Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 49
SVEITARSTJÓRNARMÁL
95
])ing Austfirðinga skora á nefndir þær,
sem hai'a með höndum undirbúning að
samningu nýrrar stjórnarskrár fyrir
hið íslenzka lýðveldi, að taka sérstaklega
til rannsóknar þann möguleika að auka
valdsvið og áhrif héraðanna í landinu
ineð því að stofna fjórðungs- eða fylkis-
stjórnir með allvíðtæku valdi í málefn-
um sínum, og með því að tryggja það, að
alþingismenn séu búsettir og starfandi
hver í sínu kjördæmi. Telur fjórðungs-
þingið, að með því verði lagður grund-
völlur þeirrar efnalegu og menningar-
legu eflingar, sem flest byggðarlög hafa
svo mikla þörf fyrir.
Tillaga þessi var samþ. með 11 samhlj.
atkv.
Verzlunar- og siglingamál.
Fjórðungsþing Austfirðinga lýsir
megnustu óánægju sinni yfir því, að
næstum öll inn- og útflutningsverzlun
landsins er nú komin í hendur heild-
verzlana í Reykjavík, og að næstum allir
vöruflutningar að og frá landinu fara nú
fram um þessa einu höfn með öllum þeim
töfum og feikna kostnaði, sem umhleðsla
í Reykjavík og dreifing varanna þaðan út
um landið veldur, að ógleymdri þeirri
aðstöðu, sem á þennan hátt hefur skap-
azt fyrir höfuðstaðinn til þess að skatt-
leggja alla þjóðina gegnum útsvarsálagn-
ingu á heildsölur þar. Telur fjórðungs-
þingið, að þetta óheilbrigða ástand hafi
skapazt við það: 1) að Eimskipafélag Is-
lands hefur um langt skeið í vaxandi mæli
gert Reykjavík að miðstöð siglinga sinna,
og 2) að skipulag það, sem nú lengi hefur
verið á úthlutun gjaldeyris- og innflutn-
ingsleyfa, hefur gefið kaupsýslumönnum
í Reykjavik sérstaklega hagkvæma að-
stöðu til þess að draga til sín mestalla
viðskiptaveltu landsins.
Telur fjórðungsþingið, að við ]>etta á-
stand í verzlunarmálum verði með engu
móti unað til frambúðar, og skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn að vinna markvisst
að því að koma sem fyrst á meira jafn-
rétti í landinu í þessu efni.
Út af þessu vi 11 fjórðungsþingið leggja
áherzlu á eftirgreind atriði:
1. Að þegar úthlutað er gjaldeyri til
innkaupa í fjórðunginn, verði hon-
um ætlað það gjaldeyrismagn, sem
hann framleiðir, í réttu hlutfalli við
aðra.
2. Að Eimskipafélag íslands haldi uppi
beinum ferðum milli Austurlands og
Norðurálfuhafna.
3. Að samvinnufélög og aðrir, sem
kaupsýslu stunda í fjórðungnum,
stefni að því að kaupa vörur sínar
frá framleiðslulöndunum og flytja
þær beint til Austurlandsins.
Flugsamgöngur.
„Fjórðungsþing Austfirðinga telur, að í
'framtíðinni verði flutningar pósts og far-
þega hagkvæmastir í lofti.
Áherzlu verður að leggja á, að flugferð-
um innanlands verði komið í það horf,
að þær fullnægi eðlilegri' þörf vegna
pósts og farþega.
Telja verður, að eins og stendur séu
flugferðir til Austurlands algerlega óvið-
unandi, og það er skoðun fjórðungsþings-
ins, að meðan einungis er treyst á flug-
ferðir einkafyrirtækja, eins og nú er, muni
ekki verða séð fyrir nægilegum flugferð-
um til ýmissa staða og landshluta. Það er
og skoðun fjórðungsþingsins, að það sé i
beinu samræmi við skipulagningu ann-
arra innanlandssamgangna, að flugferðir
innanlands verði skipulagðar af rikis-
valdinu, með því að rikið kaupi nægileg-
an flugvéla- og flugbátakost og haldi
honum í áætlunarferðum innanlands, eft-
ir því sem nauðsyn krefur, og skorar á
Alþingi og ríkisstjórn að undirbúa hið
bráðasta slíka skipan á flugsamgöngum
innanlands.“
Kauptún á Héraði.
Um leið og fjórðungsþing Austfjarða
átelur það, að ríkissjóður lét hjá líða að
kaupa land handa kauptúninu á Fljóts-
dalshéraði, áður en byggingar hófust þar,
skorar l'jórðungsþingið á Alþingi og rík-