Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Qupperneq 39
SVEITARST J ÓRNARMÁT
35
Dómar og úrskurðir.
FRÁ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTINU.
í bæjarstjórn nokkurri voru bæjarreikn-
ingar liðins árs teknir til afgreiðslu. Bæiar-
gjaldkerinn átti sæti í bæjarstjórn. En svo
mun hafa verið liáttað, að ætla mátti, að
varamaður hans mundi ef til vill hafa nokk-
uð aðra afstöðu til rneiri hluta bæjarstjórnar-
innar en bæjargjaldkerinn og því ekki úti-
lokað, að varamaðurinn kynni að vera and-
vígur samþykkt reikninganna. Þegar til at-
kvæðagreiðslu kom um bæjarreikningana,
var því mótmælt að rétt væri, að bæjargjald-
kerinn greiddi atkvæði um þá og var óskað
úrskurðar forsetans þar að lútandi. Forset-
inn úrskurðaði bæjargjaldkerann atkvæðis-
bæran um reikingana.
Einn bæjarfulltrúanna G. G. áfrýjaði úr-
skurði þessum til félagsmálaráðuneytisins.
Með bréfi dags. 10. des. 1951, til forseta
bæjarstjórnarinnar H. H. felldi ráðunevtið
úrskurð forsetans úr gildi, þar sem það taldi,
að bæjargjaldkeranum væri sem bæjarfull-
trúa ekki heimilt að greiða atkvæði um bæj-
arreikingana og úrskurða þannig í sjálís sök.
1 úrskurðinum segir meðal annars svo:
Tilefni þessa rnáls er það, að á fundi bæj-
arstjómar 9. marz 1951 reis ágreiningur urn
skjöl, listar yfir lög urn alþýðutiyggingar og
lög í nánu sambandi við þau, og loks reikn-
ingar Tiy'ggingastofnunar ríkisins árin 1943
til 1946. í bókinni er mikill fjöldi skýrslna,
töflur og línurit. Er þetta hin fróðlegasta bók.
Bókina samdi Sölvi Blöndal hagfræðingur í
samráði við forstjóra og starfsmenn Trvgg-
ingastofnunarinnar, hvern á sínu sviði.
rétt bæjargjaldkera, sem jafnframt er bæjar-
fulltrúi (aðalfulltrúi), til þess að greiða at-
kvæði urn bæjarreikingana fyrir árið 1949.
Af því tilefni úrskurðuðuð þér, herra for-
seti, á þeim fundi „með skírskotun til 13. gr.
fundarskapa fyrir bæjarstjórnina'ý nefndan
N. N. atkvæðisbæran um bæjarreikingana,
með því að samþykkt þeirra, sem „nánast er
kvittun bæjarstjómarinnar fyrir reikingsskil-
unum samkvæmt áritun endurskoðenda“,
væri ekki hagsmunamál N. N., þar sein
„reikningarnir eru gerðir upp af löggiltum og
kosnum endurskoðanda", svo sem í úrskurð-
inum segir.
Að vísu er upplýst, að annar hinna kjömu
endurskoðenda bæjarins gerði reikingana fyr-
ir bæjargjaldkerann. En sú reikingsgerð er
auðvitað algerlega á ábyrgð bæjargjaldkerans
og leysir hann því ekki undan þeirri ábyrgð,
sem hann ber á gjaldkerastörfum og reikn-
ingsskilum sínum. Samþykkt reikingsins af
hálfu bæjarstjónar er því, þrátt fyrir reikinga-
gerð endurskoðandans, tvímælalaust hags-
munamál bæjargjaldkerans. Nú er skýrt og
ótvírætt tekið fram í 2. málsgr. 13. gr. fundar-
skapa bæjarstjómar nr. 74/1930 að, ef mál
varðar hagsmuni bæjarfulltrúa, þá skuli hann
ekki greiða atkvæði um það. Að vísu segir í
sömu málsgrein, að bæjarstjóm skeri úr því,
hvort mál verði talið hagsmunamál tiltekins
bæjarfulltrúa. En slík úrlausn sýnist ekki
hafa verið fengin í þessu máli, heldur hefur
forseti bæjarstjórnar úrskurðað bæjargjald-
keranum atkvæðisrétt, án þess að það mál
væri lagt til úrlausnar bæjarstjórnar. En þó
að svo hefði verið gert, og þó að meiri hluti
bæjarstjórnar hefði greitt því atkvæði, að
bæjargjaldkeri ætti að hafa atkvæðisrétt um