Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Síða 19
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL
15
stangast á við pólitískt flokksfylgi tel ég
þó minna virði en manngildi og hæfileika
í starfinu.
Með því fyrirkomulagi, sem nú ríkir um
ráðningu bæjarstjóra og sveitarstjóra, þar
sem þeir kunna að verða ráðnir, má gera
ráð fyrir, að pólitísk sjónarmið komi þar
rnest til greina. Ekki þarf það þó svo að vera,
enda dæmi um það að bæjarstjórar hafi ver-
ið ráðnir án þess að hafa pólitískan meiri
hluta bak við sig.
Vík ég þá fyrst að öðrum lið tillögunnar, er
hljóðar svo:
„Hvort ekki séu tök á að setja sérreglur um
stjórn þeirra sveitarfélaga, sem kauptún vaxa
upp í, sem tryggi það, að kauptúnið geti
fengið nokkra sjálfstjórn í eigin málum án
þess að vera að fullu skilið frá móðurhreppn-
um, fyrr en íbúatala þess er orðin yfir 500
manns.“
Nú hefur á síðari árum sú skipan rikt, að
skipta sveitarfélögum, þá er kauptún hafa
vaxið upp í þeim, og þau farið að bera móð-
urhreppinn ofurliði. Virðist mér að orsakir
til þessarar skiptingar séu aðallega Nær:
1. Ótti við það, að vegna sérhagsmuna
kauptúnsins, svo sem skattaálagningar
vegna gatnagerðar, holræsagerðar, vatns-
leiðslu o. fl. verði því, sem eftir er af
móðurhreppnum, of íþyngt með álögð
gjöld til framkvæmda, sem koma honum
ekkert við, og hann verður ekki aðnjót-
andi að.
2. Þegar kauptúnið að fólksfjölda fer að
vaxa móðurhreppnum yfir höfuð, fái
hann ekki neina aðstöðu til að hafa
áhrif í sveitarstjórn, og verði því litli
bróðir í öllum málum sveitarfélagsins.
Ef gera mætti ráð fyrir, að reyndin kunni
að verða þessi ef ekkert er aðgert, verður að
stefna að því að lækna þenna agnúa, því að
í flestum tilfellum er þessi skipting engum til
hagsbótar ef vel er að gætt, og með því, að
kauptúnið hafi nokkra sjálfstjórn í þeim mál-
um sérstaklega, sem móðurhreppnum ekki
koma við, verður engin ástæða til að skipta
á milli alls annars, er báðum hreppsfélög-
unum kernur við, því margt af því breytir
engu þó skipt sé. Aftur á móti getur verið
nauðsyn á, í ýmsum tilfellum, að færa til
og lagfæra skipti hreppa, svo sem þegar kaup-
tún vaxa upp í tveimur eða fleiri sveitar-
félögum, eins og átt hefur sér stað í nokkr-
um tilfellum hér að undanförnu.
Til þess að girða fyrir þessa hluti tel ég
nauðsyn á, að sérreglur verði settar um eigin
mál þeirra kauptúna, sem þannig eru til-
komin, svo að þetta þurfi ekki að endurtaka
sig, og ætti einnig með þessu að geta fengizt
lagfæring á til sameiningar aftur, þeim sveit-
arfélögum, sem skipt hefur verið áður af
þessurn ástæðum.
Kem ég þá að fyrsta lið tillögunnar sem er:
„Hvort ekki sé tímabært að stækka sveitar-
félög landsins með því að sameina þau
þannig, að ekki sé undir 500 íbúum í neinu
sveitarfélagi, nema sérstakar landfræðilegar
ástæður liggi til.“
Ég hygg að ef þessi tillaga yrði borinn und-
ir kjósendur, sem í sveitum og kauptúnum
búa, mundi hún lítið fylgi fá, þar sem sú
stefna hefur ríkt að undanförnu, að skipta
sveitarfélögum í smærri heildir virðist hér
vera stefnt til öfugrar þróunar í þessum mál-
um, ef á þetta er litið. Nú vil ég taka það •
fram, sem mína skoðun, að mörg sveitarfé-
lög eru of smá og það svo, að i ýmsum til-
fellurn getur það til vandræða horft, því að
óneitanlega hafa stór sveitarfélög meira bol-
magn til að standa undir ýmsum stærri
framkvæmdum, og eru færari til að taka á
sig þyngri byrðar en þau smærri, með öðr-
um orðum sterkari heild í þjóðfélaginu.
Á sumurn stöðum á landi hér, hefur nú í
seinni tíð orðið sú öfugþróun í okkar þjóð-
félagi, að fólkið hefur flutzt úr sveitunum í