Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Page 45
TILKYNNING
um hóta£i'eiðslwr
almannatryggínganna árið 1952.
Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. janúar s. 1. og er
nú almanaksárið, í stað þcss, sem áður var, frá 1. júlí til 30. júní árið eftir.
Lífeyrisupphæðir þaer, sem greiddar eru á fyrra helmingi ársins 1952, eru
ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón al bótum síðasta árs og upplýsingum
bótaþega. Sé unt tekjur að ræða, sem áhrif geta haft til skerðingar á lífeyri,
verður skerðingin miðuð við tekjur ársins 1951 og endanlegur úrskurður um
upphæð lífeyrisins 1952 felldur, þegar framtöl til skatts liggja fyrir.
Þeir, sem nú njóta lögboðins ellilífeyris, örorkulífeyris, barnalífeyris eða
ljölskyldubóta, þurfa ekki, að ]jessu sinni, að sækja um frandengingu lífeyris-
ins. Hins vegar ber öllum þeim, sem nú njóta bóta samkvæmt ákvæðum almanna-
tryggingalaganna, að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra.
Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyri, makabætur, bætur til ekkla
vegná barna, svo og lífeyris hækkanir.
Umsóknir um endurnýjun bóta, skulu ritaðar á viðeigandi eyðublöð Trygg-
ingastofnunarinnar, útfyllt rétt og greinilega eftir því, sem eyðublöðin segja fyrir
um, og afhent umboðsmanni ekki síðar en fyrir 15. mai nœstkomandi.
Aríðandi er að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50—75% starfsorku, sæki á
tilsettum tínia, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til
greina, vegna þess að ljárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð.
Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknum, hafi
þau eigi verið lögð fram áður. Þcir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til
tryggingasjóðs, skulu sanna nteð tryggingaskírteini sínu eða á annan hátt, að
þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bóta-
réttar.
Umsóknir urn aðrar tegundir bóta en þær, sem hér að ofan eru nefndar, svo
sem fæðingarstyrki, sjúkradagpeninga eða fjölskyldubætur verða afgreiddar af
umboðsmönnum á venjulegan hált, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt
iðgjöld sín til tryggingasjóðs.
Athygli er vakin á, að bætur úrskurðast lrá 1. degi þess mánaðar, sem umsókn
berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem
telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur
getur fyrnst að öðrum kosti.
Rcykjavík, 15. marz 1952.
TR YGGINGASTOFNUN RÍKISINS.