Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 52
Verðlaunavín Gyllta glasins 52 matur & vín Helgin 30. maí-1. júní 2014  vín vikunnar Vín úr þurrkuðum þrúgum Appassimento er nafn á ævafornri ítalskri víngerðaraðferð þar sem þrúgurnar eru þurrkaðar áður en þær eru not- aðar. Þrúgurnar eru þurrkaðar í um 4 mánuði. Þessar þurrkuðu þrúgur eru svo í fyrstu atrennu notaðar til að gera Amarone-vín sem fyrir vikið eru mjög þroskuð sýrulítil vín með mikilli fyllingu og háu alkóhólmagni, oft meira en 15%. Þegar þrúgurnar eru svo pressaðar í annað sinn og blandað í Valpolicella- vín verður til Ripasso-vín. Ripasso-vínum svipar einmitt til vína sem nota appassimento í nafni og þú getur gengið að því vísu að hluti þrúgnanna í appassimento-víninu hafi verið þurrk- aður. Svoleiðis vín koma ekki endilega bara frá Valpolicella- svæðinu á Norður-Ítalíu. Þessi tegund vína hefur verið að slá í gegn hjá frændum okkar í Skandinavíu enda er hægt að gera verulega góð kaup í þessum vínum, ekki síst í kassavínum. Þau eru yfirleitt kröftug, alkóhólrík og með töluverða fyllingu og jafnvel rúsínukeim. Vín vik- unnar er engin undantekning. Þar er ágætis fylling með plómum, smá súkkulaði og rúsínukeim. Þetta er vín til að drekka með kjöti, kraftmiklu kjöti og villibráð. Það sómir sér líka vel með bragðsterkum harðostum. Casa Vinironia Appassimento Edizione Oro Gerð: Rauðvín Uppruni: Ítalía, 2012 Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: kr. 2.498 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Föstudagspizzan Pizza kjötelskandans er bökuð úr Kornax brauðhveitinu Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L D ómnefndina skipuðu 30 þekktir vínsérfræðingar, vínbirgjar, reyndir vín- áhugamenn innan veitingageir- ans og kennarar við Hótel og veit- ingaskóla Íslands. Að sögn Ölbu E. H. Hough, yfirdómara keppn- innar og margfalds Íslandsmeist- ara vínþjóna, tókst mjög vel til í ár við smökkunina. „Við vorum virkilega ánægð með hvernig gekk. Þetta er mest krefjandi blindsmökkun sem fram fer á Ís- landi. Smakkið fer alltaf stækk- andi ár frá ári og við viljum verð- launa vín á þessu verðbili því þau fá því miður takmarkaða athygli neytenda. Langmest er keypt af vínum undir 2.000 kr. og ef fólk vill gera vel við sig er farið yfir 3.500 kr. en það vill gleymast að það eru mörg hágæðavín á þessu verðbili og bara með því að bæta við nokkur hundruð krónum geta Íslendingar breytt því hvernig þeir njóta matar og víns í fram- tíðinni.“ Gyllta glasið veitt í tíunda sinn Keppnin um Gyllta glasið 2014 var haldin í 10 sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands í síðustu viku. Í ár, líkt og í fyrra, kepptu vín í verðflokknum frá 2.490 kr. til 3.500 kr. Víninn- flytjendur völdu vín til keppninnar og máttu þau koma frá öllum heiminum. Þátttakan var frábær og alls tóku 113 vín þátt í keppninni frá 11 innflytjendum. Hvítvín Trivento Golden Reseve Chardonnay Ár: 2013 Verð: 2.999 kr. Villa Maria Organic Cellar Sauvignon Blanc Ár: 2012 Verð: 3.188 kr. Vicaŕ s Choice Pinot Gris Ár: 2013 Verð: 2.499 kr. Tiki Estate Sauvignon Blanc Ár: 2011 Verð: 2.698 kr. Tommasi Le Rosse Pinot Grigio Ár: 2013 Verð: 2.499 kr. Torres Gran Vina Sol Chardonnay Verð: 2.549 kr. Villa Maria Organic Private Bin Sauvignon Blanc Ár: 2012 Verð: 2.999 kr. Pfaffenheim Gewurztraminer Ár: 2012 Verð: 2.650 kr. Willm Riesling Reserve Ár: 2013 Verð: 2.499 kr. Alphart Neuburger Hausber Ár: 2013 Verð: 2.599 kr. Rauðvín Peter Lehmann Portrait Shiraz Ár: 2012 Verð: 2.599 kr. Carmenn Gran Reserva Cabernet Sauvignon Ár: 2010 Verð: 2.999 kr. Windham Bin 555 Shiraz Ár: 2012 Verð: 2.599 kr. Rosemount Shiraz Ár: 2012 Verð: 2.650 kr. Altano Reserva Quinta do Ataide Ár: 2009 Verð: 3.496 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.