í október. Þetta lengir sumarið. Þá verður minn- ingin um sumarið ekki bundin við þessar f jórar vikur sem maður tók í frí heldur teygir sig yfir hálft árið. Maður gleymir f ljótt þessum vinnudögum inni á milli.“ Baldur Sigurðsson er forfallinn silungsveiðimaður. Hér er hann sumarið 2005 við hornið á veiðihúsinu Rauðhólum í Laxárdal. Eflaust hefur flest fluguveiðiáhuga- fólk heyrt um Scott flugustangir. Stangirnar hafa verið á markaði á Íslandi í fjölda ára en Scott fyrirtæk- ið sjálft hefur verið starfandi síðan árið 1973 þegar maður að nafni Harry Wilson fór að smíða sínar eigin stangir í kjallaranum heima hjá sér. Harry sagði upp vinnu sem framkvæmdastjóri til að eltast við drauminn um að smíða flugustangir og þegar fyrirtækið óx flutti það til Colorado þar sem smíðastofur þess eru í dag. Scott stangir eru allar handsmíð- aðar í Bandaríkjunum í verksmiðju þeirra og þar er hver einasta stöng yfirfarin. Meira að segja vörumerki Scott og upplýsingar um stöngina eru handmálaðar á. Ef einhver ein stöng stenst ekki skoðun fer sú ekki í sölu. Allar stangirnar hafa lífstíð- arábyrgð og ef stöngin brotnar er sá hluti hennar lagaður. Nýjasta stöngin frá Scott, Radian var fyrsta flugustöngin til að vinna verðlaun sem besta nýjan varan á stærstu veiðisýningu Bandaríkj- anna, IFTD. Scott Radian Scott Radian var hönnuð af aðal- hönnuði Scott, Jim Bartschi með það í huga að stöngin væri á sama tíma hröð en samt veita góða tilfinn- ingu fyrir veiðinni og ekki vera of stíf. Til þess að ráða við þungar flug- ur, jafnvel sökktauma eða sökkenda og vind þurfa stangir að vera stífar og hraðar. Þá er það aðeins fremst í toppnum sem stöngin svignar nema undir miklu álagi og við það missir veiðimaður ákveðna tilfinningu við veiðarnar. Mýkri stangir veita meiri tilfinningu en henta verr í miklu roki og eins með þungar flugur eða sökkenda. Scott Radian sameinar kosti hröðu og mjúku stangarinn- ar í einni stöng. Í raun má segja að stöngin sé hönnuð með erfiðustu aðstæður á Íslandi í huga. Ímyndum okkur dag við veiðar sem gæti sannarlega átt við íslenska náttúru. Þú kemur í hús og byrjar að veiða seinni parts vakt. Það hefur ekki rignt í 2 vikur og áin er vatns- lítil. Þú byrjar með flotlínuna þína og pínulitlar flugur og það þarf að fara mjög varlega. Daginn eftir er sama uppi á teningnum en rétt fyrir hlé byrjar að blása og rigna hressi- lega. Klukkan 16 þegar seinni vaktin hefst hefur vaxið duglega í ánni og það er kröftugur vindur. Þú skiptir um taktík en veiðir með sömu stönginni og um morguninn þar sem Scott Radian ræður við báðar aðstæður; viðkvæma vatnið, löngu taumana og litlu flugurnar en á sama tíma rokið, mikla vatnið og þungu túpurnar. Þetta má líka heimfæra á silungs- veiðina þar sem Scott Radian ræður við viðkvæmustu þurrfluguveiðina og á sama tíma veiði með púpum eða straumflugum. Kynning um helgina Það væri hægt að fara í langa upp- talningu á allri nýju tækninni sem notuð hefur verið við hönnunina á Scott Radian en þess í stað hefur Veiðivon, Mörkinni 6, ákveðið að bjóða öllu áhugafólki um fluguveið- ar að koma í búðina helgina 31. maí og 1. júní til þess að læra meira um þessa frábæru stöng og prófa hana. Á staðnum verður sérfræðingur frá Scott sem mun fræða fólk um Scott Radian ásamt því að tala um aðrar gerðir Scott stanga. Hann mun líka kynna línur frá Scientific Anglers og allir geta fengið að prófa. Sett verður upp kasttjörn á svæðinu til Scott flugustangir – handsmíðaðar í Bandaríkjunum þess að hægt sé að kasta nýju Scott Radian tvíhend- unum á vatni. Á sama tíma verður haldin hin árlega kynning á því hvernig hægt er að gera við Simms Gore-Tex vöðlur en sérfræðingar frá Simms verða í Veiðivon, Mörkinni 6, alla helgina. Stjáni Ben, Haukur Jóhannsson og Björn K. Rúnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.