Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Blaðsíða 15
SVEITARST J ÓRNARMÁL
11
svörum, en hinn helmingurinn með iðgjöld-
um, þar af 24 hjá hinum tryggðu. — Hcr fer á
eftir skýrsla, er sýnir í krónurn og hundraðs-
tölum framlög og iðjöld hvers aðila til Trvgg-
ingastofnunarinnar, sjúkrasamlaganna og rík-
isframfærslunnar árið 1950. Skýrslan sýnir til
samanburðar, hvaða hundraðshl. hver þess-
ara aðila hefur borið á árunurn 1947—1949.
FramJög til trygginga og ríkisframfærslu árin 1947—1950.
Sjúkia- Ríkis- Sam-
Tist. saml. íiamf. tals 195° 1949 19 48 1947
millj. míUj. millj. millj.
ki. kr. kr. kr. % % % %
Ríkissjóður x7-3 4.2 7-1 28.6 32.2 31 -5 30.8 31 -3
Sveitarsjóðir .... 10.8 4.2 !-7 16.7 18.7 r8.8 19.1 J7-7
Atvinnurekendur . 11.8 tt ft 11.8 »3-3 x5-4 17.0 16.2
Hinir trvggðu .. . 17.1 H-7 tt 31.8 35.8 34-3 33-1 34.8
Iðgj.og framl.samt. 57.0 23.1 8.8 88.9 100.0 100.0 100.0 100.0
Halli !-5 0.1 1.6
Útgjöld samtals . . 58.5 23.2 8.8 90.5 100.0 100.0 100.0 1000.
Iðgjöld og framlög til þessara mála námu
samtals árið 1950 88.9 millj. króna og vant-
aði þá um 1,6 millj. krónur á, að þau hrykkju
fyrir útgjöldunum. Ríkissjóður greiddi sam-
tals 28,6 millj., eða 32,2%, þ. e. lítið eitt
minna en þann þriðjung, sem gert var ráð
fyrir. Hinir tiy'ggðu greiddu samtals til Tn’gg-
ingastofnunarinnar og sjúkrasamlaganna
31,8 millj. eða 35,8%, þ. e. nokkru meira
en þriðjung. Sveitarsjóðimir greiddu samtals
16.7 millj., eða ca. 18.7%, þ. e. nokkru meira
en þann Ve hluta, sem gert var ráð fyrir. Og
atvinnurekendur greiddu 11.8 millj., eða
13.3%, þ. e, töluvert minna en Vn hluta.
Á árunum 1947 til 1950 hefur hluti ríkis-
sjóðs hækkað um 0.9%, hluti sveitarsjóð-
anna um 1% og hluti hinna tryggðu um 1%,
en hluti atvinnurekenda á sama tímabili
lækkað um 2.9%, úr 16.2% í 13.3%. Veld-
ur þar mestu um, að iðgjöld atvinnurekenda
á II. verðlagssvæði til tryggingasjóðs voru
1948 lækkuð um 25% og slysatryggingagjöld-
in nokkru síðar.
Hlutföllin hafa því raskazt nokkuð frá,
sem í upphafi var áætlað en eru þrátt fyrir
það ekki fjarri því, sem ráð var fyrir gert í
hinni upprunalegu áætlun.
Vegna hinna stórfeldu verðhækkana, sem
orðið hafa síðan almannatryggingalögin voru
sett, og breytinga á almennu kaupgjaldi,
liefur grunnlífeyrir gamalmenna og öryrkja
verið hækkaður nokkuð, auk þess sem hann
er greiddur með fullri verðlagsvísitölu eins
og aðrar bætur Tryggingastofnunarinnar.
Hefur því að sjálfsögðu reynst óhjákvæmilegt
að hækka jafnframt iðgjöld og framlög stofn-
unarinnar.
IV. Breytingar á iðgjöldum, lífeyri o. fl.
árin 1946—1950.
Hér fer á eftir skýrsla, sem sýnir breyting-
ar þær, sem orðið hafa á iðgjöldum kvænts
manns á 1. verðlagssvæði til Tryggingastofn-
unarinnar, mánaðarlífeyri einstaklinga á 1.
verðlagssvæði og tímakaup Dagsbrúnar-
manna á tímabilinu frá maí 1946, er al-
mannatryggingalögin voru samþykkt, þar til
í júní 1952. Jafnframt er sýnt með vísitölum
hve mikið hver þessara liða hefur hækkað á
tímabilinu: