Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 8
Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is Viðskiptavit er ekki meðfætt - það er lært VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD BS nám í viðskiptafræði Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á metnaðarfullt, fjölbreytt og framsækið nám. Deildin hefur gegnt forystuhlutverki í menntun stjórnenda og sérfræðinga á sviði viðskiptafræði í sjö áratugi. Þetta er nám sem gerir kröfur samhliða því að veita góða fræðilega undirstöðu, virkja sköpunarkraftinn og hvetja til agaðra vinnubragða. Það er metnaður Viðskiptafræðideildar að tryggja nemendum góða menntun sem nýtur trausts í samfélaginu og hefur á sér gæðastimpil. Umsóknarfrestur er til 5. júní Hægt er að sækja um rafrænt á www.vidskipti.hi.is. Umsókninni þarf að fylgja afrit af stúdentsprófsskírteini. Boðið er upp á fjögur kjörsvið til BS gráðu í viðskiptafræði: • Fjármál • Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti • Reikningshald • Stjórnun www.hi.is Hátíð hafsins er haldin um helgina í sext- ánda sinn. Hátíðin samanstendur af tveim- ur hátíðardögum, Hafnardeginum sem haldinn er á laugardaginn og Sjómanna- deginum, sem haldinn er á sunnudeginum. Hátíðin hefur þróast ár frá ári og nú í ár var farið í að afmarka betur svæði hátíðar- innar sem nær núna frá Hörpu, gegnum Gömlu höfnina, Grandagarð og út að HB Granda. Þrjú útisvið verða á svæðinu en við Gömlu höfnina verður lögð áhersla á skemmtiatriði milli klukkan fjögur og sex. Flest veitingahúsin bjóða upp á smakk og tilboð á sjávarréttum. Vegleg hátíðar- dagskrá Sjómannadagsráðs verður að venju haldin klukkan tvö á sunnudaginn á Grandagarði og verður send út í beinni útsendingu á RÚV. Á sviði við HB Granda verður á sunnudeginum lögð áhersla á upp- ákomur fyrir yngstu kynslóðina. Öll höfnin mun beinlínis iða af lífi. Boðið verður upp á dorgveiði, listasmiðjur og sýningu á furðufiskum, jafnt sem harmon- ikkuleik, vöfflur og kaffi. Nánari dagskrá er á vefnum Hatidhafsins.is  Sjómannadagurinn reykjavíkurhöfn iðar af lífi um helgina á hátíð hafSinS Hátíð hafsins um helgina Auk hátíðardagskrár í tilefni Sjómanna- dagsins verður mikið um að vera fyrir yngstu kynslóðina. Ljósmynd/Hatidhafsins.is g rjótkrabbi er lítill krabbi en samt um tvöfalt stærri en trjónukrabbarnir sem finnast í fjörunni. Það er hægt að fá ágætismáltíð fyrir einn úr tveim- ur til þremur grjótkröbbum ásamt meðlæti,“ segir Ylfa Helgadóttir, yfirmatreiðslumeistari og eigandi veitingastaðarins Kopar við gömlu höfnina í Reykjavík. Um helgina, á Hátíð hafsins, verður hún með til sölu heila foreldaða grjótkrabba sem fólk getur notið heima við. Grjótkrabbi fannst fyrst við strendur Íslands árið 2006 en hann er nú algengastur í Hvalfirði auk þess sem hann hefur fundist víða við vestanvert landið. Talið er að sú hlýnun sem hefur orðið hér við land á síðastliðnum árum hafi tölu- verð áhrif á útbreiðslu og viðgang grjótkrabbans. Kopar opnaði fyrir ári og ákvað Ylfa að hafa grjótkrabba á mat- seðlinum. „Ég hafði aðeins heyrt um þessa afurð þegar Hafrann- sóknastofnun hafði samband við mig sumarið 2012 og var þá verið  krabbakjöt á hátíð hafSinS verður hægt að kaupa heilan grjótkrabba Tveir til þrír grjótkrabbar duga í máltíð fyrir einn ásamt með- læti. Ljósmynd/Hari Gómsætur grjótkrabbi Grjótkrabba hefur fjölgað við strendur landsins og freistar hann margra sælkera enda kjötið sérlega bragðgott. Kopar var á síðasta ári fyrsti veitingastaðurinn í Reykjavík til að setja grjót- krabba á matseðilinn en á Hátíð hafsins er boðið upp á þá nýbreytni að kaupa krabbann heilan og njóta heima við. að kanna grundvöll þess að setja krabbann á markað. Þegar ég opnaði veitingastað hálfu ári síðar fannst mér liggja beinast við að nýta grjótkrabbann. Bragðið af hon- um er einstaklega skemmtilegt. Margir hafa smakkað krabbakjöt, hvort sem það er af snjókrabba eða kónga- krabba. Munurinn er að grjótkrabbinn er minni og þeg- ar hráefnið er í minni mynd verður það oft bragðmeira og aðeins sætara. Það er virkilega ferskt skelfiskbragð að honum,“ segir Ylfa. Grjótkrabbinn er ekki borinn fram heill á veitinga- staðnum heldur er þar hægt að fá krabbakökur og krabbasúpu, en þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig á honum heilum geta keypt hann hjá Ylfu um helgina. „Ég ákvað að það væri einfaldara að selja hann forsoðinn því við erum að kynna þessa vöru fyrir fólki. Það eina sem þarf að gera er þá að stinga honum í sjóðandi vatn í örfáar mínútur eða hita á annan hátt,“ segir hún en þrír krabbar saman í poka verða á 2500 krónur. Mælt er með því að borða hann innan tveggja daga, en þó er hægt að frysta hann og setja síðan frosinn í sjóðandi vatn þegar þar að kemur. „Það er ákveðin tækni við að brjóta skelina og ná kjötinu út. Þjóðir við Miðjarðarhafið eru þaul- vanar þessu en hjá byrjendum tekur þetta smá tíma. Það þarf að snúa lappirnar af, brjóta skelina og plokka svo innan úr krabbanum. Það er hægt að gera þetta að góðri samverustund, setjast saman niður jafnvel með hvítvínsglas og spjalla, og gæða sér á krabba. Hann er mjög góður með fersku salati, ólífuolíu og sítrónusneið, salti og pipar. Þá eru komin með sannkallaða veislu,“ segir hún. Ylfa bendir á að hingað til hefur mest af dagskránni á Hátíð hafsins verið við Grandagarð en í ár verður einnig mikið um að vera við gömlu höfnina þar sem Kopar er. „Hér eru margir veitingastaður, gallerí og litlar verslan- ir. Í fyrsta skipti verður nú líka svið við smábátahöfnina og það verður nóg um að vera um helgina,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ylfa Helga- dóttir er yfirmatreiðslu- meistari og eigandi veit- ingastaðarins Kopar sem var fyrsti veitinga- staðurinn í Reykjavík til að setja grjótkrabba á matseðilinn. Ljósmynd/Hari 8 fréttir Helgin 30. maí-1. júní 2014 *ATH. takmarkað magn á einstökum vörum. sala@nyherji.is // 569 7700 Bleksprautuprentarar, fjölnotaprentarar, laserprentarar, ljósritunarvélar og teikningaprentarar. Prentaradagar Allt að 40% afsláttur*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.