Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Qupperneq 47

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Qupperneq 47
SVEITARSÍ JÓRNARMÁL 93 ferð bátavéla og bifreiða, og próf í þessum greinum séu tekin norðanlands að loknu námi og prófskírteini veitt af hlutaðeigandi prófdómendum.“ Minnisvarði Jóns Arasonar. Fjórðungsþing Norðlendinga vill styðja þá hugmynd Skagfirðinga, að Jóni Ara- syni verði reistur veglegur minnisvarði á Hólum fyrir 1950, og skorar á alla Norð- lendinga að taka höndum saman og leggja fram fé í þessu skyni og það svo ríflega, að það megi verða landsfjórð- ungnum til sóma og vottur þess, að Norðlendingar kunni að meta minningu þessa norðlenzka höfðingja." Skjalasafn Norðlen dinga. „Fjórðungsþing Norðlendinga felur framkvæmdaráði að leita til sýslunefnda og bæjarstjórna um árlegt fjárframlag til þess að afla afrita af öllum prestþjón- ustuhókum þjóðskjalasafnsins. Sé þetta upphaf skjalasafns Norðlendinga, er varð- veitist sem deild við amtshókasafnið á Akureyri.“ Flutningsmenn að framanrituðum til- lögum voru sr. Páll Þorleifsson og Snorri Sigfússon. Fjórðnngssjúkrahús. „Fjórðungsþing Norðlendinga, háð á Akureyri 14. og 15. júlí 1945, lýsir ánægju sinni yfir. þvi, að stofna á fullkomið fjórðungssjúkrahiis á Akureyri, og heitir á alla aðila að vinna kappsamlega að fullnaðarlausn þessa mikla velferðarmáls fjórðungsins og reyndar landsins alls. Skorar Jiingið á bæjarstjórnic og sýslu- nefndir að styrkja málið með fjárfram- lögum, eftir því sem efni standa til. Enn fremur beinir þingið þeirri ósk til full- trúa sinna og áðurnefndra héraðsstjórna að beita sér fyrir almennum samskotum um Norðurland í því skvni að hrinda málinu sem fyrst og öruggast í fram- kvæmd.“ Flutningsmaður tillögunnar: Brynjólf- ur Sveinsson. Verzlunar- og siglingamál. „Þing fjórðungssamhands Norðlend- inga, haldið á Akureyri 14. og 15. júlí 1945, leyfir sér að skora á ríkisstjórn ís- lands að beita sér fyrir því, að sein fyrst verði afnumdar allar hömlur stríðsár- anna, er torvelda frjálsa vöruflutninga að og frá landinu. Jafnframt skorar þingið á Eimskipafélag íslands að hefja aftur beina vöruflutninga, þ. e. án umhleðslu, að og frá höfnum norðanlands, svo fljótt sem við verður komið.“ Flutningsm. tillögunnar: Guðbrandur Isberg. Stofnun fglkja eða fjórðunga. „Fjórðungsþing Norðlendinga, haldið á Akureyri dagana 14. og 15. júlí 1945, leyfir sér að skora á stjórnarskrárnefnd að athuga gaumgæfilega, hvort ekki sé rétt að taka upp í hin nýju stjórnarskip- unarlög ákva'ði, er heimili — eða fyrir- skipi að landið skiptist í 4-6 fylki, sem fái í hendur nokkurt sjálfstjórnarvald, jafnframt því að þeim, hverju um sig, sé ætluð tilsvarandi og eðlileg hlutdeild í ráðstöfuu á tekjum ríkisins innan sinna vébanda. Geti stjórnarskrárnefnd, að áðurnefndri athugun lokinni, ekki fallizt á ákvæði um, að fylkjaskipan sé að svo stöddu upp tekin, þá leyfir fjórðungsþingið sér að leggja áherzlu á það, að stjórnskipunar- lögin veiti á annan hátt svigrúm til lög- gjafarþróunar í þá átt, að sérmálmn hér- aða — eða samband þeirra á milli — geli fjölgað.“ Flutningsmenn tillögunnar: Jón Gauti Pélursson og Karl Kristjánsson. Fjórðungsráð til næstu þriggja ára skipa: Sr. Páll Þorleifsson, Skinnastað, Karl Kristjánsson oddviti, Húsavík, og Brynjólfur Sveinsson menntaskólakenn- ari, Akureyri, og til vara: Snorri Sigfús- son námsstjóri, Guðbrandur ísberg sýslu- maður og Þorsteinn Símonarson bæjar- fógeti, Ólafsfirði.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.