SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 10

SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 10
10 trúNaðarmaNNafræðsla ssf steNdur á tímamótum Nú þegar sigurður albert hefur hætt störfum hjá félagiNu eN haNN hefur séð um trúNaðarmaNNafræðsluNa í tólf ár. Í samræmi við ályktanir 45. þings SSF er nú verið að skoða ýmsar leiðir sem miða að því að halda áfram að bjóða upp á öfluga fræðslu fyrir trúnaðarmenn. Haft verður að leiðarljósi að tengingar trúnaðar- manna við SSF verði áfram sterkar. Trúnaðarmannanámskeið I var haldið með hefðbundnu sniði dagana 9. og 10. apríl á Grand Hótel í Reykjavík. Alls sóttu 15 trúnaðarmenn námskeiðið. Trúnaðarmannanámskeið III var haldið með breyttu sniði á Hótel Selfoss dagana 17.og 18. apríl. Sigríður Arnardóttir, Sirrý, var fengin til að sjá um námskeið sem bar yfirskriftina „Örugg tjáning – betri samskipti“. Ingvar Breiðfjörð stjórnarmaður í SSF kynnti störf stjórnar og stýrði vinnustofu þar sem meðal annars var farið yfir ályktanir frá þingi SSF sem haldið var í mars 2013. Tuttugu og þrír trúnaðarmenn sóttu námskeiðið. Bæði námskeiðin þóttu takast með ágætum samkvæmt umsögnum þátttakenda. Trúnaðarmannafræðsla Sirrý ásamt Rósu Jennadóttur, starfsmanni SSF, á Hótel Selfossi. Sirrý hélt erindi fyrir trúnaðarmenn SSF sem bar yfirskriftina „Örugg tjáning – betri samskipti“. Félagsmenn SSF í trúnaðarmannafræðslu á Grand hótel í apríl. Elín Engilbertsdóttir og Þórdís Ólafsdóttir. Bergþóra Guðnadóttir, Dagný Eyjólfsdóttir, Inga Rut Hjartardóttir og Þórey Hannesdóttir. rafræNa lauNaseðla Þegar félagsmaður fær greiddan styrk úr sjóðum SSF er um leið sendur rafrænn launaseðill í netbanka viðkomandi. Það er gott að hafa í huga þegar spurningar vakna um greiðslurnar. Bendum einnig á að best er að fylgjast með innborgunum í netbankanum. íbúð styrktarsjóðs Íbúðin er ætluð félagsmönnun SSF og fjölskyldum þeirra, sem vegna alvarlegra veikinda þurfa að leita læknishjálpar á spítala og/ eða þurfa að mæta á göngudeildir eða í endurhæfingu spítalanna. Sólarhringsgjald íbúðar er kr. 1.500. Innifalið er þrif, rúmföt og handklæði. Félagsmenn sem óska eftir að sækja um dvöl í íbúðinni vinsamlegast hafið samband við Hilmar Gylfason í síma 540-6100 eða með tölvupósti á netfangið hilmar(hjá)ssf.is. að styrkir úr sjóðum ssf eru framtalsskyldir á skattframtali Athugið að greiðslur úr styrktarsjóði eru skattskyldar, en aðeins er tekin staðgreiðsla af sjúkradagpeningum, ekki almennum styrkjum svo skattur af þeim greiðist í álagningu næsta árs. Hægt er að færa frádrátt á móti styrkjum úr Menntunarsjóði SSF. Að ekki er hægt að fá endurgreiðslu vegna reikninga sem eru eldri en 12 mánaða Að SSF er aðili að VIRK starfsendurhæfingarsjóði og eiga félagsmenn SSF því möguleika á að nýta sér þjónustu sjóðsins. Sjá nánar á www.virk.is minnum á vissir þú að... ...ein af nýjungum í núverandi kjarasamningi SSF er orlofsuppbót sem greiða skal 1. júní ár hvert. Þann 1. júní 2013 munu félagsmenn SSF í fyrsta skipti fá slíka greiðslu og er hún að fjárhæð kr. 21.000,- ...árið 2012 voru greiddar kr. 160.000.000,- í styrki úr Styrktarsjóði SSF til 2.320 félagsmanna. Sama ár voru greiddar kr. 47.000.000,- í styrki úr Menntunarsjóði SSF til 450 félagsmanna.

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.