Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 32
A ðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt í nóvember 2013. Skipulagið setur línurnar fyr- ir þróun borgarinnar til ársins 2030 sem í megindráttum leggur áherslu á þéttingu byggðar við sundin auk áherslu á græn svæði og vistvænan samgöngumáta. Svæðið í kringum Hörpu og Reykjavíkurflugvöll eru þau svæði sem hafa verið hvað mest í umræðunni eftir að aðalskipulagið var samþykkt en samkomulag milli borgar og ríkis gerir nú ráð fyrir að flugvöllurinn víki ekki fyrr en 2020. Gildandi aðalskipulag setur fram meginstefnu um þróun borgarinnar en sú stefna er svo frekar útfærð í deiliskipulagi. Í deiliskipulagi eru settar línur um byggingarmagn lóða, hæðir húsa, yfirbragð og fleira. Í gildi eru fjölmargar deiliskipulag- sáætlanir sem eru eldri en nýsam- þykkt aðalskipulag og meðal þess er skipulagið í kringum Hörpu, sem kallast Austurhöfn, en það var sam- þykkt árið 2006 að undangenginni skipulagssamkeppni. Úrelt deiliskipulag Sú mynd sem teiknuð hefur verið upp af svæði Austurhafnar er nokkuð á skjön við áherslur borgarinnar í dag og þær hugmyndir sem nýtt aðalskipulag vill endurspegla. Hægt er að lesa um það á vef borgarinnar; „Einkenni Reykjavíkur er lágreist byggð og þannig verður borgin áfram í nýju aðalskipulagi Reykjavík- ur 2010-2030. Hús verða ekki hærri en fimm hæðir innan gömlu Hring- brautar í Reykjavík enda mun svæðið njóta sérstakrar hverfisverndar. Gamli bærinn verður styrktur og saga hans og sérkenni efld. Háhýsi eiga ekki heima í miðborginni.“ Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri um- hverfis-og skipulagssviðs Reykjavík- urborgar, segir skipulagið vera barn síns tíma. „Það er mikið byggingar- magn þarna. Ef við værum að gera þetta deiliskipulag núna, í samræmi við nýtt aðalskipulag, þá væri það eflaust af öðrum toga. Nú er áhersla á staðaranda og sérkenni Reykjavík- ur og tengsl við eldri byggð höfð að leiðarljósi við þéttingu byggðar. En eldri deiliskipsáætlanir falla ekki úr gildi þó við setjum nýja stefnu í aðal- skipulagi.“ Breytingar í takt við nýtt aðal- skipulag Deiliskipulagið við Austurhöfn var endurskoðað fyrr á árinu og er nú á lokametrum samþykktarferlis. Sam- hliða var farið í samningaviðræður við lóðarhafa vegna breytinganna. „Í kjölfarið hefur byggingarmagnið minnkað aðeins og byggingar verið lækkaðar. Byggingarnar eru samt sem áður ennþá háar. Skipulagsyfir- völd eru mjög meðvituð um það um hversu viðkvæmt svæði er um að ræða. Þær teikningar sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eru ekki samþykkt áform og langur vegur frá því að þær hafi fengið nægilega umfjöllun. Við munum auðvitað gera mikla kröfur um yfirbragð og ásýnd húsanna sem þarna munu rísa. Í mín- um huga er um að ræða massastúdí- ur sem eru í vinnslu,“ segir Ólöf. Hilmar Þ. Björnsson arkitekt telur breytingar borgarinnar á gamla deili- skipulaginu ekki ganga nógu langt. „Borgin vann af mikilli alúð að undirbúningi að samkeppninni um svæðið umhverfis Ingólfstorg sem lauk árið 2012. Þar var markvisst unnið að því að halda í staðaranda og sérkenni miðborgarinnar. Áherslan þar var í samræmi við skipulag Kvosarinnar frá árinu 1986 þar sem hæðir húsa voru stallaðar frá tveimur upp í sex hæðir. Þess vegna kemur það mér á óvart að öll sú vinna og umræða hafi ekki skilað sér í nýju deiliskipulagi við Austurhöfn. Hlut- föllin þar eru algjörlega á skjön við það sem menn höfðu áður sæst á. Við endurskoðun deiliskipulagsins voru aðalbreytingarnar þær að gatnamót Tryggvagötu og Kalkofnsvegar voru lagfærð og húsin lækkuð aðeins. Það sem þurfti að gera var að leggja áherslu á að deiliskipulagið tæki mið af þeirri stefnu sem tekið hefur verið mið af í Kvosinni, með styttri hús- lengdum, stölluðum húsahæðum, kannski frá þrem upp í sjö og auðvit- að með fjölbreytilegri húsagerðum,“ segir Hilmar. Hagsmunaárekstrar Hilmar segir hluta vandans við Hörp- ureitinn vera hægt að rekja til þess óvenjulega verklags sem eigi sér stað á lóðunum. „Kannski er hluta skýringarinnar að finna í því óvenjulega verklagi að hönnuðirnir eru beinir hags- munaaðilar á hluta svæðisins og eru að hanna hús fyrir sjálfa sig,“ segir Hilmar og vísar þar til T-ark stofunnar sem hannar lóðina vestan við Hörpu en á einnig hlut í lóðinni. Það geti vakið upp spurningar um samfélagslega ábyrgð og hagsmuna- árekstra. „Þarna er lóðareigandinn og hönnuðurinn sami aðilinn og því vantar hinn hefðbundna millilið, sem er arkitektinn. Arkitekt starfar venjulega fyrir lóðareiganda í þágu samfélagsins. Hans hagsmunir eiga að snúast um það hvað umhverfið og samfélagið fái út úr byggingunni. En þegar arkitekt er orðin lóðareig- andi þá ráða hagsmunir hans, frekar Vandræðin við Austurhöfn Gamla deiliskipulagið við Austurhöfn er á skjön við breyttar áherslur borgarinnar í dag og þær hug- myndir sem nýtt aðalskipulag vill endurspegla. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis-og skipulags- sviðs Reykjavíkurborgar, segir deiliskipulagið vera barn síns tíma en erfitt sé að fella gömul deiliskipulög úr gildi. Hilmar Þ. Birgisson arkitekt segir hluta vandans mega rekja til óvenjulegs verklags á lóðunum en hönnuðir bygginganna eru í sumum tilfellum einnig eigendur lóðanna. en samfélagsins, ferðinni. Því fleiri íbúðir og því auðveldari bygging því hagkvæmara fyrir lóðareiganda. Sem arkitekt á maður í endalausum sam- tölum við húsbyggjanda um hluti sem kosta peninga, hér er það samtal ekki til staðar.“ Erlendis tíðkast í mun meira mæli en hérlendis að deiliskipulagsáætlanir og nýjar byggingar í miðbæ fari í gegnum hönnunarsamkeppnir, sem eru hugs- aðar sem tæki til að auka gæði hins manngerða umhverfis. Þá gildir einu hvort um er að ræða lóð í eigu borgar eða í einkaeign. Nú hafa allar lóðir á svæði Austurhafnarinnar verið seldar, utan einnar, en Harpa er eina húsið á svæðinu sem hefur farið í gegnum hönnunarsamkeppni. Nú er það alfarið í höndum eigenda að setja fram tillögur, sem þó þurfa alltaf að vera samþykktar af borginni. Hönnunarsamkeppnir Ólöf segir borgina leggja áherslu á það að halda hönnunarsamkeppnir bæði um skipulag og nýbyggingar og að stefnan sé að gera meira af því. Metnaður þeirra sem vilja byggja í Reykjavík þurfi að vera af þeim toga að hvert nýtt hús endurspegli hið besta úr byggingarlist samtímans um leið og nærumhverfinu sé sýnd virðing. Nýlega var samþykkt í umhverfis-og skipulagsráði að stofna faghóp með Arkitektafélagi Íslands og landslagsarkitektum sem mun hér eftir gefa umsögn um allar byggingar á lykil- svæðum í borginni. „Það er ekki síst gert til þess að borgin hafi góð verkfæri til að tryggja gæði þess nýja sem á að byggja. Persónulega finnst mér að allar byggingar á lykilsvæðum í Reykjavík þyrftu að fara í gegnum hönnunar- samkeppni, eins og til dæmis er gert í Finnlandi. Við hvetjum til slíkra vinnu- bragða í gæðastefnu um hið mann- gerða umhverfi sem er hluti af aðal- skipulaginu en skortir kannski áhöldin til að krefjast þess að farin sé sú leið af lóðarhöfum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis-og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hilmar Þ. Birgisson arkitekt segir óvenjulegt verklag eiga sér stað á lóðunum við Austur- höfn sem vekji upp spurningar um samfélagslega ábyrgð og hagsmunaárekstra. „Þær teikningar sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eru ekki samþykkt áform og langur vegur frá því að þær hafi fengið nægilega umfjöllun. Við munum auðvitað gera mikla kröfur um yfirbragð og ásýnd húsanna sem þarna munu rísa. Í mínum huga er um að ræða massastúdíur sem eru í vinnslu,“ segir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis-og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. 32 fréttaskýring Helgin 30. maí-1. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.