Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 48
48 ferðalög Helgin 30. maí-1. júní 2014  Flugvélamatur Flestir þurFa eitthvað í gogginn VATNSHELDAR TÖSKUR OG SJÓPOKAR margar gerðir, stærðir og l itir í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, s ími : 564 5040 Duffle Big Zip Rack-Pack X-tremer PS 10 Moto dry bag PD 350 Sölustaðir: Ellingsen Útilíf Smáralind og Glæsibæ PD 350 þ að tekur sjaldnast minna en þrjá tíma að fljúga héðan til útlanda og þeir sem ekki borða í flugstöðinni fyrir brottför þurfa líklega á einhverri næringu að halda í háloftun- um. Það getur líka verið skynsamlegt að fá sér í svanginn um borð því það er ekki alltaf hlaupið að því að finna matarbita stuttu eftir lendingu. Flestir kaupa eitthvað Samkvæmt lesendakönnun Túrista sögðust aðeins níu prósent svarenda aldrei fá sér vott né þurrt í flugi. Þúsund svör fengust í könnuninni og hún því ágætis vísbending um að yfirgnæfandi meirihluti íslenskra flugfarþega fái sér einhverja hressingu á leiðinni til og frá landinu. Flestir sennilega til að seðja sárasta hungrið en senni- lega er óhætt að fullyrða að margir kaupi sér eitt- hvað aðeins til að drepa tímann. Hvað kostar maturinn um borð? Hinn klassíski flugvélamatur er sjaldséður um borð í vélunum sem fljúga frá Keflavík. Verðlagning á samlokunum og drykkj- unum sem nú eru í boði eru hjá flugfélögunum er mjög misjöfn. Næstum allir rukka aukalega Sá tími er nærri liðinn að matur- inn sé innifalinn í miðaverðinu, alla vega á ódýrasta farrými. Stundum fá börnin þó ókeypis barnabox með mat og drykk og þeir fullorðnu samlokur. Hjá sumum flugfélögum fylgja óáfengir drykkir með í kaupunum á meðan aðrir rukka fyrir allt. Það á til dæmis við flest lággjaldaflug- félögin sem hingað fljúga. Fjög- urra manna fjölskylda borgar því að lágmarki tæpar fjögur þúsund krónur fyrir samloku og vatns- flösku handa hverjum og einum. Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan er verðlagning á matseðl- um flugfélaganna mjög misjöfn. Verðin voru fundin á heimasíðu flugfélaganna og stuðst var við gengi dagsins þegar verð erlendu flugfélaganna voru umreiknuð í krónur. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Flugfélag Vatn/gos Kaffi Samloka Bjór Icelandair Innifalið Innifalið 900 kr. 700 kr. Wow Air 250 kr. 350 kr. 690 kr. 650 kr. Airberlin Innifalið Innifalið Innifalið 700 til 800 kr. Delta Innifalið Innifalið 1015 kr. 677 kr. Easy Jet 384 kr. 462 kr. 846 kr. 770 kr. Flybe 264 kr. 472 kr. 755 kr. 755 kr. FlyNiki Innifalið Innifalið Innifalið 700 til 800 kr. German Wings 461 kr. 385 kr. 600 kr. 461 kr. Lufthansa Innifalið Innifalið Innifalið Innifalið Norwegian 461 kr. 461 kr. 1077 kr. 770 kr. Primera Air 250 kr. 400 kr. 700 kr. 650 kr. SAS 461 kr. Innifalið 923 kr. 770 kr. Transavia 383 kr. 422 kr. 767 kr. 575 kr. Hjá easyJet borga farþegar fyrir allar veitingar líkt og tíðkast hjá lággjaldaflugfélögunum. Mynd easyJet Tafla flugvélamatur þ að þarf ekki að vera mikið mál að halda dýrðarinnar grillveislu. Hjá Kjötkompaníinu er boðið upp á grill-veislu með öllu tilheyrandi og það eina sem gestgjaf- inn þarf að gera er að tendra upp í grillinu og skella kjötinu á. Með grillveislupakka Kjötkompanís fylgja tvenns konar kartöflusalöt, ferskt salat, sósa og hægt er að velja um nokkrar tegundir af lambakjöti og nautakjöti eða grísahnakka. „Við græjum matarboðið frá A til Ö og erum með kjötið, sósuna, meðlætið og jafnvel forréttinn og eftirréttinn líka,“ segir Jón Örn Stefánsson, matreiðslumaður og eigandi Kjötkompanís. Hjá Kjötkompaníi er einnig veisluþjónusta og hafa smárétt- irnir og grillspjótin gjörsamlega slegið í gegn. „Allt kjötið hjá okkur er í hæsta gæðaflokki. Þegar kemur að nautakjöti, þá á fólk almennt að spyrja kjötkaupmanninn að því hvað kjötið sé vel hangið. Svarið sem þú átt að fá að heyra er 24 til 30 dagar, það getur þú stólað á hjá okkur,“ segir Jón Örn. Ráðlegt er að panta grillveislu með eins dags fyrirvara, hið minnsta. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum kjotkomp- ani.is og á Facebook-síðunni Kjötkompaní. Verslunin er að Dalshrauni 13, í Hafnarfirði. Girnileg grillveisla án fyrirhafnar Allt kjötið hjá Kjötkompaníi er í hæsta gæðaflokki. Jón Örn Stefánsson, matreiðslumaður hjá Kjötkompaníinu. „Við græjum matarboðið frá A til Ö og erum með kjötið, sósuna, með- lætið og jafnvel forréttinn og eftirréttinn líka,“ segir hann. KYNNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.