Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 7
SVEITAHST.J ÓKNARMÁL 53 12. Önnur mál. A. Fyrstur tók til máls Hinrik Jónsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Bar hann fram eftirtaldar fjórar tillögur og gerði ýtarlega grein fyrir þeim, hverri fyrir sig: 1. Stofnþing Sambands isl. sveitarfélaga samþykkir að fela fulltrúaráði sinu og framkvæmdastjórn að hlutast til u.m, að hluti bæjar- og sveitarfélaga af ágóða Áfengisverzlunar ríkisins verði 20% í stað 5%, eins og nú er. 2. Stofnþing Sambands íslenzkra sveit- arfélaga samþykkir að fela fulltrúa- ráði sínu og framkvæmdastjórn að vinna að því, að næsta Alþingi sam- þykki, að allur kostnaður af lög- gæzlu verði greiddur úr ríkissjóði. 3. Stofnþing Sambands íslenzkra sveit- arfélaga samþvkkir að fela fulltrúa- ráði sínu og framkvæmdastjórn að vinna að því, að sú breyting verði gerð á fræðslulögunum á næsta AI- þingi, að öll laun kennara við barna- og unglingaskóla verði greidd úr rik- issjóði. 4. Stofnþing Sambands íslenzkra sveit- arfélaga samþykkir að fela fulltrúa- ráði sínu og framkvæmdastjórn að skora á næsta Alþingi að breyta lög- unum um skemmtanaskatt þannig, að hann renni allur lil þess sveitar- eða bæjarfélags, sem hann er innheimt- ur i. Hinrik Jónsson. Guðlaugur Gíslason. Arni Guðmundsson. B. Við 1. till. fulltrúa Vestmannaeyja- kaupstaðar kom fram svohljóðandi breyt- ingartillaga frá Axel V. Tulinius, fulltrúa Hólshrepps, og Valdimar Björnssyni, full- trúa Iveflavíkurhrepps: „í stað orðanna: „hluti bæjar- og sveit- arfélaga af ágóða Áfengisverzlunar ríkis- ins verði 20% i stað 5%, eins og nú er“ komi: að 20% af heildartekjum ríkisins af áfengis- og tóbakssölu renni til allra bæjar- og sveitarfélaga á landinu. Skipt- ist þessi fjárhæð eftir fólksfjölda í hverju bæjar- eða sveitarfélagi um sig.“ Breytingartillöguna reifaði Axel V. Tul- inius með stuttri ræðu. C. Þá kvaddi Jónas Guðmundsson, efl- irlitsmaður sveitarstjórnarmálefna, sér bljóðs og flutti ýtarlega greinargerð með éftirfarandi tillögu, sem hann lagði fram: „Stofnþing Sambands íslenzkra sveit- arfélaga samþykkir að skora á rikis- stjórnina að láta fram fara sém fvrst gagngerða endurskoðun á löggjöf þeirri, sem fjallar um tekjustofna sveitarfélag- anna. Sérstaklega nauðsynlegt telur þingið, að útsvarslögin verði rækilega endur- skoðuð og upp í þau tekin m. a. nánari á- kvæði um reglur þær, er fylgja ber við álagningu útsvara, en nú eru þar, og að tryggt verði, að á þennan aðaltekjustofn — útsvörin — verði ekki gengið af öðrum aðilum, nema sveitarfélögunum sé jafnframt séð l'yrir tekjum á annan hátt. Þingið veitir stjórninni heimild til þess að skipa nefnd sveitarstjórnarmanna, er starfi milli þinga lil þess að gera tillögur um fast kerfi fyrir álagningu útsvara, sérstaklega að þvi er tekur til hreppsfé- laganna, og felur þingið stjórninni að koma þeim tillögum á framfæri, þegar endurskoðun útsvarslaganna fer fra.m.“ I). Árni Guð.mundsson, fulltrúi Vest- mannaeyja, ræddi um nauðsvn sveitarfé- laga á því að tryggja atvinnu og afla sér lekna með atvinnurekstri. Lagði hann fram eftirfarandi tillögu ásamt þeirri skriflegu greinargerð, er fylgir: „Slofnþing Sambands isl. sveitarfé- laga telur þess brýna þörf, að bæjar- og sveitarfélög skapi sér nýja tekjustofna ineð víðtækum opinberum rekstri, þar sem við verður komið, svo sem með útgerð togara og vélbáta, verksmiðju- rekstri til hagnýtingar íslenzkra afurða o. s. frv., eftir því sem bezt hentar á hverj- um stað. Felur þingið stjórn sambandsins og fulltrúaráði að vinna að framgangi þess- ara mála með því m. a. að aðstoða bæj- ar- og sveitarfélögin ineð útvegun teiknt

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.