SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 21

SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 21
21 aNdrés erliNgssoN 2. varaformaður Andrés Erlingsson er sérfræðingur í CRM (Customer Relationship Management) í Sölu- og þjón- ustudeild Landsbankans. Andrés hefur starfað innan fjármálageirans í 9 ár en í CRM í 16 ár. Áður starfaði hann sem verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Hugvit hugbúnaðarfyrirtæki og sem sérfræðingur í skjalastjórn hjá Borgar- skjalasafni. Hann hefur verið trúnaðarmaður hjá bankanum, er varaformaður starfsmannafélagsins og hefur setið í stjórn þess síðastliðin 7 ár. Andrés gegnir formennsku jafnréttisnefndar Landsbankans. Hann er einnig formaður Lionsklúbbsins Ægis. Andrés er giftur Gyðu Sigurlaugsdóttur og eiga þau 2 dætur. Áhugamálin eru tengd félagsmálum, fjölskyldunni og sumarhúsinu. aNNa kareN hauksdóttir 1.varaformaður Anna Karen er formaður starfsmannafélags Íslandsbanka, starfsmaður á skrifstofu félagins og er varamaður í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Anna hefur lokið Rekstrar- og Viðskiptanámi í HÍ og stundar nám með vinnu í VMV í HÍ. Hún hefur verið stjórnarmaður í SSF síðan 2004 og 1. varaformaður frá 2007. Hún situr í framkvæmdastjórn, sinnir stefnumótun félagsins, auk þess að vera í kjaranefnd og stjórn Styrktarsjóðs SSF. Anna hefur átt sæti í stjórn NFU (Nordic Financial Unions) síðan 2009. (SSF er aðili að NFU sem telja 7 aðildarfélög frá öllum Norðurlöndum og 160.000 félaga.) Anna Karen á tvo syni. Helstu áhugamál eru félagsmál, golf, fjallgöngur og auðvitað á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. aNNa kristíN björNsdóttir gjaldkeri Anna Kristín er sérfræðingur á viðskiptabankasviði Arion banka. Anna hóf starfsferil sinn innan fjármálageirans hjá SPRON árið 2000 sem fyrirtækjafulltrúi, var síðan lánastjóri í nokkur ár og um vorið 2008 tók hún við sem þjónustustjóri fyrirtækjamála og aðstoðarútibússtjóri í Ármúlaútibúi SPRON. Vorið 2009 hóf hún störf sem sérfræðingur í fyrirtækjalánum á lánaborði viðskiptabankasviðs hjá Arion banka. Auk vinnu í fjármálageiranum þá hefur Anna Kristín rekið ásamt sambýlismanni sínum, Sturlu Péturssyni, Hjólbarðaverkstæðið Gúmmívinnustofuna í 10 ár. Fyrri starfsreynsla eru almenn skrifstofustörf og bókhaldsvinna að afloknu háskólanámi en hún lauk viðskipta- fræðiprófi frá CBS í Kaupmannahöfn 1998 og fór svo í verðbréfanám árið 2004 og er löggiltur verðbréfamiðlari. Anna Kristín hefur sinnt jafnræðismálum innan SSF síðustu árin og í samstarfi við önnur stéttarfélög á norður- löndum sem eru innan NFU. Anna Kristín er í sambúð og á tvö börn, 19 ára son og 2 ára dóttur. Helstu áhugamál hennar eru fjölskyldan og ýmis konar útivist. Hún hefur gaman af ferðalögum og fjallgöngum. stjórN ssf 2013- 2016 Á 45. þingi SSF sem haldið var á Hótel Selfossi dagana 14. – 15. mars sl. var kosin 11 manna stjórn SSF fyrir kjörtímabilið 2013 - 2016, jafnframt var kosið í stjórnir Menntunar-, Styrktar- og Vinnudeilusjóðs sem og í helstu ráð og nefndir á vegum SSF. Stjórnina skipa nú nýjir stjórnarmenn í bland við reynslumikið fólk sem setið hefur í stjórn SSF undanfarin ár. Í stjórn SSF sitja fjórar konur og sjö karlar.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.