Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Síða 16
62
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Komið var til Þingvalla um kvöldið kl.
9, og fóru þinglausnir þar fram í skrúð-
garði Jóns Guðmundssonar oddvita Þing-
vallahrepps, undir skini kvöldsólar.
Björn Jóhannesson, forseti fundarins,
flutti ávarp til fundarmanna, lýsti hlut-
verkum sambandsins, er framundan
væru, þakkaði rausn og háttvisi bæjar-
stjórnar Reykjavíkur, sem boðið hafði
þinginu á þennan fornheíga sögustað, og
árnaði hinu nýstofnaða bandalagi gæfu
og gengis.
Þá tók til máls formaður sambandsins,
Jónas Guðmundsson, þakkaði tiltrú þá,
er sér hefði verið sýnd með formanns-
kjörinu, þakkaði fundarmönnum fyrir
þann mikla einhug, er komið hefði fram
í störfum þingsins, og lýsti þeirri von
sinni og ósk, að Samband íslenzkra sveit-
arfélaga mætti verða þýðingarmikil og
blessunarrík samtök l’yrir þjóðfélagið.
Á eftir ræðu formanns söng allur þing-
heimur kvæðið „Ó, fögur er vor fóstur-
jörð“, undir stjórn Áskels Snorrasonar,
fulltrúa frá Akureyri.
Því næst sagði formaður þinginu slitið
og óskaði þingfulltrúum góðrar heim-
ferðar.
Dagana, sem þingið var háð, fóru þing-
fulltrúarnir tvær ferðir. Aðra fóru þeir
12. júní til Hafnarfjarðar í boði bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar. Hina 13. júní til
Ljósafoss og Þingvalla í boði bæjar-
stjórnar Reykjavíkur, eins og um getur í
fundargerðinni hér að framan.
Lagt var af stað til Hafnarfjarðar kl.
I25 e. h. frá alþingishúsinu í Reykjavik.
Staðnæmzt var við Ráðhúsið í Hafnar-
firði, og bættust þar í hópinn nokkrir
bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar. Síðan var
haldið áfram suður fyrir kaupstaðinn og
numið staðar á svonefndu Hvaleyrar-
holti, en þaðan er útsýn góð yfir Hafn-
arfjörð. Þá var bifreiðum rennt að Flens-
borgarskólanum og hann skoðaður ásamt
bókasafni. Því næst var ekið til Hellis-
gerðis og gengið í þennan landskunna
skrúðgarð Hafnfirðinga og þar dvalizt um
hríð. Þessu næst var skoðuð sundlaug
Hafnarfjarðar. Að því loknu var gengið í
ráðhúsið og í fundarsal bæjarstjórnar.
Þar flutti forseti bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar ræðu, þakkaði heimsóknina og
greindi frá nokkrum helztu framkvæmd-
um kaupstaðarins á siðustu árum og
einnig þeim athöfnum, er næst lægi fyrir
að hefjast handa um.
Þá var gestum boðið í kvikmyndasal
hússins og stutt kvikmynd sýnd. Að lok-
um voru veitingar fram bornar í and-
dyri kvikmyndasalarins.
Jónas Guðmundsson þakkaði fyrir
hönd gestanna rausnarlegt heimboð.
Síðan var haldið til Reykjavikur og
komið þangað á fundarstað kl. 5 siðdegis.
Förin að boði bæjarstjórnar Reykja-
víkur var hafin frá alþingishúsinu um kl.
4 síðdegis þann dag, er áður greinir. Bæj-
arstjórnin var með í förinni, enn fremur
hitaveitustjóri Reykjavíkur, rafveitustjóri
Reykjavíkur og nokkrir fleiri starfsmenn
bæjarins.
Fyrst var ekið að upptökum hitaveit-
unnar hjá Reykjum í Mosfellssveit og
mannvirki það athugað. Siðan var farið
að Ljósafossi og orkuver Rafveitu Rvíkur
skoðað. Þar voru ferðamönnum drykkir
bornir, en því næst haldið til Þingvalla
og staðnæmzt við Valhöll.
Veður var hið ágætasta, og nutu fegurð
og tign staðarins sín forkunnar vel.
Þinglausnir fóru fram i skrúðgarði
Jóns Guðmundssonar oddvita, svo sem
fyrr er getið.
Að loknum þinglausnum settust menn
að veizluborðum i Valhöll, þar sem matur
og drykkur voru framreiddir af mikilli
rausn.
Borgarstjóri Reykjavikur bauð gestina
velkomna og lýsti aðstöðu Reykjavikur,
framkvæmdum hennar og áformum. Enn
fremur skyldu hennar og vilja til þess að
taka þátt i Sambandi íslenzkra sveitarfé-
laga.
Síðan tóku margir til máls, og skemmtu
menn sér við ræður og söng fram yfir
miðnætti.