Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 41
SVEITARSTJÓRNARMÁL 87 ið sin sérstöku lög, þegar hann hefur verið stofnaður. Þetta fyrirkomulag er fvrir löngu úr sögunni annars staðar, allir kaupstaðir hafa í aðalatriðum sam- eiginlega löggjöf, alveg eins og er hér á landi um hreppsfélögin. Og allir, sem koma nálaegt þessum málum, sjá strax, að það er kannske einn kaupstaður hér á landi, Reykjavík, sem ekki gæti haft sömu grundvallarlög og aðrir kaupstaðir, og þó er ég í vafa um það. Osló, höfuðhorg Nor- egs, sem stærri er miklu en Reykjavík, er stjórnað eftir nákvæmlega sömu lögum og öðrum kaupstöðum Noregs. Annað höfuðatriði i athugun okkar skyldi vera það að finna lausn á því, hvernig skipa mætti daglegri fram- kvæmdastjórn í stórum hreppsfélögum, svo sem kauptúnum, því að starf oddvita hefur vaxið svo mjög, einkum í stærri kauptúnum, að ómögulegt er að gegna því sem aukastarfi eftir núverandi fyrirmæl- um sveitarstjórnarlaganna. Þau gera ráð i'vrir litilli borgun fyrir starfið, og þó að fá megi með samþykki sýslunefndar undanþágu frá þeim ákvæðum, er ekki heimilt að ráða sérstakan mann til starfsins. Það verður jiess vegna ein- hver maður í viðkomandi sveitarstjórn að taka að sér starfið, nema á þeim stöðum, jiar sem Aljiingi hefur sett sér- stakan lögreglustjóra. Ráða má bót á jiessu á svipaðan hátt og gert er erlendis, með því að heimila þessum sveitarfélög- um að ráða sér framkvæmdastjóra eða ráðsmann — eins konar bæjarstjóra —, sem ekki jiarf að vera í hreppsnefnd. Fram úr þessu hefur gengið vel að ráða í nefndinni, og kaflarnir um bæjarstjórn- ir og hreppsnefndir í kauptúnum munu ekki valda miklum ágreiningi og gætu legið fyrir fljótlega. En jiað er eitt höfuð- atriði, sem AÚð höfum staldrað við, og ég skal segja strax, að það er frá minu sjón- anniði langþýðingarmesta atriðið í end- urskoðun sveitarstjórnarlaganna. Það at- riði er, að sýslan, sem einn liður í sveitar- stjórnarkerfinu, er orðin úrelt. Sýslurnar hafa farið inn á þá braut að koma af sér flestum verkefnum sinum, sem nokkru máli skipta. En upphaflega höfðu þær mörg og margþætt verkefni. Löggjafar- valdið hefur farið likt með þær og sveit- arfélögin, — ekki tryggt þeim neinar tekjur. 1 sveitarstjórnarlögunum er enginn tekjustofn handa sýslufélögunum, nema sá, að þeim er leyfilegt að leggja á hreppa eins konar útsvar, sem vitanlega er ákaf- Jega litilfjörlegur tekjustofn, ef þeim er ætlað nokkurt verulegt verkefni. Þess vegna hafa sýslurnar beinlínis ýlt af sér öllu, sem á þeim hvíldi samkvæmt sveil- arstjórnarlögunum áður fyrr. Þess vegna mega sýslurnar nú orðið heita aðeins nafnið lómt. Þess vegna er því nú orðið um að ræða sveitarfélög, hreppa og kaup- slaði, annars vegar og svo ríkisstjórnina og Alþingi hins vegar. Af þessari þróun hel'ur leitt það hér á landi, að ekki er til lengur það millistig í sveitarstjórnarmál- um, sem til er i öllum öðrum löndum og i Danmörku kemur fram í ömtunum, í Nor- egi í fylkjunum og í Svíþjóð í lénunum. Sýslurnar áttu að vera tilsvarandi sveit- arstjórnartæki hér, en þær eru nú að kalla má úr sögunni. Mér sýnist því, að ekki sé um annað að gera en á einhvern hátt að leggja niður sýslurnar sem lið í sveitarstjórnarkerfinu og taka upp í þeirra stað eitthvað annað, sem betur hentar hér. Menn hafa ekki gert sér svo ljóst sem skyldi, hvert stefnir í þeirri þróun, sem nú fer hér fram, þegar þetta millistig þurrkaðist út og hrepparnir og kaupstaðirnir tóku við því, sem þeir gátu, frá sýslunefndunum, en ríkið við hinu. Hér i Iandinu hefur nú um langa hríð farið fram þróun, sem stefnir í þá átt að íjarlægja öll millistig og færa allt vald í hendur Alþingis og ríkisstjórnar. Þetla hefur gengið mjög greitt í mörgum mála- flokkum, og nú er komið að sveitarstjórn- armálefnunum. Við sjáum þetta bezt með því að athuga, hvernig málum yfirleitt er skipað nú orðið. Tökum t. d. fræðslu- málin. Yfir skólaskipulaginu hjá okkur er einn fræðslumálastjóri og beint undir honum skólanefndir hreppanna eða

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.