Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 12
8 SVEITARSTJÓRNARMÁL ar með aðeins ca. 20% álagi, og verður því mjög verulegur lialli á því ári, sennilega 5—6 millj. króna, þar sem hvert stig, sem vísital- an liækkar um, eykur útgjöld Tn'gginga- stofnunarinnar um a. m. k. 550 þús. krónur. II. Kaflinn um heilsugæsslu. (Sjúkrasamlög, ríkisframfærsla). Samkvæmt lögum um almannatryggingar var svo til ætlazt, að Trvggingastofnunin tæki að sér sjúkratryggingar á öllu landinu í stað sjúkrasamlaganna, og III. kafli laganna, um heilsugæzlu kæmi til framkvæmda hinn 1. jan. 1948. Framkvæmd þessa kafla hefur nú verið frestað til ársloka 1954, og halda því sjúkrasamlögin og ríkisframfærslan áfrarn störfum til þess tíma, en samlög eru nú starf- andi í öllum hreppum og kaupstöðum lands- ins, enda sjúkratryggingin lögboðin síðan á árinu 1951. í greinargerð um breytingu almannatrygg- ingalaganna, sem flutt var á Alþingi að ósk ríkisstjórnarinnar og samþ. á árinu 1950, segir svo um ástæður til frestunarinnar: „í grein þessari felst frestun á fram- kværnd heilsugæzlukafla almannatrygg- ingalaganna til 1. jan. 1955, en kafla þess- urn hefur nú verið frestað frá ári til árs síðan 1947. Heilsugæzlustofnanir þær, sem gert er ráð fyrir, að bæjarfélögin korni upp, svo sem lækningastöðvar og heilsuvernd- arstöðvar, eru enn ekki fyrir hendi og eng- ar líkur til, að þær verði fullgerðar í lok ársins 1951, eins og til var ætlazt, nema á örfáum stöðum. En án þessara stofnana og nægilegra sjúkrahúsa er rnjög erfitt, ef ekki ókleift, að framkvæma ákvæði heilsu- gæzlukaflans eins og til er ætlazt. Sjúkra- húsaskorturinn hér í Reykjavík, ásamt vöntun á lækningastöð og heilsuvemdar- stöð, hlýtur sérstaklega að torvelda mjög allar heilsugæzluframkvæmdir. Það hefur komið í ljós, að miklir erfiðleikar eru á því að ná viðhlítandi samningum við læknasamtökin um fastar greiðslur og ákveða þeim gjaldskrá á þeim grundvelli, sem lögin gera ráð fyrir, meðan fyrmefnd- ar stofnanir eru ekki komnar upp og bætt að verulegu leyti úr sjúkrahúsaskortinum. Bæjarstjóm Reykjavíkur, hefur nú fvrir nokkru gert áætlun um að reisa bæjar- sjúkrahús og aðrar nauðsynlegar heilsu- gæzlustofnanir, og er við það miðað, að þeirn framkvæmdum verði lokið á árinu 1955. Hefur Tryggingastofnunin þegar heitið nokkrum fjárhagslegum stuðningi til þessara framkvæmda, og er frestunin við það miðuð, að stofnanirnar verði þá tilbúnar til notkunar.“ Meðan heilsugæzlan eigi kernur til frarn- kvæmda og sjúkrasamlögin því halda áfram störfum sem sjálfstæðar stofnanir, greiðir fólk lægri iðgjöld til Tryggingastofnunar- innar en 107. grein almannatiyggingalaganna gerir ráð fyrir. Um þetta segir svo í bráðabirgðaákvæði aftan við almannatryggingalögin: „Á meðan ákvæði III. kafla laga þess- ara (um heilsugæzlu) koma ekki til fram- kvæmda, er ríkisstjórninni heimilt, að fengnum tillögum tiyggingaráðs, að lækka iðgjöld skv. 107. gr. um allt að 30%. Þetta hefur verið gert. Iðgjald U'ongaðs manns á fyrsta verðlagssvæði til Trj'gginga- stofnunarinnar var þegar árið 1947 lækkað úr 540.00 kr., sem það skv. 107. gr. ætti að vera, miðað við vísitölu 300, niður í 380.00 krónur, eða um 160.00 krónur, þ. e. ca. 30%, og önnur iðgjöld tilsvarandi. Hitt er annað mál, að síðan hafa iðgjöldin bæði til sjúkrasamlagsins og til Trygginga- stofnunarinnar hækkað mjög, af ástæðum sem öllum eru augljósar, einkum á síðastl. og }'firstandandi ári. En frádrátturinn samkv. bráðabirgðaákvæðinu hefur jafnframt hækk-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.