Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Qupperneq 8

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Qupperneq 8
54 SVEITARSTJÓRNARMÁL inga, áætlana um stofnkostnað og rekstr- arkostnað fyrirtækja o. s. frv. Greinargerð: Það er vitað mál, að bæj- ar- og sveitarfélög hafa fæst aðra tekju- stofna en útsvörin, sem bæði geta reynzt ónógur og ótryggur tekjustofn, einkum í bæjum með einhliða atvinnurekstur. Um opinberan rekstur er það að segja, að lágmarksgildi hans hlýtur ávallt að vera atvinnutrygging, þótt eigi sé annað, — og er það eigi lítið atriði. En auk þess hlýtur slíkur rekstur að geta orðið veru- legur tekjustofn fyrir bæjar- og sveitar- félög, svo framarlega sem gert er ráð fyrir bjartri framtíð islenzkra atvinnu- vega. Að vísu má segja, að slíkur rekstur sé þess eigi umkominn að gefa arð þegar á fyrstu árum, en vissulega væri skammt séð, ef eigi þætti nokkur ávinningur í því að koma traustum fótum undir fyrir- tæki, sem í framtiðinni gætu orðið afl mikilla hluta." E. Loks bar Bogi Sigurðsson, oddviti í Neshreppi utan Ennis, fram tillögu þessa, sem hann gerði munnlega grein fyrir: „Stofnþing Sambands íslenzkra sveit- arfélaga skorar á löggjafarvaldið að breyta svo lögunum um rikisstyrk sjúkra manna og örkumla, að sjúklingar, sem liggja í heimahúsum,. verði einnig fulls styrks aðnjótandi framvegis." Öllum þessum tillögum var umræðu- laust og í einu hljóði vísað til allsherjar- nefndar. Fleiri málefni voru ekki tekin fyrir á þessum fundi. Fundi slitið kl. 12 á hád. 4. fundur (12. júni). Hann hófst kl. 5 síðdegis í Kaupþings- salnum. Þessum fundi stjórnaði Friðrik Hansen oddviti, Sauðárkróki. Byrjuðu störf fundarins með því, að lesnar voru upp fundargerðir frá 1. og 2. fundi og samþykktar í einu hljóði. Þvi næst var haldið áfram dagskrá og lekið fyrir: 13. Álit og tillögur laganefndar. Bjarni Benediktsson borgarstjóri gerði með ýt- arlegri ræðu grein fyrir endurskoðun laganefndarinnar á „frumvarpi til laga fyrir Samband ísl. sveitarfélaga", er lil hennar hafði verið vísað. Las hann upp breytingartillögur, sem nefndin taldi rétt að gera á frumvarpinu, og skýrði hverja tillögu. Á eftir framsögunni hófust fjörugar umræður, og lögðu nokkrir menn fram breytingartillögur. Fundarhlé var tekið til þess að matast frá kl. 7—8V2 að kvöldi. Að hléinu loknu hófusl umræður á ný stutta stund, en síðan var gengið til at- kvæða um tillögur þær, er fyrir lágu. (Hér er felldur úr fundargerðinni lang- ur kafli, sem eingöngu fjallar um breyt- ingartillögur við lög sambandsins og heiti þess og atkvæðagreiðslur um þær tillög- ur). Allar tillögur laganefndar voru sam- þykktar mótatkvæðalaust, og auk þeirra var samþykkt eftirfarandi viðbótartil- laga við 2. gr., borin fram af Ólafi B. Björnssyni: „Að vinna að auknu samstarfi um al- hliða menningarmál i hinum ýmsu sveit- arfélögum.“ Frumvarpið í heild, með áorðnum breytingum, var siðan samþykkt sam- hljóða, og fer það hér á eftir: Lög Sambands íslenzkra sveitarfélaga. I. Nafn og tilgangur. 1. gr. — Sambandið heitir: Samband íslenzkra sveitarfélaga. 2. gr. — Tilgangur sambandsins er: að vinna að aukinni fræðslu um mál- efni íslenzkra sveitarfélaga og efla sam- starf þeirra á milli; að koma fram sem heild í málefnum sveitarfélaganna, þegar þess gerist þörf; að vinna að því, að æðri stjórnarvöld taki réttmætt tillit til óska og þarfa sveit- arfélaganna, m. a. með þvi, að fulltrúar þeirra séu til kvaddir, er mikilvægar á- kvarðanir eru teknar Um málefni, sem sérstaklega varða sveitarfélögin;

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.