Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Síða 25
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL
71
ingur rís út af því, hvar leggja skuli mál
fyrir þingið.
Þá er 7. brtt., við 10. gr. frumv. Eins
og það liggur fyrir, var ákveðið, að lands-
jiingið mætti ekki ræða önnur mál en þau,
sem stjórn og fulltrúaráð ákveður að
leggja fyrir. í samræmi við það áttu sveit-
arstjórnir að senda tilkynningu um það
ekki síðar en tveimur vikum fyrir þing.
Okkur sýndist þetta of einstrengingslegt
og ekki eiga við okkar lítt formhundnu
stjórnarháttu, íslendinga. Ef almenn þátt-
taka verður viðsvegar að og menn hafa
ekki haft færi til að bera ráð sín sam-
an áður, þætli þeim hart, ef fulllrúarnir
mættu ekki hreyfa nýmælum, þegar á
þing er komið, heldur væri tiað á valdi
stjórnarinnar einnar og fulltrúaráðsins
og það með ærnum fyrirvara. Við ákváð-
um þess vegna að fella þessa takmörkun
niður að langmestu levti. Þannig er það
nú ráðgert, þó ekki með berum orðum, að
allir fulltrúar háfi nú frumkvæðisrétt i
málum á þingi og geti komið málum sin-
um að, eftir því sem starfstúni þinghalds-
ins hverju sinni endist. Hitt álitum við
svo rétt, að ef sveitarfélag hefði sérstakar
óskir fram að bera um, að málefni sé
fyrir tekið, að það gerði stjórninni aðvart
með nokkrum fyrirvara, og létum þá
tímatakmarkið, tvær vikur, haldast.
8. brtt., við 11. gr., er eiginlega frekar
skýring heldur en efnisbreyting. Við segj-
um að vísu, að í fulltrúaráði skuli eiga
sæti 25 menn í stað 21. En við umræður i
nefndinni kom í ljós, ,að talan 25 vakti
fyrir undirbúningsnefndinni, bæði hinir
sérstöku fulltrúaráðsmenn og svo ölt
stjórn sambandsins. En till. okkar er fii
að gera þetta algerlega vafalaust. Að öðru
leyti höldum við fulltrúatölunni óbreyttri'.
Taía fulltrúa, bæði í fulltrúaráð og til
landsþings, mun verða eitt viðkvæmasta
málið varðandi skipun sambandsins. Það
kvnni nú að lita svo út, að hér væri á ó-
réttmætan hátt verið að gera upp á mitli
ljórðunga, að sumir fengju töluvert meiri
meðlimafjölda en aðrir í fulltrúaráð. En
sannleikurinn er sá, að þegar menn skoða
þelta niður í kjölinn, sjá menn, að smærri
fjórðungunum er stórum ivilnað, eins og
smærri sveitarfélögunum er varðandi
fulltrúafjölda á landsþing stórum iviln-
að á kostnað þeirra stærri. Þetta varð til
þess, að við treystum okkur ekki lil að
breyta fulltrúatölu hinna einstöku lands-
fjórðunga. Það hefði orðið til þess að
skapa enn þá meira ósamræmi til hagn-
aðar fvrir smærri sveitarfélög heldur en
þó er í frumv. Við hyggjum, að undir-
búningsnefndin hafi ratað meðalhófið.
Einnig var öllum sveitarfélögum, sem
hingað sendu fulltrúa og samþykktu að
gerast þátttakendur, kunnugt um þessi
hlutföll atkvæða á sambandsþingi og í
fulltrúaráði, — vissu, að hverju var að
ganga. Ef farið væri að hagga þessum töl-
um til leiðréttingar fyrir þá stóru eða
meiri hagnaðar fyrir þá smáu, er grund-
velli þeim raskað, sem borínn var upp
fyrir sveitarfélögunum og þau sam-
þykktu, og það töldum við rangt. Nefndin
Ieggur þess vegna talsvert upp úr því, að
þessu sé ekki breytt í neinu, sem nemur.
Ég vil vekja athygli á því, að hér er
ráðgert, að i fulltrúaráðið inegi eingöngu
kjósa menn úr hópi' kjörinna þingmanna.
Er það til þess, að ekki verði kosnir ein-
hverjir aðvífandi menn.
í 9. brtt., við 14. gr„ er eingöngu sú
breyting gerð, að ráðgert er, að hrepps-
félagadeildin annars vegar og kauptúna-
og kaupstaðadeildin hins vegar kjósi
menn í stjórn sambandsins, „hvor úr sín-
um hópí“. Þetta lá nokkuð í hlutarins
eðli, en réttara þótti að taka það berum
orðum fram.
Þá er 10. brtt., við 18. gr. Efni tillög-
unnar er ekki annað en að þar er ráðgert,
að fundarboði fylgi ætíð tilkynning um
lagabreytingar, þannig að fulltrúar viti
um þær fyrirfram. Er þá óheimilt að
bera upp lagabreytingar, nema slik til-
kvnning sé borin upp fyrirfram. Loks er
sett fram berum orðum, að til lagabreyt-
inga þurfi meira en helming atkvæða
kjörinna fulltrúa, — ekki nóg að ná ineiri
hluta á einhverjum ákveðnum fundi. Enn