Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Qupperneq 46
92
SVEITAUSTJÓRNARMÁL
Fjórðungssamband Norðlendinga.
Fjórðungssamband Norðlendinga var
stofnað á Akureyri 14. júlí og hið fyrstá
þing þess háð 14. og 15. júlí s. 1. Undir-
búningsnefnd kjörin af fundi presta,
kennara og leikmanna 1944, sem Páll Þor-
leifsson, prestur að Skinnastað, sr. Frið-
rik Rafnar, Akúreyri, og .Snorri Sigfús-
son námsstjóri skipuðu, hafði boðað til
stofnþingsins og ritað öllum sýslu- og
bæjarfélögum norðanlands og óskað eft-
ir, að þau kysu 2 menn hvert, og jafn-
l'raint var öllum bæjarfógetum og sýslu-
mönnum fjórðUngsins boðið á fundinn.
Þvi nær öll sýslu- og bæjarfélög kusu
fulltrúa, og mættu flestir þeirra á stofn-
fundi. Þingið Setti séra Friðrik Rafnar
vígslubiskup, en forsetar voru þeir Einar
Árnason, Eyrarlandi, Guðbrandur fsberg
sýslumaður, Blönduósi, og Þórarinn Eld-
járn, Tjörn, en ritarar Jón Gauti Péturs-
son, Gautlöndum, og Gunnar Grímsson
kaupfélagsstjóri, Skagaströnd.
Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga
hélt fyrsta fund sinn 29. júní s. 1. og
skipti þá ineð sér verkum eins og hér
segir:
Varalorseti: Helgi Hermann Eiriksson,
rilari: Kleinenz Jónsson,
féhirðir: Sigurjón Jónsson,
aðstoðarféhirðir: Bjorn Jóhannesson.
Á sama fundi samþykkti stjórnin að
skipa þrjá sveitarstjórnarmenn i nefnd til
þess að gera tillögur um fastar útsvarsá-
lagningarreglur i sveitum landsins, sam-
kvæmt því, sem samþykkt var á stofn-
þinginu.
í nefndina'voru skipaðir:
Jónas Pétursson, Hranastöðuin, Eyjaf.,
og er hann formaður nefndarinnar.
Eiður Guðmundsson, Þúfnavöllum,
Eyjaf.
Bjartmar Guðmundsson, Sandi, S.-Þing.
•
Skagfirðingar höfðu kjörið fulltrúa, en
þeir gátu ekki mætt, og engir fulltrúar
kornu frá Siglufirði né Vestur-Húna-
vatnssýslu.
Tilgangur sambandsins.
Sambandið setti sér lög og fundarsköp.
Skal þingið haldið árlega, sem mest til
skiptis innan fjórðungsins.
Tilgangi sambandsins er þannig lýsl í
2. grein laganna:
„Höfuðmarkmið sambandsins er að
sameina sýslu- og bæjarfélög Norðlend-
ingafjórðungs um menningar- og hags-
bótamálefni hans og stuðla að því, að fé-
lögin komi fram sem heild lit á við, bæði
þegar um sameiginleg framfaramál þeirra.
er að ræða og einnig til stuðnings vel-
ferðarmálum einstakra sýslu- og bæjar-
félaga, eftir því sem við verður komið.
Sérstaka áherzlu vill sambandið leggja
á að vinna að varðveizlu sögulegra minja
innan fjórðungsins og annarra þeirra
tengsla milli fortíðar og nútíðar, sem
hverri menningarþjóð eru nauðsynleg.“
Eftirfarandi tillögur voru samþykktar
á þinginu:
Minjasafn Notðlcndinga.
„Fjórðungsþing Norðlendinga skorar
á hreppsnefndir, sýslunefndir og bæjar-
stjórnir norðarilands að leggja fram
nokkra upphæð, hverjar um sig, til mynd-
unar ininjasafns innan fjórðungsins. Sé
sem fyrst hafizt handa um söfnun gripa
til minja um atvinnurekstur og híbýla-
háttu horfinna kynslóða, er séu í varð-
veizlu viðkomandi sýslu- og bæjarfélaga,
unz þeim er fenginn samastaður lil fram-
búðar.“
NámskeiÖ.
„Fjórðungsþing Norðlendinga telur, að
stefna beri að því, að árlega séu hald-
in innan fjórðungsins námskeið í með-