Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Síða 45
SVEITARSTJÓRNARMÁL
91
um sig — sýslur og kaupstaðir —, en ef
allir standa sainan, sem eiga líi' sitt og
velferð undir því, að Austurland blómg-
ist, geta þeir einhverju áorkað. Norðlend-
ingar eru komnir á nákvæmlega sömu
braut, eru að stofna frjálst sainband. En
hvorir tveggja byggja á sýslufélögum og
kaupstöðum, en það álit ég rangan grund-
völl. Sýslufélögin eru nú þegar búin að
missa gildi sitt sem liður í sveitarstjórnar-
kerfinu, en hrepparnir og kaupstaðirnir
eru hins vegar hinar raunhæfu starfsheild-
ir, og þeir eiga þess vegna að vera grund-
völlurinn undir hinu nýja skipulagi, þeg-
ar það verður tekið upp. Norðlendingar
eru ekki formlega búnir að koina sinu
sambandi á laggirnar, en hafa sett nefnd
i málið, sem er búin að halda a. m. k.
einn fund. (Sambandið var formlega
stofnað 15. júlí 1945). Eitt sameiginlegt
mál Norðlendinga má nefna, sem sinn
þátt hefur átt i því að þoka fjórðungshug-
myndinni áleiðis, en það er sjúkrahús
fyrir allt Norðurland, sem Akureyrar-
kaupstað er ofviða að reisa, ])ó að hann
sé næststærsti kaupstaður landsins. En
e. t. v. hafa Vestfirðingar orðið fyrstir
til að finna, að þeir áttu að starfa sem
heild, því að þeir hal'a haft nánara sam-
starf um mörg málefni, er Vestfirði varða
sérstaklega, en aðrir landshlutar hafa
haft um sín málefni. Á Suðurlandsundir-
lendinu er þetta öðruvísi, vegna þess að
hér er Reykjavík alls ráðandi og stjórn-
ar því að verulegu leyti. Tökum t. d. Sogs-
virkjunina, sein Reykjavíkurbær stendur
að. Það er vitanlega ællazt til, að Sogs-
virkjunarstöðin verði orkumiðstöð fyrir
allt Suðurlandsundirlendið og jafnvel
Vestmannaeyjar. Og nú er Reykjavík að
leggja undir sig hreppana i kring, og ekki
verður langt þangað lil hún verður búin
að leggja undir sig allt landnám Ingólfs
Arnarsonar. Slíkur vöxtur og aukning
þarf að vera innan ákveðins ramma og
fara fram eftir vissum reglum. En vöxt-
ur flestra sveitarfélaga hefur oftast ekki
verið skipulagður af neinu viti. Slíkt er
þó verkefni sveitarstjórnanna sjálfra, —
og hverjum stendur það nær en einmitt
þeim að bafa þar mest bönd í bagga?
Að lokum vil ég víkja að þvi, hvernig
ég hugsa mér fjárhagslegan grundvöll
þessara fylkja eða fjórðunga.
Eg hef hugsað mér, að tekjur sínar
fengju fylkissjóðirnir eftir þrem leiðum
aðallega:
1. Akveðnar tekjur, sem nú renna i
ríkissjóð, vrðu lagðar til þeirra, svo
sem benzínskatturinn o. fl. svo og
hluti af tolltekjum ríkissjóðs í á-
kveðnu hlutfalli við verkefni þau,
sem fylkjunum væri ætlað að annast.
2. Útsvör og skattar allra þeirra fyrir-
tækja, sem reka starfsemi, er snertir
stór svæði af landinu eða allt landið,
sv.o sem tryggingarfélög, Sainband
íslenzkra samvinnufélaga, bankar og
sparisjóðir, einkasölur o. fl. þess
háttar.
3. Álöguréttur á hreppa og kaupstaði,
sem þó yrði að vera talsvert takmark-
aður.
Takmarkalaus álöguréttur getur ekki
til lengdar haldizt í nokkru því þjóðfé-
Iagi, sem vill starfa eftir demókratisk-
uin reglum. Grundvöllur tekjustofna
sveitarfélaga álit ég, að eigi að vera fast-
eignaskattur, ákveðinn hluti af tolltekj-
unum, skipt eftir vissum reglum, og á-
löguréttur á íbúana innan vissra tak-
marka.
Þó að ég sé sjálfur lniinn að gera mér
þetta mál ljóst, þá hafa meðnefndannenn
mínir, sem eru gætnir menn og athugulir,
viljað kvnna sér málið betur. Sérstaklega
höfum við talið rétt að grennslast eftir
áliti sveitarstjórnarmanna utan Reykja-
víkur og að þeir taki málið til athugunar.
Reykjavik skiptir þetta litlu máli. Hún
verður höfuðborg landsins eftir sem áð-
ur og mundi sein slik fá haldið sínum
sérréttindum i ýmsum greinum.
Ég flyt nú hér að lokum ákaflega gæti-
lega lillögu um þetta mál og vænti, að
fulltrúarnir láti í ljós álit sitt á henni og
þeim atriðum, sem ég hér hef hreyft, eftir
því sem tími vinnst til.