Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Side 24

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Side 24
70 SVEITARSTJÓRNARMÁL Starfsemi þingsins er hugsuð þannig, að fyrst þegar þingið kemur saman, séu kosnir forsetar og starfsmenn, síðan gangi þingið í deildir eftir því, sem ráð- gert er í gr. og ráðgert var frá fyrstu tíð, aðallega eftir stærð sveitarfélaganna. Og þessar deildir kjósi sér svo sína sérstöku forseta og ritara. Sá, sem vill hera mál fram á þingi eða tillögu, á að leggja slíkt fyrir einhvern þessara þriggja forseta. En allir forsetarnir ákveða svo í sameiningu, hvort málið eigi að bera upp fyrir sam- einað þing eða í annarri hvorri deildinni. Varði málefnið öll sveitarfélögin, skal reglan vera sú, að það komi fyrir samein- að þing. Ef það varðar einungis sum, t. d. eingöngu bæina, kemiir það fyrir bæjar- deildina, en ef eingöngu hreppana, þá fyr- ir hreppadeildina. Ef einhver er óánægð- ur með, fyrir hvaða deild mál er lagt, eða telur það mál sameinaðs þings, getur sá hinn saini skotið því til úrskurðar landsþings til úrslita. Þetta er í megin- atriðum það sama og ráðgert var í upp- haflega frumv., en sett heldur skýrar fram, og það frávik gert, að það eru for- setarnir allir þrir, sem fyrst kveða upp úrskurð sinn. Það er gefinn hlutur, að ef einhver telur sig ofurliði borinn og gerir ágreining varðandi það, hvaða aðili eigi að fjalla um mál, þá getur sá aðili alltaf komið sínu séráliti fram. Við skulum segja, að bæirnir teldu, að hrepparnir með atkvæðamagni sínu létu mál koma fyrir sameinað landsþing, en bæirnir teldu, að það ætli að koma fyrir sína deild, gætu hæirnir komið sínu séráliti fram. En það er líka greinilegt, að ef hreppar eða bæir misnota aðstöðu sina til að hlanda sér í mál, sem þeim í raun og veru koma ekki við, þá er öllu sambandi hætt. Þá eru i raun og veru starfsskilyrði sambandsins úr sögunni, vegna þess að sambandið hvílir á því, að sanngirni riki á háða bóga og enginn reyni að taka sam- bandið í sína þjónustu fvrir sin sérmál- efni. Það má segja, að það geti verið viss hætta í því fólgin fyrir hreppa og kaup- staði, að sameinað þing skeri úr, hvar mál eigi að hljóta meðferð, þannig að meiri hlutinn fari að blanda sér i mál, sem honum kemur ekki við. En hættan er þá svo mikil, að meiri hlutinn misnoti aðstöðu sína yfirleitt og þar með sprengi sambandið með augljósu ofbeldi og rang- læti. En við töldum hættuna á ofbeldi í slíkum einstökum atriðum ekki geta ver- ið svo mikla, vegna þess að viðurlögin eru það afdrifarik, það, að líf sambands- ins liggur við, að enginn reyni að nota það á slíkan veg. Sannleikurinn er sá, að því meir sem við ræddum þetta i nefnd- inni, urðu allflestir sammála um, að það væri erfitt oftast nær að gera sér grein fyrir því, hvort mál varðaði eingöngu sum sveitarfélögin, en ekki öll. Það er auðvitað hægt að hugsa sér slík tilfelli. Við skul- um tiltaka æðstu stjórn bæjarfélaga með sinn mikla starfsmannafjölda. Kæmi frv. um það málefni á þing, er ljóst, að það er mál, sein hreppana varðar ekki. Og ef bæirnir ætluðu að fara að skipta sér af, hvaða þóknun oddvitar fengju fyrir sitt starf, er Ijóst, að bæina varðar það ekki. En ég held við höfum talið flest mál varða öll sveitarfélög meira og minna, og því séu mestar líkur til, að þingið muni starfa að mestu leyti sameinað. En þó er þetta atriði, sem ekki er hægt að gera sér fulla grein fyrir fyrirfram. Og við álít- um rétt að halda skiptingunni eins og gert var ráð fyrir, vegna þess að reynslan erlendis sýnir, að nauðsvnlegt er að hafa hana, og meira að segja enn þá ríkari. Því að þar eru samböndin höfð tvö eða fleiri. Varðandi stjórnarkosninguna þótti okkur sérstaklega heppilegt að láta hrepp- ana annars vegar og kaupstaðina hins vegar kjósa sína menn, en sameinað landsþing hins vegar forsetann, lil þess að skapast mætti fullkomið jafnrétti og jafnræði allra aðila. Eins og menn sjá, eru í þessum breyt- ingartillögum við 8. og 9. gr. ekki neinar meginefnisbreytingar, heldur eingöngu á- kvæði, er gera nokkru ljósarenáður grein fyrir, hvernig farið verður að, ef ágrein-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.