Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 8
4 SVEITARSTJÓRNARMÁL því greint í Sveitarstjórnarniálum 3—4 hefti 2949- Tryggingarstofnun ríkisins liefur nú látið Sveitarstjórnarmálum í tó allýtarlegt yfirlit um rekstur Tryggingastofnunarinnar árin 1947—1950, sem fer hér á eftir. Er þar fyrst greint frá þeim réttindum sem tiygging- arnar veita og greiðslum í því sambandi. Þá er og gerð grein fyrir þeim kafla almanna- tn'ggingalaganna, sem enn hefur ekki kom- izt til framkvæmda, en það er kaflinn um heilsugæzlu, og það skýrt af livaða sökum sá dráttur hefur orðið. Síðan er yfirlit um það hvernig kostnaður vegna almannatn'gg- inganna er greiddur og hvaða aðilar inna liann af höndum. Loks er greint frá breyting- um á iðgjöldum, lífeyri og vinnulaunum frá 1946—1950. Yfirlit þetta er hið fróðlegasta og gefur glögga yfirsýn um þessi mál og ættu sveit- arstjórnarmenn að kynna sér það gaum- gæfilega. Trj'ggingarnar eru nú orðnar svo þýðingar- mikill þáttur í þjóðlífinu, að æskilegt er, að sem flestir geri sér sem bezta grein fyrir hlut- verki þeirra og nauðsyn. I. Réttindi og greiðslur. 1. EllilífeyrÍT: Rétt til ellilífeyris eiga þeir íslenzkir ríkisborgarar, búsettir hér á landi, sem orðn- ir eru 67 ára eða eldri, og greiðist lífeyririnn frá næstu mánaðarmótum eftir að þeim aldri er náð. Við þann aldur er talið, að yfirleitt megi gera ráð fyrir, að starfsgetan sé að miklu leyti þrotin. Grunnupphæð ellilífeyris fvrir einstakling á fyrsta verðlagssvæði 'er kr. 4080.00 á ári, auk verðlagsuppbótar eftir sömu reglum og kaup. Miðað við núverandi vísitölu (150 stig) nemur lífeyririnn nú kr. 510.00 á mánuði. Hjón, sem bæði eru á líf- eyrisaldri, fá tvöfaldan einstaklingslífeyri, að frádregnum 20%. Á öðru verðlagssvæði, það er í kaupstöðum og kauptúnum með færri en 2000 íbúa, og í sveitum, er lífeyririnn 25% lægri, eða kr. 3060.00 í grunn á ári. Heimilt er að hækka lífevri þenna um allt að 40%, en aðeins þegar svo stendur á, að lífeyrisþeginn er ósjálfbjarga og þarfnast hjúkrunar og umönnunar. Sé lífeyristöku frestað, liækkar lífeyririnn um 5% fyrir hvert heilt ár, sem hlutaðeigandi frestar að taka lífeyri, allt að 40%. Maður, sem frestar líf- eyristöku t. d. í fjögur ár, fær því rétt til 20% hækkunar á árlegum lífeyri þann tíma, sem hann á ólifað. Hækkun þessi miðast við ársbvrjun 1951 fyrir þá, sem ekki eiga rétt til lífevris vegna tekna. Þeir, sem eru meðlimir sérstakra lífevris- sjóða, er sjá þeim fyrir ellilífeyri eða eftirlaun- um, eiga ekki rétt á lífeyri frá Trygginga- stofnun ríkisins fyrir sig, ekkjur sínar eða börn, enda greiða þeir lægri iðgjöld en aðr- ir. (Þessir sjóðir eru: Lífeyrissjóðir starfs- manna ríkisins, barnakennara o. fl.). Þeir, sem njóta eftirlauna af opinberu fé, sem eru lægri en lífeyrisupphæðir Trygginga- stofnunarinnar, eiga rétt á, að stofnunin greiði það, sem á vantar fullan lífeyri. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði, sem gild- ir til ársloka 1952, er rétturinn til fulls elli- lífeyris bundinn því skilyrði, að sá, sem í hlut á, hafi ekki hærri tekjur en samsvarar lífeyrisupphæðinni (nú um kr. 6000.00 á ári fyrir einstakling). Séu tekjurnar hærri lækk- ar lífeyririnn um kr. 1.00 fyrir hverjar kr. 2.00, sem umframtekjurnar nema, og fellur niður með öllu þegar tekjurnar nema þre- faldri lífeyrisupphæðinni. Arið 1950 var tala ellilífeyrisþega um 7900, en þar með eru þá taldir allir þeir, sem féllu frá á árinu, og fengu því ekki lífeyri nema ein- hvern hluta ársins svo og þeir sem byrjuðu að taka lífevri það ár. Heildarupphæð ellilíf- evrisins árið 1950 var um 27 millj. kr. eða 43,1% af útgjöldum Trj'ggingastofunarinnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.