Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Side 11
SVEITARST J ÓRNARMÁL
7
verðlagssvæði. Dagpeningar kvænts nianns
með 3 börn á fyrsta verðlagssvæði geta því
numið með núverandi vísitölu um kr. 42.00
á dag. Sjúkradagpeningar greiðast meðan
hinn sjúki er óvinnufær, þó aldrei lengur en
í 6 mánuði á einu ári.
Fjöldi sjúkrabótaþega var árið 1950 um
1600, og nam upphæðin sem greidd var um
2,; milljónum króna eða ca 4% af útgjöld-
um Tryggingastofnunarinnar.
7. SJysabætur:
Bætur slysatn'ggingarinnar, þ. e. bætui
til launþega eða aðstandenda þeirra h'rir at-
vinnuslys, eru nokkru rífari en hinar almennu
bætur, sem greint hefur verið frá hér að fram-
an. Þannig nema slysadagpeningar kr. 22.50
í grunn eða tæpum kr. 34.00 með núverandi
vísitölu og eru jafnir hvar sem er á landinu,
og fyrir karla og konur. Ekkjubætur eru
einnig nokkru hærri, eða kr. 9000.00, þ. e.
með vísitölu kr. 13500.00, eingreiðsla. Bæt-
ur til barna eru hinar sömu og hinar al-
mennu bætur á fyrsta verðlagssvæði. Auk
þess greiðir slysatiy'ggingin nokkrar bætur
til foreldra þegar um dánarslys er að ræða.
Fjöldi bótaskyldra slysa á árinu 1950 var
um 1000 og lieildaruppliæð slysabóta um
kr. 3,4 milljónir.
8. S/úkratrygging Jífeyrisþegna:
Try'ggingastofnunin greiðir auk lífeyris
sjúkrasamlagsgjöld allra lífeyrisþega al-
mannatiA'gginganna og þeirra annarra gam-
almenna, sem ekki ná ákveðnu tekjumarki.
Enn fremur er stofnuninni heimilt að greiða
til sjúkrasamlaga eða læknisvitjanasjóða
nokkurn styrk vegna óvenjulegra útgjalda
sakir sjúkraflutninga og læknisvitjana. Námu
þessar greiðslur árið 1950 um 1,4 millj. kr.
Útgjöld Tryggingarstofnunar TÍkisins árin 1947—1950.
J947 1948 1949 1950
í millj. í millj. í millj. í millj.
kr. kr. kr. kr. %
Ellilífeyrir ■ 21,4 21,7 22,0 27,0 43*1
Örorkulífevrir og styrkur • 4.7 5.5 6,0 8,0 12,8
Barnalífeyrir • 5 >9 6,8 7.6 8,9 !4’2
Fjölskyldubætur • 4.3 4>3 4>5 5’1 8,r
Fæðingarstyrkur og ekkjubætur . 2,8 3’1 3-3 3’8 6,1
Slysabætur ■ 2-3 2,8 2 2 3 >4 5.4
Sjúkrabætur 0,2 !>3 2,1 2’5 4.°
Aðrar bætur 0,1 0,9 1,4 2,2
Innheimtu og skrifstofukostnaður . . . . 1,9 !>9 2’3 2’5 4’°
Sanitals . • 43>6 48,3 51’1 62,6 100,0
-t- ýmsar endurgreiðslur . 2,1 3>x 3 >4 4’1
Útgjöld netto . • 42-5 45>2 47>7 58,5
Arið 1950 var meðalvísitala kaupgjalds
108V3 stig þ. e. bæturnar voru allar greidd-
ar með 8V}% verðlagsuppbót. Tekjumar
voru hins vegar innlieimtar án vísitöluálags
og varð þvi nokkur halli á rekstri Trygginga-
stofnunarinnar það ár.
Reikningar ársins 1951 eru enn eigi
fullgerðir. — Útgjöld Tryggingarstofnunar-
innar brutto það ár munu hafa numið
um 76 milljónir króna, enda var meðal-
vísitala þess árs 131 stig eða 23 stigum hærri
en 1950. Tekjurnar voru hins vegar innheimt-