Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 9
SVEITARSTJÓRNAHMÁL
55
að vinna að auknu sainstarfi um alhliða
inenningarniál í hinum ýmsu sveitarfé-
lögum;
II. Sambandsfélagar.
.?•. gr. — Sérhvert sveitarfélag á íslandi
— hreppur eða kaupstaður — getur gerzt
meðlimur sambandsins, ef hreppsnefnd
eða bæjarstjórn gerir þar um samþykkt,
og öðlast sveitarfélagið J)á rétt til þátt-
löku i starfsemi sambandsins samkvæml
því, sem segir i lögum þessum.
Umsókn um upptöku i sambandið skal
vera skrifleg, og fylgi henni staðfest úl-
skrifl úr gerðabók sveitarstjórnar, sem
sýnir, að upptökubeiðnin hafi verið lög-
lega samþykkt i sveitarstjórninni.
Stjórn sambandsins veitir sveitarfélagi
upptöku i sambandið til bráðabirgða, en
leggja skal allar slíkar upptökubeiðnir
lyrir næsta landsþing til fullnaðarstað-
festingar.
Nú ákveður sveitarfélag að segja sig úr
sambandinu, og skal úrsögnin þá tilkynnt
stjórn sambandsins með sama hætti og
upptökubeiðnin.
4. gr. — Að afloknum hverjum sveitar-
stjórnarkosningum kjósa stjórnir þeirra
sveitarfélaga, sem í sambandinu eru, full-
trúa á landsþing sveitarfélaganna, og
gildir sú kosning fyrir allt kjörtímabilið.
Sveitarfélög:
með allt að 1500 íbúa kjósa 1 fulltrúa
með 1500 til 3000 íbúa kjósa 2 fulltrúa
með 3000 til 5000 íbúa kjósa 3 fulltrúa
nieð 5000 til 10000 ibúa kjósa 4 fulltrúa
og síðan einn fulltrúa fyrir hverja 10 þús-
und íbúa.
Varafulltrúar skulu kosnir jafnmargir
og aðalfulltrúar, og taka þeir sæti í for-
föllum aðalmanna. Þar, sem kjósa skal
l'leiri en einn fulltrúa, skal viðhafa hlut-
fallskosningu, sé þess krafizt. Kjörgengir
eru aðalmenn og varamenn í sveitar-
stjórnum og forstöðumenn sveitarfélaga,
svo sem borgarstjórar, bæjarstjórar og
lögreglustjórar, sem jafnframt eru odd-
vitar. Að kosningu lokinni tilkynnir odd-
viti eða bæjarstjóri framkvæmdastjórn
sambandsins, hver eða hverjir hafa verið
kjörnir fulltrúar og varafulltrúar.
5. gr. — Eftirlitsmaður sveitarstjórn-
armálefna á sæti á landsþingi, hefur þar
tillögurétt og er kjörgengur lil starfa inn-
an sambandsins, eftir því sem við getur
átl.
III. Stjórn sambandsins.
(i. gr. Málefnum sainbandsins er
stjórnað af landsþingi, fulltrúaráði og
framkvæmdastjórn, og er kjörtímabil í
allar trúnaðarstöður sambandsins hið
sama og kjörtímabil sveitarstjórna.
a. Landsþing.
7. gr. Landsþing kemur saraan til
fundar annað hvert ár. Þingið skal hald-
ið í Reykjavík, nema annað sé ákveðið,
annaðhvort af þinginu sjálfu eða full-
trúaráði sveitarfélaganna. Samkomudag
þingsins ákveður sljórn sambandsins.
Aukaþing getur stjórn samhandsins
kvatt saman, þegar svo mikilsverð mál
liggja fyrir, að hún telji þess þörf.
8. gr. — Landsþing skal boðað með
auglýsingu í Rikisútvarpinu með ininnst
mánaðar fvrirvara, en auk þess með bréfi
eða síinskeyti til fulltrúa þeirra, er sæti
eiga á þinginu.
9. gr. — Landsþing kýs forseta og ritara
úr sinum hópi, þegar það kemur saman.
Síðan gengur þingið í tvær deildir. Eiga
sæti í annarri deildinni fulltrúar bæjar-
félaga og hreppa með 500 ibúum eða fleiri
i kauptúni, en i hinni fulltrúar hreppsfé-
laga með smærri kauptúnum. Hreppsfé-
lög með undir 500 ilnia i kauptúni og
sveitarfélög, þar sem verulegur hluti ibú-
anna býr í kauptúni, geta ákveðið sjálf,
í hvorri Jiingdeildinni fulltrúi þeirra skuli
eiga sæti, og skulu þau tilkynna það um
leið og þau æskja inngöngu í sambandið.
Óski sveitarfélag breytinga á því siðar,
þarf til þess samþykki þeirrar deildar,
sem sveitarfélagið þá æskir að eiga sæti
i fyrir fulltrúa sinn.
Fundarsköp Alþingis skulu gilda sem
fundarsköp þingsins, að því leyti sem við