Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 38
84 SVEITARSTJÓIÍNAISMÁ J, gcríi þær að engu, aðeins ef oss sjáli' brestur ekki þrek og dómgreind til að velja og hafna í jieim efnum. IJað ætti þvi ekki lengur að þurfa að óttast um von- lausa baráttu lítillar þjóðar. Vér höfum nú þvert á móti mikilvæg skilyrði til að geta unnið mörg og markviss menningar- leg afrek frjálsborinna manna, sem þrátt fyrir fámenni gela skilað heinismenning- unni í heild fullkomlega því, sem oss ber samkvæmt höfðatölureglu, og meira að segja vel það. Ekkert áf þessu getur gerzt af sjálfu sér. Það verður því að vaka vel yfir öll- um hæfileikum, sem með þjóðinni búa, og gefa þeim tækifæri til að þroskast og njóta sín. í þessu sambandi kemur margt lil greina, þar á meðal þetta: Hvernig þjóðin í heild sinni’ lifir Iífinu í dagsins önn og að verki loknu; hvort æskan hugsar hátt, livort hún er starfsöm og sigurglöð eða hvort hún er hugsjónasnauð og lýtur að lillu; hvort hún metur mest áreynslulaust lif til sálar og líkama; hvort hún sækist mest eftir hóflausum lélegum skemmtun- um; hvernig lifinu er lifað innan heimil- isvébandanna; bversu þeir leggja mikið að sér, sem standa mitt í önnu.m athafna- lífsins, og hversu þeir rækja sin störf, sem falin hefur verið forustan á sviði þjóð- og félagsmála yfirleitt. í hinum stóru, vaxandi bæjum eru margvíslegar bættur margfaldar við það, sem áður var, meðan þjóðin bjó dreift við kröpp kjör og litlar kröfur á öllum svið- um. Ef hér er um hættur að ræða, — og þvi inunu fáir neita, — þarf vel að vaka, en ekki sofa á verðinum. Það þarf þessu sambandi einmilt að vera Ijóst. Ef að líkum lætur, mun margur segja: Er þetta ekki vonlaust verk? Er nokkur þörf á slíkum uinsvifuni? Þetta er nú sjálfsagt eitthvað misbrestasaml. En lag- ast það ekki af sjálfu sér smátt og smátt? — Þannig talar alltaf afturhaldið og úr- ræðaleysið, letin og kæruleysið. Hér er á ferð gamla setningin, sem ef lil vill hefur flestu fremur verið dragbitur á framfarir og frelsi á öllum sviðum á öllum tímum: Hvað kemur það mér við? Flestir bæir við sjávarsíðuna eru iítið meira en 50—60 ára gamlir, — og þá ör- litlir, — en ört vaxandi á síðustu árum. í flestum tilfellum hefur litið verið gert til að grundvalla og gróðursetja hið ytra sem hið innra fágaða siðmenningu, svo sem bezl gerist með öðrum menningar- þjóðum, sem komizt hafa nokkuð áleiðis á þeirri braut. Þó megum vér ininnast þess, að þjóð vor á í fórum sínum ýinis gömul og góð menningarverðmæti, þó að sú menning sé einhæf, skörðótt og líll fáguð og nái sízt til allra þeirra sviða, sem nútíma þroskuð menning gerir kröf- ur til. Á síðustu árum er á einstaka stöðurn verið að reyna að vekja athygli á þessari sjálfsögðu nauðsyn vorra tima, aðallega fyrir tilstilli örfárra manna eða félaga, sem að jafnaði miða starf sitt og fram- kvæmdir við viss svið. Starf þetta verður því oft af þessum sökum einhæft og á stundum gagnslítið, þar sem fjöldi fólks Yinnur á móti eða brýtur í sumum til- fellum niður það, sem annar byggir upp. Líf þessara félaga gengur líka oft í bylgj- um, þegar bezt gegnir, eða þau á stund- uin heltast úr lestinni. Starf sumra þeirra er þá og í seinni tíð meira miðað við al- menna hagsmunabaráttu en félagslega menningu á víðari grundvelli. En það er svo mála sannast, að hjá íslenzkum al- menningi hefur öll nauðsyn, allt líf og af- koina einstaklingá og þjóðar byggzt á mal og naumustu þörfum. Fram að jiessu hef- ur þetta líka verið afsakanlegt, því að jiað hefur einmitt lengst al' verið íslendingum nógu erfitt að hafa í sig og á. Að tvennu leyti er hér um breytt viðhorf að ræða. í fyrsta lagi er mesta eymdin orðin gainall en ekki nýr veruleiki, sem oss drevmir vonandi ekki lengur um, hvað J)á að Jijóðin i heild sinni Iifi slíkt á ný. í öðru lagi getur Jijóðin ekki í nútið eða framtíð lifað fjölskrúðugu sjállstæðu mcnningarlífi á borð við aðrar þjóðir,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.