SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 11

SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 11
11 mP baNki hefur gert tilboð í allt hlutafé í ísleNskum verðbréfum hf. og hefur tilskiliNN meirihluti eigeNda félagsiNs geNgið að skilmálum tilboðsiNs. Kaupverð er greitt með hlutabréfum í MP banka. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MP banka. „Sam- eiginlega verða félögin í hópi þriggja stærstu fyrirtækja á Íslandi á sviði eignastýringar með um 190 milljarða eignir í stýringu“ segir í tilkynningunni. Kaupin eru með fyrirvara um áreiðanleikakannanir og endanlegt samþykki hluthafa og eftirlitsaðila. stefNt að skráNiNgu 2014 Í fréttatilkynningunni kemur fram að rekstur Íslenskra verðbréfa hafi gengið vel og að eigið fé fyrirtækisins hafi numið 453 milljónum króna í lok síðasta árs. Hagnaður fyrir skatta nam 217 milljónum króna. „Ljóst er að kaupin munu styrkja þjónustugrunn félaganna og töluverðir samlegðarmöguleikar felast bæði á tekju- og kostnaðar- hlið þessara tveggja fjármálafyrirtækja. Efling starfsemi MP banka á Norðurlandi og sameinað þjónustuframboð mun auka valmöguleika viðskiptavina beggja félaga. Hlutfall þóknanatekna í rekstrinum eykst enn frekar frá því sem nú er. Kaupin eru í samræmi við aðrar fjárfestingar MP banka sem einkum hafa beinst að því að styrkja stöðu hans í eignastýringu. Kaupin á Íslenskum verðbréfum eru hins vegar stærri í sniðum en fyrri fjárfestingar og með þeim er lagður grundvöllur að nýjum kafla í sögu beggja félaga. Sameinuð starfsemi skapar leiðandi fyrirtæki á Íslandi á sviði fjárfestingarbankastarfsemi, með sterka eignastýringu og ört vaxandi eignaleigustarfsemi auk sérhæfðrar viðskiptabankastarfsemi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.“ Í tilkynningunni kemur einnig fram að stefnt sé að skráningu MP banka á hlutabréfamarkað á árinu 2014. Í tilefni kaupa MP banka á öllu hlutafé Íslenskra verðbréfa sagði Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka að þetta væri stór dagur í sögu MP banka. „Við erum mjög ánægð með að eigendur Íslenskra verðbréfa hafi valið að koma til liðs við okkur. Það er mitt mat að kaupin styðji vel við stefnu bankans um að vera leiðandi á sviði eignastýringar og fjárfestingarbankastarfsemi. Íslensk verðbréf hafa lengi haft sterka stöðu á sviði eignastýringar. Fyrirtækið byggir á góðu orðspori og reynslumiklum og öflugum starfsmannahópi. Að baki félaginu standa traustir aðilar sem ánægjulegt er að fá í hlutahafahóp MP banka. Saman eru þessi félög sterk og tilbúin að veita enn betri þjónustu en áður. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í áframhaldandi heilbrigðri og öflugri uppbyggingu íslensks atvinnulífs með þessum hópi starfsfólks, viðskiptavina og hluthafa“. hluthafahóPur mP baNka Hluthafar MP banka eru í dag um 50 talsins. Hluthafar í sam- einuðu félagi verða á sjöunda tug talsins, þar af 5 lífeyrissjóðir. MP banki verður sem fyrr eini banki landsins sem er að fullu leyti í eigu einkaaðila, svo sem lífeyrissjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Eignar- hald bankans er dreift og mun enginn hluthafi fara með yfir 10% eignarhlut í bankanum í kjölfar samrunans við Íslensk verðbréf. Hluthafar Íslenskra verðbréfa eru 11 talsins og fá þeir greitt með nýjum hlutum í MP banka. Fimm hluthafar eiga meira en 10% hlut í Íslenskum verðbréfum. Þetta eru Íslandsbanki (27,5%), Íslensk eignastýring ehf. (21,8%), Stapi lífeyrissjóður (15%), Líf- eyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (14,5%) og Lífeyrissjóður Vestfirðinga (10,3%). Nýtt útibú á akureyri Í fréttatilkynningu MP banka kemur fram að með kaupunum verði til sterk sjálfstæð fjármálastofnun með rætur í tveimur stærstu þéttbýliskjörnum landsins. „Áform eru um að efla og breikka þá þjónustu sem Íslensk verðbréf hafa veitt í höfuðstöðvum sínum á Akureyri, meðal annars með opnun útibús þar nyrðra. Nýtt útibú mun bjóða Akureyringum og atvinnulífi á Norðurlandi hefðbundna viðskiptabankaþjónustu og bíla- og tækjafjármögnun. Eignastýring sú sem Íslensk verðbréf hafa starfrækt á Akureyri verður efld enn frekar og viðskiptavinir munu njóta góðs af áratuga langri reynslu á sviði eignastýringar. Mikil áhersla verður lögð á að viðhalda og rækta tengsl sameinaðs félags á Norðurlandi. Öflug þjónusta við atvinnulíf og sparifjáreigendur um allt land er hluti af framtíðarsýn í tengslum við þessi viðskipti.“ mP banki kauPir Íslensk verðbréf vissir þú að... ...fyrsta kreditkortafærslan á Íslandi var gerð í verslun Tékk-Kristals á Laugavegi. Það var árið 1980. ...á Íslandi eru starfræktir um 186 hraðbankar á vegum viðskiptabankanna víðs vegar um landið. Heimild: Seðlabanki Íslands ...kjarasamningur SSF rennur út þann 30. nóvember 2013. Formlegar viðræður munu hefjast að loknu sumarfríi.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.