Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Qupperneq 43

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Qupperneq 43
SVEITARSTJÓRNARMÁL 89 fræðilega og þjóðfélagslega rétt. Reykja- vík yrði að líkindum sér. Hún er svo stór á okkar vísu, stærsta höfuðborg í heimi miðað við ibúafjölda landsins. Henni yrðu fengin nákvæmlega sams konar um- ráð yfir málefnum sinum og fylkjunum annars staðar í landinu. Hún yrði fylki fyrir sig. í Svíþjóð er þetta þannig, að þegar borg hefur náð ákveðinni íbúatölu, breytist hún af sjálfu sér i sérstakt lén með lénsréttindum, en hverfur úr sínu fyrra léni, ef hún vill, en getur líka að eigin ósk haldið áfram að tilheyra sínu fyrra léni. Skilyrðið er, að ílniar séu orðn- ir yfir 50 þúsundir. Þess vegna er engin borg í Svíþjóð utan léns, sem hefur undir 50 þús. íbúa. Eins og ég tók fram áður, yrði nú fylkj- unuin íslenzku stjórnað af sérstökum þingum, sem hrepparnir og kaupstaðirn- ir í fylkinu kysu til eftir þar um settum reglum, likt og nú er gert í sýslunefndir. Og þessi þing fjölluðu um öll sameiginleg mál fylkisins og bæri því að hafa forustu yfirleitt um öll þau hagsmuna-, menn- ingar- og framfaramál, sein fylkið þætti varða. Alþingi yrði náttúrlega að kveða á um, hversu víðtækt vald þessum fylkis- þingum yrði fengið í hendur. Ekki dettur mér í hug, að þau hlytu neitt löggjafar- vald, en allvíðtækt reglugerðarvakl innan ákveðins ramma, sem Alþingi setur með löggjöf, enda hafa sveitarstjórnir nú heimild til að setja ýmsar reglugerðir um margs konar rekstur eftir einföldum lög- um frá Alþingi. Má þar nefna hafnarmál- efni, rafmagns- og vatnsveitur og annað þess háttar. Eru þetta jafnvel milljóna- fyrirtæki á sumuni stöðum. Yfirstjórn þessara fylkja yrði að vera hjá sérstöku fylkisráði, sem ég álít, að geti verið l. d. þrír inenn, sem sætu að störfum að öll- um jafnaði. Vitanlega vrði einn af þess- um mönnum fylkisstjóri, hvort sem hann yrði kosinn íif viðkomandi fylki, eins og er i Ameríku, eða skipaður af rikisstjórn og væri þá eins konar tengiliður milli fylkisins og ríkisvaldsins. Fylkisstjórar yrðu svo eins konar framkvæmdastjórar þessara fylkja. Ég hef í erindi, sem ég flutti i útvarp fyrir mörgúm árum, gert grein fyrir, hvaða málefnaflokka ég tel, að eigi að leggja undir fylkin, og leyfi ég mér að lesa svolítinn kafla úr því erindi. Ég nefndi þá landssvæðin ömt, og er bezt að halda því orði í upplestrinum: „Undir ömtin fellur: 1. Framfærslumál öll, er varða sveitar- félög amtsins, þ. á m. elliframfærsla, elliheimili fyrir amtið og önnur slík hæli og stofnanir af svipuðu tagi, jöfnun fátækraframfærslu milli sveitarfélaga innan amtsins og þvi um Iíkt. 2. Vegamál öll innan amtsins. Amts- Jiing ætti að ákveða, hvar nýja vegi skyldi leggja, og sjá um bvggingu Jieirra, brýr, ferjur o. s. frv., i sam- ráði við vegamálastjórn rikisins.“ Ég ætlast til, að ríkið haldi uppi eftir sem áður tekniskum skrifstofum og leggi Jiessum starfsheildum í sveit og borg til Jiá teknisku aðstoð og Jiekkingu og eftir- lit í hverri einstakri grein, sem við getur átt og þurfa Jiykir. „3. Heilbrigðismál í amtinu, J>. á m. að reisa og reka amtssjúkrahús, heilsu- verndarstöðvar, gera tillögur um skipun læknishéraða innan amtsins, lyfjabúðir o. f 1., i samráði við heil- hrigðismálastjórn ríkisins. 4. Hafnarmálefni í amtinu í samráði við vitamálastjórnina, svo sem bygg- ing og skipulagning nýrra hafna, vita og annarra slíkra mannvirkja vegna samgangna á sjó, svo og sam- göngumál öll á sjó innan amtsins. 5. Skólainál, önnur en barnafræðslan, í samráði við fræðslumálastjórnina, sérstaklega héraðs- og gagnfræða- skólarnir, sérskólar ýmsir og nám- skeið. (i. Fjárhagsmál sveitarfélaganna í amt- inu, þ. á m. að hafa eftirlit með fjár- hag og reikningshaldi sveitarfélaga og tryggja, að einstök sveitarfélög tækjust ekki á herðar skuldbinding- ar, sem liklegur væru til að sliga þau,

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.