Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 29
SVEITARSTJÓRNARMÁL 75 I.JÓSM. VIGF. SIGUItr.. Hjörn Jóhannesson forseti bœjarstjórnar Ilafnarfjarðar slajrir frá þátltökn sveitarfélaganna i stofnun sambaridsins. Ég er sannfærður um, að hér eins og oft- ar reynist það rétt, að mjór er mikils vísir, Það út af fyrir sig hefur ekki svo litla þýðingu, að hér hafa kynnzt per- sónulega menn af miklum hluta alls landsins. Þegar þjarkað hefur verið um sveitarmálefni á ýmsan veg, hefur það oft skort, að við þekkjum hver annan per- sónulega, og því margt farið öðruvísi en annars hefði orðið. Menn hafa iðulega ýmsar og ekki sem beztar hugmyndir um leiðandi menn þjóðfélagsins, áður en þeir kynnast þeim persónulega. En við per- sónulega kynning kemur upp úr kafinu, að þessir menn eru margir hverjir ágætis drengir, hugsjónamenn og afbragðsmenn. Ég vil enn á ný vekja athygli á því, hve vel Reykjavik hefur reynzt okkur í þessu máli, þar sem fulltrúarnir samþ. i dag till. í áliti fjárhagsnefndar um að l'eggja 25 aura nefskatt á hvern íbúa sveitarfélaga þeirra, sem eru í samband- inu. Þetta gjald lítur sakleysislega út, en Reykjavik kemur til með að greiða 10 þús. kr. árlega samkv. þessu, eða kring- um helming af nú áætluðum tekjum sam- bandsins. En það mun þó, verða Rvík, sem ber minnst úr býtum fyrir starfsemi félagsskaparins, en hinum sriiáu og dreifðu verður það miklu meiri styrkur. En ]>etta sýnir m. a. frjálslyndi og skiln- ing forráðamanna Reykjavikurbæjar. Að endingu vil ég svo óska öllum góðr- ar heimferðar, og' gef nú að lokum hinum nýkjörna, fyrsta forseta þessa sambands orðið til þess að slita þinginu. Ræða sambandsforseta, Jónasar Guðmundssonar. Heiðruðu þingfulltrúar! É!g vil þakka yður fyrir þann heiður, sem þér hafið sýrit mér ineð því að kjósa mig fyrsta forseta þessa sambands. Mér er það ljóst, að ef þetta samband á að verða að gagni, verður það ekki forseti

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.