Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Side 33
SVEITARST.TÓRNARMÁL
79
svar. Með viðskiptasamhöndum sínum og
aðstöðu gœti það verið fyllilega réttlæt-
anlegt „eftir efnum og ástæðum“. Þetki
var líka regla niðurjöfnunarnefndar
Reykjavíkur, þangað til fyrir rúmum ára-
tug síðan. Var þá breytt um og tekin upp
almenn rekstrarútsvör.
Við, sem gerðum þá kröfu og fengum
henni framgengt, bárum hana fram af
því, að okkur ])ótli með hinu fyrirkomu-
laginu um of hætt við því, að farið væri
í þessum efnum eftir linum, sem ekki ber
að fara eftir við niðurjöfnum útsvara.
Hins vegar er það vist, að að sama
skapi og framtölin verða ófullkomin, þess
réttlætanlegri verða almenn veltuútsvör.
I>ví að vitanlegt er það, að ef menn vilja
svíkja skatt, eiga þeir hægara með það,
sem einhvern rekstur hafa, heldur en
launamenn, sérstaklega þeir, sem eru
fastir starfsmenn hjá hinu opinbera eða
einhverju fyrirtæki. Fyrir utan bein
skattsvik hafa og fyrirtækin möguleika á
frádráttarliðum í framtali, sem eru lög-
legir og ekki hægt að neita þeim um, en
eru þeim raunverulega til hagræðis, Það
er því alltaf hætt við því, sérstaklega
þegar framtölin eru ófullkomin, að launa-
mennirnir verði „svartipéturinn".
En auðvitað mega menn ekki fara i
neinar grafgötur með það, að þegar al-
menn veltuútsvör eru komin á, muni ýms-
ir, er rekstur hafa, og það kannske þeir
heiðarlegustu, reyna að hafa upp hallann
af þeim, til þess að minnsta kosti að verða
ekki harðara úti en aðrir. Og raunar er
örðugt að lá þeim það. En þá er ekki
heldur gott viðgerðar að afnema þau aft-
ur. Þar bindur hvað annað.
Annars verka veltuútsvörin „skatt-
tekniskt“ þannig, að útsvör fyrirtækjanna
verða þyngri neðantil og stighæklíunin
því raunverulega ekki eins mikil og tekju-
útsvarsstiginn bendir til. Er það og vart
að lasta, þegar tekið er tillit lil hinnar
gífurlegu stighækkunar ríkisskattsins
annars vegar og liins vegar þess, að öll-
um ber að leggja nokkuð til þarfa síns
bæjarfélags, ef nokkur geta er til.
Ég hef hér fjölyrt svo um veltuútsvör-
in, af því að mér finnst þau nokkuð al-
mennt misskilin. Þau ber ekki að skoða
sem eins konar toll, sem neytendur veltu-
vörunnar verða að greiða með hærra
verði á henni. Það gæti ekki samræmzt
ákvæðum útsvarslaganna um niðurjöfn-
un „eftir efnum og ástæðum“, eða hinum
ahnennu ákvæðum sveitarstjórnarlaganna
um tekjuöflun sveitarfélaga. Veltuútsvör-
in eru tilraun lil þess að jafna metin milli
launamanna og þeirra, sem rekstur hafa.
Þau eru ein af þeirri tegund skatta, sem
kallaðir eru tekjulindarskattar og tíðkast
sérstaklega þar, sem bókhald er ófull-
komið. Þar er skatturinn miðaður við
tekjulindirnar, þ. e. a. s. við ytri að-
stæður og einkenni og þar með áætlaðar
tekjur. Iíg álít heppilegt, að menn skilji
rétt þessa grein útsvaranna. Þá er líka
minni hætta á, að hún verði misnotuð.
Ég gat þess, að ein af afleiðingum þess,
að hin almennu tekju- og eignarútsvör
vorii að verða skattstofninum ofviða, var
það, að ofvöxtur hljóp sums staðar í
veltuútsvörin. En hið sama kom raunar
fram á annan hátt. Ýmis bæjarfelög
reyndu að fá — og fengu — með sér-
stökum lögum leyfi fvrir sérstökum
skattstofnum. Þannig fengu t. d. Vest-
mannaevjar leyfi til þess að leggja á sér-
stakt vörugjald, og Hafnarfjörður fékk
leyfi til þess að leggja sérskatt á strætis-
vagnaferðir milli Hafnarfjarðar og Rvílc-
ur. Þessir skattar eru að mínu áliti mið-
ur heppilegir, en ég ætla ekki að vekja
neinar deilur um þau mál hér. Hitt held
ég, að allir geti verið sammála um, að
með þessu var ekki rétt á málum haldið,
hverrar skoðunar sem menn kunna að
vera um hina einstöku sérskatta.
Rétta aðferðin er auðvitað sú að taka
lil almennrar athugunar tekjuöflunarleið-
ir bæjarfélaganna annars vegar og tekju-
þörfina hins vegar, óg ef misræmi þykir
þar á milli, þá að gera þær ráðstafanir ti!
almennrar lagfæringar, sem réttastar
þvkja eftir eðli inálsins. Kæmu þar ýms-