Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Blaðsíða 7
S VEITARST JÓRNARMÁL 5 a) að veita sveitariélögum rekstrarlán til stutts tíma gegn tryggingum í tekjum þeirra sbr. sveitarstjórnarlög 11. gr. b. b) að veita sveitarí'élögum, eða útvega þeim, hagkvæm lán til langs tíma til þess að leysa fjárfrek viðfangsefni, sem í verkahring þeirra eru. Gert skal ráð fyrir að bankinn verði hlutafélag og sveitarfélög landsins hluthaf- ar, að Bjargráðasjóður íslands verði sérstök deild í bankanum með sama eða svipað hlutverk og liann nú hefur, og að geymdir verði þar og ávaxtaðir sjóðir, sem eru í vörzlum sveitarfélaga eða í tengslum við þau, og ekki eru sérstaklega bundnir ann- ars staðar með reglugerðum eða lagaákvæð- um. Bankinn reki og annist alla venjulega bankastarfsemi.“ FUNDARSLIT. Fleiri mál lágu ekki fyrir og enginn kvaddi sér hljóðs um önnur mál. Formaður sambandsins ávarpaði fulltrúaráðið, vakti athygli á því, að þetta væri seinasti fundur á kjörtímabili þess og taldi, að á því hefðu náð íram að ganga fleiri áhugamál sam- bandsins en á nokkru kjörtímabili áður. Kvaðst hann vilja þakka núverandi ríkis- stjórn gott samstarf og sérstaklega ráðherr- unum Gunnari Thoroddsen og Emil Jóns- syni fyrir ríkan skilning á máleinum sveit- arfélaganna. Formaður gat um nokkur mik- ilvæg verkefni, sem framundan væru, svo sem varaniega gatnagerð, sem væri nú eitt mesta menningarmál sveitarfélaganna. For- maður þakkaði fulltrúum íundarsetuna og óskaði þeim farsældar. Til máls tók séra Sigurður S. Haukdal og þakkaði formanni góða fundarstjórn og óskaði honum heilla. Því næst sagði formaður fundi slitið. ASstöðuá.ialíl í Reykjavík. Borgarstjórnin í Reykjavik hefur ákveðið að aðstöðugjald á árinu 1962 verði eins og hér segir: 0.5% Rekstur fiskiskipa og flugvéla, ný- lenduvöruverzlun, kjöt- og fiskiðn- aður, kjöt- og fiskverzlun. 0.7% Verzlun ó. t. a. 0.8% Bóka- og ritfangaverzlun, útgáfu- starfsemi. 0.9% Iðnaður, ó. t. a., ritfangaverzlun, mat- sala, landbúnaður. 1.0% Rekstur farþega- og farmskipa, sér- leyfisbifreiðir, lyfja- og hreinlætis- vöruverzlanir, smjörlíkisgerðir. 1.5% Verzlun með gleraugu, sportvörur, skartgripi, hljóðfæri, tóbak og sæl- gæti, kvikmyndahús, sælgætis- og efnagerðir, öl- og gosdrykkjagerðir, gull- og silfursmíði, fjölritun, sölu- turnar og verzlanir opnar til kl. 23.30, sem greiða gjald fyrir kvöld- söluleyfi. 2.0% Hvers konar persónuleg þjónusta, myndskurður, listmunagerð, blóma- verzlun, umboðsverzlun, fornverzlun, ljósmyndun, hattasaumastofur, rak- ara- og hárgreiðslustofur, barar, billj- arðstofur, söluturnar og verzlanir opnar til kl. 23.30, svo og hvers kon- ar önnur gjaldskyld starfsemi, ó. t. a. Innheimta skal aðstöðugjald samkv. 12. gr. laga nr. 69/1962. Um kvöldið sátu fulltrúaráðsmenn og nokkrir gestir boð sambandsstjórnar í sam- komusalnum Glaumbæ.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.