Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Side 22

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Side 22
SVEITARSTJÓRNARMÁL ()8 veríSa aðeins annað hvert ár, munu meira marka aðalstefnuna en fást við afgreiðslu eínstakra alriða. Þau verða aftur frekar viðfangsefni stjórnar og fulltrúaráðs. Fyrir hönd okkar þremenninganna, sem frumvarp þetta höfum samið, afhendi ég það nú hér með stofnþinginu til þeirrar meðferðar, sem því sýnist á því að hafa. Ég vil taka það fram, að ef einhverjir fulltrúanna teldu réttara þegar í upphafi að stofna til tveggja sambanda, þá er mjög nauðsynlegt, að þær raddir kæmu fram nú þegar við þessa fyrri umræðu, því að þá gæti laganefndin á stuttum tima útbúið tvö frumvörp og þingið þá skipt sér í tvær deildir eða réttara sagt tvö þing. Að umræðum loknum legg ég til, að frumvarpinu verði vísað lil laganefndar. Ræða Bjarna Benediktssonar við síðari umræðu. Háttvirtu fundarmenn. Laganefndin hélt tvo fundi í gær og starfaði fram und- ir miðnætti til athugunar á frumv. um Samband íslenzkra sveitarfélaga. Nefndin athugaði rækilega allar greinar frumv. og ræddi einnig nokkuð fyrirkomulag sam- bandsins í heild. Er þó þess að gæta, að á svo stuttum tíma gat hún auðvitað ekki gerl grundvallarbreytingar á því verki, sem vel hefur verið athugað áður, heldur verður að mestu leyti að byggjá á því, sem gert hefur verið áður, en beina held- ur umihugsun sinni að einstökum atrið- um. Þó held ég, að nefndin hafi verið sammála um, að eftir því, sem um væri að gera, væri þetta frumv. á réttum grundvelli byggt, og að ekki væri annar grundvöllur vænlegri sjáanlegur fyrir samstarf sveitarfélaga. En um slik liig er mjög erfitt að segja nú, hvernig bezt verði fyrir komið. Ur því fær reynslan ein skorið. Ekki er hægt til hlitar að styðjast við erlendar fyrinnyndir, vegna staðhátta. Og í ýmsu verður að eiga ineira undir góðum samstarfsvilja og löngun manna til þess, að þetta lánist, heldur en að fastur lagabókstafur geti orðið örugg- ur hindiliður, ef samstarfsvilji er ekki fyrir hendi. Með skipulagi þessa sam- bands, eins og fyrir lá í frumv. og eins ef brtt. okkar verða samþvkktar, er í sjálfu sér ekki nema litið fengið. Því að fram- kvæmdin hlýtur að velta á því, að menn vilji vinna saman og láta þessa stofnun verða að gagni, og að einstakir aðilar revni ekki að nota það samfélag, sem hér er skapað, til framdráttar sínum sérá- hugamálum, heldur leitist við að hafa þetta sem sameiginlegan málsvara allra sveitarfélaga, en að sem sjaldnast þurfi atkvæðamagn eða meiri hluti að koma til. Ég vil þá víkja að einstökum breyting- artillögum. Því var hreyft í n., hvort rétt sé að láta þetta heita bandalag. En okkur sýndist það sízt til bóta og ákváðum þá heldur að halda heitinu eins og nefndin lagði til. 1. gr. skiptum við í tvennt, eins og raun- ar hefur verið ráðgert frá upphafi, þann- ig að 1. málsgr. verði sérstök gr. Síðari málsgrein 2. gr. breyttum við nokkuð, sumpart með hliðsjón af þvi, sem Eiríkur Pálsson hreyfði í gær. Efnið er þó ó- breytt. Við tókum siðasta liðinn úr seinni málsgr. og gerðum að sérstakri málsgr.: ,,Að koma fram sem heild i málefnum sveitarfélaganna, þegar þess gerist þörf, og að vinna að því, að æðstu stjórnarvöld taki réttmætt tillit til óska og þarfa sveit- arfélaganna, m. a. með því að fulltrúar þeirra séu til kvaddir, er mikilvægar á- kvarðanir eru teknar um málefni, sem sérstaklega varða sveitarfélögin.“ Við töldum þessi atriði, hvort um sig, svo mikilvæg, að þetta orðalag væri eðlilegra. Eins og 2. málsgr. hljóðar nú, er greini- legt, að sveitarfélögin eiga að koma fram sem heild í málefnum sinum gagnvart innlendum og útlendum. En í fyrstu mgr. felst eiginlega það, sem minnzt hefur ver- ið á, að afla prentaðra upplýsinga um, hvernig þessum málum er komið fyrir er- lendis. Menn sjá, að hér er engu aukið við 1. gr„ en orðaröð nokkuð önnur, svo að

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.