SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 8

SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 8
8 á þiNgi ssf árið 2010 stóð ssf fyrir kyNNiNgu á vottuN fjármálaráðgjafa. Var það Vibeke Ulvin frá Finansforbundet í Noregi sem kynnti framgang verkefnisins þar í landi fyrir þinggestum, ásamt því að mannauðsstjórum frá bönkum og sparisjóðum var boðið að hlýða á erindið. Eftir kynninguna þá bauðst mannauðsstjórum að spyrja Vibeke út í fyrirkomulag vottunar þar í landi. Næsta skref var stofnun stýrihóps sem samanstóð af fulltrúum frá Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankanum, Sparisjóðunum, MP banka og SSF. Stýrihópurinn fór yfir fyrirkomulag Vottunar fjármálaráðgjafa í löndunum í kring, þar sem vegnir voru kostir og gallar hvers kerfis fyrir sig. Að lokum varð fyrirkomulagið í Noregi fyrir valinu. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Háskólinn á Bifröst, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, Samtök fjármálafyrirtækja og SSF gerðu síðan samstarfssamning sumarið 2011 um aðkomu að verkefninu „Vottun fjármálaráðgjafa“. Samstarfssamningurinn hefur það markmið að auka áreiðanleika og trúverðugleika vottunar en með því skrefi var lagður traustur grunnur að þeirri þekkingu og færni sem vottun fjármálaráðgjafa byggir á. • Samstarfsaðilar Vottunar fjármálaráðgjafa tryggja faglega og sameiginlega ábyrgð á undirbúningsnámi til vottunar og gerð og framkvæmd vottunarprófa • Samstarfsaðilar hafa samvinnu á milli háskóla um próf- efnislýsingu • Vottunarnefnd sem skipuð er samstarfsaðilum staðfestir prófskírteini vottaðra fjármálaráðgjafa • Samningurinn felur í sér aukið hlutleysi sem eykur áreiðan- leika og trúverðugleika vottunar. Vottun fjármálaráðgjafa er hluti af alþjóðlegri þróun og hefur sú krafa verið gerð að fjármálaráðgjafar séu með tilskilin réttindi til að mega veita fjármálaráðgjöf. Sem dæmi fara fjármálaráðgjafar á Norðurlöndunum í gegnum slíka vottun. Eins og áður hefur komið fram þá er fyrirmynd Vottunar fjármálaráðgjafa á Íslandi eins og fyrirkomulagið er í Noregi en þeir hófu vottun árið 2008. Fyrsta árið var fall mikið eða um 40% en þátttakendur höfðu rétt á að taka prófin þrisvar sinnum og prófað var í öllum fagþekkingarhlutanum í einu og síðan eitt raunhæft verkefni. Ef viðkomandi féll í öll skiptin þá var honum ekki heimilt að taka prófið aftur nema að sýnt hafi verið fram á að viðkomandi þátttakandi hafi lagt á sig meira nám til að undirbúa sig fyrir að taka prófið í fjórða skiptið. Fjöldi vottaðra fjármálaráðgjafa í Noregi sýnir að þeir taka tilgang og markmið verkefnisins alvarlega. Á Íslandi er fyrirkomulagið alveg eins uppbyggt að því undanskildu að prófað er eftir hvern og einn efnishluta þ.e. náminu var skipt niður í smærri einingar og síðan er eitt raunhæft verkefni. vOTTun fjármálaráðgjafa útskriftarhóPur fjármálaráðgjafa 2012

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.