Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Side 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Side 10
6 SVEITARSTJÓRNARMÁL ón króna, eða 8,1% af útgjöldum Ttygginga- stofnunarinnar. 5. Bætui til mæðra, ekkna og maka: A. Ekkjubætur. Ekkjubætur Tri'gginga- stofnunarinnar eru tvennskonar. Allar kon- ur, sem verða ekkjur áður en þær komast á ellilífeyrisaldur, eiga rétt á ekkjubótum, kr. 600.00 á mánuði í grunn í 3 mánuði, eða með núverandi vísitölu samtals um kr. 2700.00. Ef ekkjan hefur böm á framfæri sínu yngri en 16 ára, á hún auk þess rétt á kr. 450.00 í grunu á mánuði í 9 mánuði til viðbótar. Nemur sú úpphæð með núverandi vísitölu unr kr. 6000.00, þannig að bætur til slíkra ekkna nema á fyrsta ári um kr. 8700.00, auk bamalífeyris. Sé ekkjan kornin yfir 50 ára aldur, eða öryrki, greiðist auk ekkjubótanna, ekkjulíf- eyrir. Upphæð hans rniðast \;ið aldur kon- unnar, eða örorkustig. Sé ekkjan t. d. 58 ára við lát mannsins, getur lífeyrir hennar num- ið hálfurn ellilífeyri, meiru ef konan er eldri, en hlutfallslega lægri upphæð sé hún vngri. Tryggingaráð ákveður lífeyrisupphæðina með hliðsjón af fjárhagsástæðum. Einnig er trygg- ingaráði beimilt að greiða ekkli lífeyri með börnum hans ef sérstaklega stendur á, og fvrirsjáanlegt er, að tekjur hans hrökkva ekki til þess að sjá fjölskyldunni farborða. B. Fæðingarstyrkur. Allar mæður eiga rétt á fæðingarstyrk frá Tryggingastofnuninni, kr. 600.00 í grunn, eða með núverandi vísi- tölu kr. 900.00 fyrir hverja fæðingu. Auk þess greiða sjúkrasamlögin kr. 120.00 til 275.00 fyrir hverja fæðingu utan sjúkrahúss eða fæð- ingarstofnunar. Ef kona fæðir í sjúkrahúsi og samlagið greiðir dvöl hennar þar, fellur greiðsla þessi niður. Auk þessa greiðir Try'gg- ingastofnunin ógiftum mæðrum, sem verða fyrir vinnutjóni og tekjumissi vegna barns- burðar og leggja fram úrskurð á hendur bams- föður, viðbótar-fæðingarstyrk. Má hann nema allt að kr. 300.00 í grunn á mánuði í allt að 3 mánuði, eða samtals ca. kr. 1350.00. Viðbótarstyrkur þessi er endurkræfur hjá barnsföður, eða framfærslusveit hans á sama hátt og lífeyrir með óskilgetnum bömum. C. Makabætur. Ttyggingastofnuninni er heimilt að greiða eiginkonu örorkulífeyris- eða ellilífeyrisþega nokkrar bætur, þó að hún sé ekki orðin 67 ára. Er svo til ætlazt, að sú heimild sé eigi notuð nema sérstaklega standi á t. d. að maðurinn sé ósjálfbjarga og þurfi hjúkrunar og umönnunar við, svo að konan geti ekki sinnt öðrum störfum. Tryggingaráð ákveður makabætumar hverju sinni, og mega þær aldrei vera hærri en svo, að greiðslur til hjónanna samtals jafngildi upphæð hjóna- lífeyris. Alls nutu um 4400 einstaklingar fæðingar- sty'rks eða ekkjubóta á árinu 1950, en upp- hæðin, sem greidd var, nam kr. 3,8 milljón- um, eða 6,1% af útgjöldum Tryggingastofn- unarinnar. 6. Sjúkrabætur: Sjúkradagpeningar eru greiddir þeim, sem verða fyrir atvinnutjóni vegna veikinda þannig, að tekjur þeirra falla niður að öllu eða mestu leyti. Sjúkradagpeningar greiðast þó aldrei fyrr en að liðnum ákveðnum bið- tíma, sem er nokkuð mismunandi eftir því hvort í hlut eiga launþegar eða atvinnurek- endur. Upphæð sjúkradagpeninga er mis- munandi eftir kynferði, verðlagssvæðum og fjölskyklustærð, — og nemur frá kr. 12.00 í grunu á dag fyrir einhleypa konu á öðru verðlagssvæði, og upp í kr. 18.00 á dag fyrir kvæntan mann á fyrsta verðlagssvæði auk verðlagsuppbótar, þ.e. með núverandi vísitölu kr. 27.00. Hafi hinn sjúki böm á framfæri, sem ekki njóta fjölskyldubóta eða barnalíf- eyris, hækka dagpeningarnir jafn mikið og fjölskyldubótum með börnum nemur, eða um kr. 5.00 á dag fyrir hvert barn á fyrsta

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.