Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 28
74 SVEITARSTJÓRNARMÁL að verja af tekjum þessa árs til starf- rækslu sambandsins, eftir þvi sem hún telur nauðsynlegt, meðan lil hrekkur." Till. eru ekki torskildar. Skoðanir gela auðvitað verið skiptar, hvað hátt eigi að setja gjaldið til sambandsins. Lögin segja það ekki inega vera minna en 10 aura á hvern íbúa og ekki lægra en 50 kr. frá neinu sveitarfélagi. Við þennan lagastaf er nefndin bundin fyrst og fremst. En orðalag greinarinnar er þannig, að greini- lega kemur fram, að það sé allra ýtrasta lágmark, svo að nefndin leit svo á, að þinginu væri ekki aðeins heimilt, heldur bau’i nokkur skylda til að sjá samband- inu fyrir rekstrarfé, sem hugsanlegt væri, að eitthvað væri hægt að gera fyrir. Nú lá fvrir nefndinni lauslegt yfirlit yfir það, hve mannmargt er í þeim sveitarfélögum, sem þegar hafa óskað að verða þáttták- endur í sambandinu. Komið hefur í ljós við samlagningu, að íbúatalan er 86 834. Með 25 aura gjaldi á mann mundu þá tekjur sambandsins verða, ef allir standa í skilum, rúmar 20 þús. kr. Þetta er brúttó greiðsla. Við sáum ekki ástæðu til, að far- ið væri að nota dýrtíðarvísitölu. Þess má geta, að rennt er blint í sjóinn um það, hvort þetta fé nægir. Seinni tillagan kemur í staðinn fyrir ])á eiginlegu fjárhagsáætlun og felur í sér heimild fyrir stjórnina til að verja af þessu fé. Orðalagið er valið með það fyr- ir augum, að gerl er ráð fyrir, að stjórn- inni sé/óheimilt að verja meira fé en inn- heimtist, — að þingið heiinili ekki að stófna til rekstrarskulda. Undir þetta nefndarálit hafa skrifað 6 nefndarmanna, einn hefur ekki komið á þing. D. Þingslit á Þingvöllum. Ræða 6. þingforseta, Björns Jóhannessonar. Ég leyfi mér að selja 6. og síðasta fram- haldsfund Sambands íslenzkra sveitarfé- laga á Þingvöllum. Eins og hv. þm. er kunnugt, var búið að afgreiða þau mál, sem fvrir lágu, og fyrir þessum stutta fundi liggur ekki annað en þinglausnir. Mun forseti sambandsins, Jónas Guð- mundsson, slíta þinginu. Ég vil nota tæki- færið til að þakka þeim mönnum, sem starfað hafa á þessu þingi, fvrir ágæta sa.mvinnu. Ég tel, að með þessu þingi hafi þessi starfsemi farið prýðilega af stað. Það hefur að vísu ekki gefizt tími til að taka til athugunar ýmis þau mál, sem kalla að, sem ekki er von, þar sem þetta er fyrst og fremst stofnþing. Sérstaklega vil ég þakka þeim mönnum, sem mest hafa starfað að því að koma þessu sam- bandi af stað, en það eru þeir Jónas Guðmundsson, eftirlitsmaður með sveit- arstjórnarinálefnum, og Guðmundur Ás- björnsson, forseti bæjarstjórnar Reykja- vikur. Er ég viss um, að sambandið befði ekki enn verið stofnað, ef þeirra ágætu ráða og verka hefði ekki notið. Eg vil enn fremur alveg sérstaklega þakka bœjarstjórn Reykjavíkur fyrir þann stuðning, sem hún hefur frá því fyrsta veitt þessu málefni. Fyrst og fremst með því að skipa forseta sinn, Guðmund Ásbjörnsson, í undirbúningsnefndina og einnig fyrir margs konar fyrirgreiðslu, sem ber að þakka borgarstjóranum, Rjarna Benediktssvni, alveg sérstaklega. Síðast en ekki sízt vil ég þakka borgar- stjóranum, forseta bæjarstjórnar og bæj- arstjórn Reykjavíkur fyrir það höfðing- lega boð að bjóða okkur hingað og gefa okkur þaiinig kost á að slíta þingi okkar hér á hinum fornhelga stað íslenzku þjóð- arinnar. Ég vil og tjá þakkir mínar til alls þing- heims, sem tekið hefur þátt í þessu starfi.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.