SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 17

SSFblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 17
17 starfsmaNNafélag almeNNa lífeyrissjóðsiNs gekk Nýverið í samtök starfsmaNNa fjármálafyrirtækja (ssf). Starfsmannafélagið var stofnað í júní 2009 en tildrög þess voru þau að Almenni lífeyrissjóðurinn hóf sjálfstæðan rekstur í maí árið 2009 en sjóðurinn hafði áður verið rekinn í samvinnu við Íslandsbanka. Allir starfsmenn sjóðsins höfðu áður verið félagar í SSF og sumir í tugi ára og var mikill vilji hjá þeim fyrir áframhaldandi aðild að samtökunum. „Við töldum hag okkar best borgið með því að vera í samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja þar sem við störfum á sambærilegum vettvangi og önnur félög innan samtakanna og því eru úrlausnarefnin samskonar. Með því að vera aðilar að stóru stéttarfélagi þá njótum við reynslu annara við gerð kjarasamninga, höfum réttindi í góðum sjúkrasjóði og aðgang að fínum menntunar- sjóði“ segir Brynja Margrét Kjærnested, formaður starfsmannafélags Almenna lífeyrissjóðsins. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum starfa 18 starfsmenn á aldrinum 25 til 64 ára. Starfsmannafélagið sér um að fræða starfsmenn um réttindi þeirra, auk þess að sjá um skemmtanir eins og árshátíð og jólaskemmtun barna. telur mikilvægt að bjóða uPP á sumarhús til leigu Brynja segir það hafa verið fróðlegt að sækja þing SSF fyrir skemmstu en þar segist hún hafa sannfærst um að þetta séu öflug samtök sem hæfi þeirra starfsmannafélagi. „Eitt af því sem vakti áhuga minn var tillaga um að sjóðir SSF keyptu sumarhús til útleigu fyrir félagsmenn en sú tillaga var ekki samþykkt. Þegar lítil félög eins og okkar eru að velja sér stéttarfélag þá horfa þau einnig til þess hvort að stéttarfélögin bjóði upp á sumarhús til útleigu. Ég tel að ef SSF hefur áhuga á því að auka fjölda aðildarfélaga þá geti það skipt máli að vera með sumarhús til útleigu“ segir Brynja. lauNareikNivél fyrir félagsmeNN Á heimasíðu SSF er nú hægt að skoða laun í fjármála- fyrirtækjum, skv. launakönnunum SSF, miðað við til- teknar forsendur. Launareiknivélin er aðgengileg og auðveld í notkun og gagnast félagsmönnum SSF í að bera saman laun sín við meðaltal launagreiðslna fjár- málafyrirtækja skv. fyrrgreindri könnun. nÝTT aðilDarfélag að ssf

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.