Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Qupperneq 21

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Qupperneq 21
SVEITARSTJÓRNARMÁL 17 nessýslu. Gera niætti ráð fyrir, að saman yrðu t. d. Hrunamanna-, Gnúpverja- og Skeiðahreppar, þvi að landfræðilega séð og vegna samgangnaaðstöðu, virðist það vera hentugt. Á árinu 1950 var fólksfjöldi í þess- um 3 hreppum 860 menn. Allur sveitarstjórn- arkostnaður þessara þriggja hreppa var á ár- inu 1950 kr. 12030,00. Hvað mundi nú vinn- ast á því að sameina þessa hreppa? Ekki mundi vera hægt að korna fram neinum sparnaði á stjórn þeirra, síður en svo. Mætti gera ráð fyrir, að ef einn maður hefði það með höndum mundi hann lítt geta öðrum störfum sinnt, og vart láta sér nægja tæplega hálf árslaun. Hver þessara hreppa er búinn að byggja sín skóla- og samkomuhús. í hverjum þeirra er t. d. sérstakt búnaðarfélag, ræktun- arsamband og nautgriparæktarfél. auk menn- ingarfélaga, einnig er hver þessara hreppa sér- stök deild í mjólkurbúi Flóamanna, Kaup- fclagi Árnesinga og Sláturfclagi Suðurlands. Sameining þessara hreppa mundi í öllu þessu engu breyta, nema ef vera kynni í skóla- málum þegar stundir líða, að öðru leyti er ekkert útlit fyrir annað en þetta yrðu þrjú ríki innan sveitarfélagsins að engu sameigin- leg nema í yfirstjórn og fjármálum. Sú félags- málaþróun, sem í þessum hreppum hefur ríkt að undanförnu, og orðið þeim til blessunarlegrar uppbyggingar, mundi að litlu leyti ná út fyrir hin gömlu hreppatakmörk og mest allt félagslíf miðast við þau. Um það er heldur ekkert að segja, og ber að fagna því, þegar þróunin er í þá átt, að fólkinu fjölgi jafnhliða því, sem löndin eru ræktuð, enda þá hafin sú æskilega stefna að stækkunin kemur af sjálfu sér án annarra ráðstafanna. Þó ég hafi tekið þessa þrjá hreppa sem dæmi, er það ekki tæmandi, því víðar mætti benda á hið sama. Þess vegna er mér ljóst, að gerbylting í þessum málum er mjög vafa- söm, og í mörgum tilfellum óhvggileg, og ber að rasa ekki um það fyrir ráð fram. Að endingu vil ég benda á eftirfarandi: 1. Ég tel ekki hyggilegt að almenn stækk- un verði gerð á sveitarfélögum, þar sem ekki er færra fólk í þeim en 2—300 menn, og sérstaklega, þar sem þau eru í vexti og fólksfjölgun er sýnilega fram- undan, og þau að mestu eða öllu leyti búin að byggja upp sína félags- og menn- ingarmálastarfsemi. 2. Athugað verði hvað hægt er fyrir þau sveitarfélög að gera, sem nú á seinni árum liafa nærri tæmzt af fólki, hvort ekki sé þörf á því að sameina þau við sveitarfélög, er næst hggja, ef það mætti verða þeim til framdráttar eða annað það er til þess væri fallið að beina fólkinu þangað aftur. 3. Þau kauptún, sem vaxið hafa upp innan sveitarfélaga, fái nokkra sjálf- stjórn í sínum eigin málum, svo að ekki þurfi að koma til frekar en orðið er að áfram verði haldið á þeirri braut að skipta þeim í sér hreppa, og að það gæti leitt til þess að aftur gæti farið fram sameining, að minnsta kosti þar sem svo er ástatt, að móðurhreppurinn liggur allt í kring um hið nýja sveitar- félag, sem eins konar miðgarðsomiur. Mér hefur verið sagt, að í sumum stærstu hreppunum, áður en farið var að skipta þeim, hafi bændurnir ekki þekkt hvern annan, þetta mundi endurtaka sig, yrði fylgt þeirri stefnu án undantekningar, sem hér hefur komið fram. Það fyrsta er að gera ráðstafanir til að ekki þurfi að halda áfram á þeirri braut, sem ríkt hefur, að smækka sveitarfélögin meir og meir, heldur athuga hvað hægt er að gera fyr- ir þau, er verst eru sett, en fara ekki út í nein- ar þvingunarráðstafanir að þarflausu til ger- breytingar, þar sem allt er í eðlilegu horfi, og engir annmarkar sérstakir er knýja á til þeirra breytinga.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.