Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Page 48
94
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Fjórðungsþing Austfirðinga.
Fjórðungssamband Austfirðinga var
stofnað árið 1943, og áttu þá fulltrúa í
því báðar Múlasýslur, Seyðisfjörður og
Neskaupstaður, og er svo enn.
Sambandið hélt þing á Seyðisfirði dag-
ana 15. og l(i. sept. s. 1. og gerði þá eftir-
farandi ályktanir:
Stjórnlrigaþing.
Mikilvægasta málefni sérhvers þjóðfé-
lags er stjórnarlög þess. Áriðandi er því,
að undirbúningur slíkra laga sé sem ýtar-
legastur og beztur og eigi rót sina í huga
fólksins sjálfs. Reglur þær, sem nú gilda
um stjórnarskrárbreytingar, eru á þá leið,
að venjulegt Alþingi fjallar um þær að
ÖIlu leyti. Að vísu skulu kosningar fara
fram áður en stjórnarskrárfrumvarp nær
gildi, og skal það samþykkt á Alþingi
fyrir og eftir kosningar. Tilætlunin er
með þessu að tryggja sem bezta athugun
kjósenda á þessu máli. Reynsla hefur
sýnt, að við allar kosningar til Alþingis
eru það ýmis önnur mál og viðhorf til
þeirra, sem jafnan ráða mestu um það,
hver niðurstaðan verður. Gildir þetta al-
veg eins um þær kosningar, sem fram fara
i sambandi við stjórnarskrárbreytingar,
og aðrar kosningar. Þar sem ætla má, að
stjórnarskrárbreyting sú, sem nú er á-
formuð, verði að vera mjög gagnger, þar
eð stjórnskipulagi íslands hefur snögg-
lega verið breytt úr konungsriki i lýð-
veldi, er það einkum áríðandi nú, að allur
undirbúningur stjórnarskrárbreytingar-
innar verði sem öruggastur, sérstaklega
að því leyti, að afstaða manna til ýmissa
dægurmála, að vísu mikilvægra, nái ekki
að rugla viðhorf þeirra til stjórnskipun-
arinnar. Með tilliti til þessa og þar sem
telja verður eðlilegt, að alþingismenn eigi
erfitt ineð að taka alveg hlutlausa afstöðu,
þegar ákveða skal um takmörk á valdsviði
Alþingis annars vegar og annarra hand-
hafa stjórnarvaldsins hins vegar, sam-
þvkkir fjórðungsþingið eftirfarandi á-
lyktun:
„Fjórðungsþing Austfirðinga skorar
eindregið á stjórnarskrárnefndirnar og
Alþingi að ákveða nú þá eina breytingu á
stjórnarskránni, að sérstakt stjórnlaga-
þing verði kosið og það skuli selja lýð-
veldinu stjórnarskrá, sem síðan öðlast
gildi eftir að meiri hluti alþingiskjósenda
hefur greitt henni atkvæði."
Þessi tillaga var samþykkt með 11 sam-
hljóða atkvæðum.
Fjórðungar eða fylki.
Fjórðungsþing Austfirðinga lítur svo á,
að hinn öri vöxtur Reykjavíkur og sú
þjóðfélagslega ofþensla, sem þar á sér
stað, hafi raskað eðlilegu jafnvægi á
milli byggðarlaga landsins svo mjög, að
til hættu horfi fyrir þjóðarheildina. Eina
af höfuðorsökum þessarar þróunar tel-
ur fjórðungsþingið vera þá, að sein aðset-
ursstaður Alþingis og ríkisstjórnar hafi
Reykjavík hlotið forréttindaaðstöðu gagn-
vart öðrum byggðarlögum landsins og
þannig í vaxandi mæli, bæði fyrir beinar
aðgerðir ríkisvaldsins og þó meir á óbein-
an hátt, öðlazt aðstöðu til þess að verða
næstum eina menningar- og athafnamið-
stöð í landinu, sem nokkuð kveður að,
enda er nú svo komið, að þriðjungur
landsmanna á heima í Reykjavík. Þótt
vöxtur og velgengni, efnalegar og and-
legar framfarir í höfuðstað landsms sé í
sjálfu sér ánægjulegt fyrirbrigði, þá er
þetta þó of dýru verði keypt, er það veld-
ur kyrrstöðu eða jafnvel beinni afturför
víða annars staðar á landinu, eins og
raun ber nú vitni lun. Við þessa þróun
þjóðfélagsins verður ekki lengur unað
frá sjónarmiði þeirra, sem eiga heima og
vilja búa áfram úti í hinum dreifðu
byggðum landsins, hvort heldur er í sveit-
um, bæjum eða kauptúnum.
Á þessuin l'orsendum \ill fjórðungs-